Vildi spila viðtal við brotaþola Árni Sæberg skrifar 28. september 2023 13:40 Verjendur í málinu eru 25 talsins. Ómar Valdimarsson, verjandi þess sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps er hér lengst til hægri. Vísir/Vilhelm Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana. Líkt og sakborningar síðustu daga mega vitni ekki hlýða hvert á annað. Því voru verjendur ekki sérstaklega ánægðir með það þegar brotaþoli gekk inn í dómsal í fylgd dómvarða og lögreglumanna á meðan annar brotaþoli gaf skýrslu. Honum var snarlega fylgt út á ný eftir mótmæli verjenda. Lagði fram ný gögn og vildi sýna myndskeið og spila viðtal Þá hófst þinghald í morgun á því að Ómar Valdimarsson, verjandi þess sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, óskaði eftir því að leggja fram frekari gögn í málinu. Hann vildi fá að sýna myndskeið af samfélagsmiðlinum Snapchat en dómari leyfði það ekki. Hann fékk þó að deila út skjáskotum og senda myndskeiðið á aðra verjendur. Aðrir verjendur mótmæltu því að myndskeiðin og lýsingar á þeim yrðu lögð fram í málinu og sögðu gögnin þegar fram komin og að lýsingar á þeim væru skriflegur málflutningur, sem er óheimill. Þá óskaði Ómar eftir því að viðtal útvarpsmannsins Gústa B við þá Lúkas Geir og John Sebastian, brotaþola, sem tekið var tveimur dögum eftir árásina, yrði spilað. Dómari tók fyrir það. Nú eftir hádegi koma önnur vitni en brotaþolar fyrir dóminn og gefa skýrslur. Að þinghaldi loknu í dag verður fjölmiðlabanni aflétt og þá verður umfjöllun um aðalmeðferðina birt á Vísi. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17 „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. 26. september 2023 13:48 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Líkt og sakborningar síðustu daga mega vitni ekki hlýða hvert á annað. Því voru verjendur ekki sérstaklega ánægðir með það þegar brotaþoli gekk inn í dómsal í fylgd dómvarða og lögreglumanna á meðan annar brotaþoli gaf skýrslu. Honum var snarlega fylgt út á ný eftir mótmæli verjenda. Lagði fram ný gögn og vildi sýna myndskeið og spila viðtal Þá hófst þinghald í morgun á því að Ómar Valdimarsson, verjandi þess sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, óskaði eftir því að leggja fram frekari gögn í málinu. Hann vildi fá að sýna myndskeið af samfélagsmiðlinum Snapchat en dómari leyfði það ekki. Hann fékk þó að deila út skjáskotum og senda myndskeiðið á aðra verjendur. Aðrir verjendur mótmæltu því að myndskeiðin og lýsingar á þeim yrðu lögð fram í málinu og sögðu gögnin þegar fram komin og að lýsingar á þeim væru skriflegur málflutningur, sem er óheimill. Þá óskaði Ómar eftir því að viðtal útvarpsmannsins Gústa B við þá Lúkas Geir og John Sebastian, brotaþola, sem tekið var tveimur dögum eftir árásina, yrði spilað. Dómari tók fyrir það. Nú eftir hádegi koma önnur vitni en brotaþolar fyrir dóminn og gefa skýrslur. Að þinghaldi loknu í dag verður fjölmiðlabanni aflétt og þá verður umfjöllun um aðalmeðferðina birt á Vísi.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17 „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. 26. september 2023 13:48 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17
„Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. 26. september 2023 13:48