Vildi spila viðtal við brotaþola Árni Sæberg skrifar 28. september 2023 13:40 Verjendur í málinu eru 25 talsins. Ómar Valdimarsson, verjandi þess sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps er hér lengst til hægri. Vísir/Vilhelm Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana. Líkt og sakborningar síðustu daga mega vitni ekki hlýða hvert á annað. Því voru verjendur ekki sérstaklega ánægðir með það þegar brotaþoli gekk inn í dómsal í fylgd dómvarða og lögreglumanna á meðan annar brotaþoli gaf skýrslu. Honum var snarlega fylgt út á ný eftir mótmæli verjenda. Lagði fram ný gögn og vildi sýna myndskeið og spila viðtal Þá hófst þinghald í morgun á því að Ómar Valdimarsson, verjandi þess sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, óskaði eftir því að leggja fram frekari gögn í málinu. Hann vildi fá að sýna myndskeið af samfélagsmiðlinum Snapchat en dómari leyfði það ekki. Hann fékk þó að deila út skjáskotum og senda myndskeiðið á aðra verjendur. Aðrir verjendur mótmæltu því að myndskeiðin og lýsingar á þeim yrðu lögð fram í málinu og sögðu gögnin þegar fram komin og að lýsingar á þeim væru skriflegur málflutningur, sem er óheimill. Þá óskaði Ómar eftir því að viðtal útvarpsmannsins Gústa B við þá Lúkas Geir og John Sebastian, brotaþola, sem tekið var tveimur dögum eftir árásina, yrði spilað. Dómari tók fyrir það. Nú eftir hádegi koma önnur vitni en brotaþolar fyrir dóminn og gefa skýrslur. Að þinghaldi loknu í dag verður fjölmiðlabanni aflétt og þá verður umfjöllun um aðalmeðferðina birt á Vísi. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17 „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. 26. september 2023 13:48 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Líkt og sakborningar síðustu daga mega vitni ekki hlýða hvert á annað. Því voru verjendur ekki sérstaklega ánægðir með það þegar brotaþoli gekk inn í dómsal í fylgd dómvarða og lögreglumanna á meðan annar brotaþoli gaf skýrslu. Honum var snarlega fylgt út á ný eftir mótmæli verjenda. Lagði fram ný gögn og vildi sýna myndskeið og spila viðtal Þá hófst þinghald í morgun á því að Ómar Valdimarsson, verjandi þess sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, óskaði eftir því að leggja fram frekari gögn í málinu. Hann vildi fá að sýna myndskeið af samfélagsmiðlinum Snapchat en dómari leyfði það ekki. Hann fékk þó að deila út skjáskotum og senda myndskeiðið á aðra verjendur. Aðrir verjendur mótmæltu því að myndskeiðin og lýsingar á þeim yrðu lögð fram í málinu og sögðu gögnin þegar fram komin og að lýsingar á þeim væru skriflegur málflutningur, sem er óheimill. Þá óskaði Ómar eftir því að viðtal útvarpsmannsins Gústa B við þá Lúkas Geir og John Sebastian, brotaþola, sem tekið var tveimur dögum eftir árásina, yrði spilað. Dómari tók fyrir það. Nú eftir hádegi koma önnur vitni en brotaþolar fyrir dóminn og gefa skýrslur. Að þinghaldi loknu í dag verður fjölmiðlabanni aflétt og þá verður umfjöllun um aðalmeðferðina birt á Vísi.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17 „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. 26. september 2023 13:48 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17
„Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. 26. september 2023 13:48