Hrósar Taylor Swift fyrir að þora að mæta á leik með sér: „Hugað, mjög hugað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2023 10:30 Eru Travis Kelce og Taylor Swift nýjasta ofurparið? vísir/getty Travis Kelce, leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, hefur tjáð sig um söngkonuna Taylor Swift sem mætti á leik liðsins um helgina. Orðrómur um meint ástarsamband Kelces og Swifts hefur verið á sveimi undanfarnar vikur. Hann fékk byr undir báða vængi þegar Swift mætti á leik Chiefs og Chicago Bears á sunnudaginn. Hún var í einkasvítu Kelce-fjölskyldunnar í rauðum og hvítum Chiefs-jakka. Vel virtist fara á með henni og mömmu Kelces, Donnu. Höfðingjarnir unnu Birnina örugglega, 41-10. Eftir leikinn sáust Kelce og Swift yfirgefa leikvanginn saman. Kelce er með vikulegt hlaðvarp ásamt bróður sínum, Jason, sem nefnist New Heights. Í nýjasta þættinum tjáði hann sig um Swift. „Ég vil hrósa Taylor fyrir að mæta. Það var hugað, mjög hugað. Mér fannst bara frábært hvað allir í einkastúkunni höfðu ekkert nema frábæra hluti að segja um hana,“ sagði Kelce. „Hún leit frábærlega út, allir mærðu hana og ofan á allt var dagurinn fullkominn fyrir stuðningsmenn Höfðingjanna. Þetta var eins og handrit sem við höfðum skrifað.“ Swift er ein vinsælasta tónlistarkona heims og á sér stóran og dyggan aðdáendahóp. Þeir virðast vera ánægðir með Kelce enda jókst sala á treyjum hans um fjögur hundruð prósent eftir að hún mætti á leikinn á sunnudaginn. Chiefs valdi Kelce í nýliðavali NFL 2013. Hann hefur leikið með liðinu allar götur síðan þá og tvisvar sinnum unnið Super Bowl með því. Ástin og lífið NFL Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Orðrómur um meint ástarsamband Kelces og Swifts hefur verið á sveimi undanfarnar vikur. Hann fékk byr undir báða vængi þegar Swift mætti á leik Chiefs og Chicago Bears á sunnudaginn. Hún var í einkasvítu Kelce-fjölskyldunnar í rauðum og hvítum Chiefs-jakka. Vel virtist fara á með henni og mömmu Kelces, Donnu. Höfðingjarnir unnu Birnina örugglega, 41-10. Eftir leikinn sáust Kelce og Swift yfirgefa leikvanginn saman. Kelce er með vikulegt hlaðvarp ásamt bróður sínum, Jason, sem nefnist New Heights. Í nýjasta þættinum tjáði hann sig um Swift. „Ég vil hrósa Taylor fyrir að mæta. Það var hugað, mjög hugað. Mér fannst bara frábært hvað allir í einkastúkunni höfðu ekkert nema frábæra hluti að segja um hana,“ sagði Kelce. „Hún leit frábærlega út, allir mærðu hana og ofan á allt var dagurinn fullkominn fyrir stuðningsmenn Höfðingjanna. Þetta var eins og handrit sem við höfðum skrifað.“ Swift er ein vinsælasta tónlistarkona heims og á sér stóran og dyggan aðdáendahóp. Þeir virðast vera ánægðir með Kelce enda jókst sala á treyjum hans um fjögur hundruð prósent eftir að hún mætti á leikinn á sunnudaginn. Chiefs valdi Kelce í nýliðavali NFL 2013. Hann hefur leikið með liðinu allar götur síðan þá og tvisvar sinnum unnið Super Bowl með því.
Ástin og lífið NFL Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira