Waldorfskólinn braut lög og slegið á fingur Kópavogsbæjar Bjarki Sigurðsson skrifar 27. september 2023 10:22 Waldorfskólinn í Lækjarbotnum starfar á grundvelli þjónustusamnings við Kópavogsbæ. Waldorfskólinn Waldorfskólinn í Lækjarbotnum braut lög er umsóknum þriggja barna um skólavist var hafnað. Kópavogsbær sinnti ekki eftirlitsskyldu sinni í málinu. Þetta er niðurstaða í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Komst málið inn á borð ráðuneytisins í maí á síðasta ári eftir að umsókn barnanna þriggja um skólavist hafði verið hafnað. Kærandi í málinu er foreldri barnanna en hafði það áður starfað í öðrum skóla sem rekinn er í nánu samstarfi við Waldorfskólann. Ekkert traust Í ákvörðun skólans um að hafna umsókn barnanna kom fram að skólastjóri hafi metið aðstæður þannig að ekki lægi fyrir það traust milli aðila sem þarf til. Var hluti af þeirri ástæðu að skólinn taldi að koma foreldri barnanna inn í skólastarfið myndi hafa áhrif á innra starf leikskólans og grunnskólans. Var foreldrinu bent á að hafa samband við fræðslusvið Kópavogsbæjar ef það væri ósátt við úrvinnslu eða niðurstöðu málsins. Starfar skólinn á grundvelli þjónustusamnings við Kópavogsbæ. Svaraði bærinn foreldrinu þannig að skólinn sé einkarekinn grunnskóli sem heyri ekki undir sveitarfélaginu. Það hafi hvorki boðvald yfir skólanum né stjórn á innritun inn í skólann. Skólinn annast innritun Í niðurstöðum ráðuneytisins kemur fram að samkvæmt þjónustusamningnum annast skólinn sjálfur innritun nemenda og setur skólinn sér sjálfur innritunarreglur. Hluta úr þeim má lesa hér fyrir neðan. að laus pláss séu í bekkjarárgangi barns, að innritunarnefnd metur álag í bekk viðunandi fyrir velferð barnsins og að skólinn geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart þörfum barnsins, og mætt námslegum og félagslegum þörfum barnsins út frá aðstæðum og möguleikum í skólanum. Inntökunefnd skólans metur umsóknina og leggur fyrir tillögur um innritun hjá starfsmannaráði til samþykkis. Tillögur inntökunefndar til starfsmannaráðs skulu taka mið af: fyrirliggjandi upplýsingum, s.s. umsögnum frá skólum, greiningargögnum og inntökuviðtali ef við á, félags- og námsstöðu og líðan í skóla og mat á þörf fyrir skólaþjónustu að fengnu samþykki foreldra. Starfsmannaráð tekur ákvörðun um samþykki eða synjun umsókna á grundvelli tillagna inntökunefndar enda hafi nefndin tekið mið af ofangreindum skilyrðum. Í ákvörðun skólans um að hafna umsókn barnanna er ekki vísað til þeirra skilyrða sem finna má í reglunum. Með því að fara ekki eftir eigin innritunarreglum er það því niðurstaða ráðuneytisins að synjunin hafi ekki verið í samræmi við lög. Þá hafi Kópavogsbær einnig ekki sinnt sínum skyldum þegar bærinn sagðist skorta heimildir til þess að bregðast við erindinu. Er skólinn með lögbundna eftirlitsskyldu með sjálfstætt reknum grunnskólum sem gerðir hafa verið þjónustusamningar við. Leggur ráðuneytið fyrir sveitarfélaginu að hafa eftirlitshlutverk sitt í huga vegna starfsemi sjálfstætt rekna grunnskóla. Er ákvörðun Waldorfskóla í Lækjarbotnum um synjun á umsóknum barnanna um skólavist því felld úr gildi. Skóla - og menntamál Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Þetta er niðurstaða í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Komst málið inn á borð ráðuneytisins í maí á síðasta ári eftir að umsókn barnanna þriggja um skólavist hafði verið hafnað. Kærandi í málinu er foreldri barnanna en hafði það áður starfað í öðrum skóla sem rekinn er í nánu samstarfi við Waldorfskólann. Ekkert traust Í ákvörðun skólans um að hafna umsókn barnanna kom fram að skólastjóri hafi metið aðstæður þannig að ekki lægi fyrir það traust milli aðila sem þarf til. Var hluti af þeirri ástæðu að skólinn taldi að koma foreldri barnanna inn í skólastarfið myndi hafa áhrif á innra starf leikskólans og grunnskólans. Var foreldrinu bent á að hafa samband við fræðslusvið Kópavogsbæjar ef það væri ósátt við úrvinnslu eða niðurstöðu málsins. Starfar skólinn á grundvelli þjónustusamnings við Kópavogsbæ. Svaraði bærinn foreldrinu þannig að skólinn sé einkarekinn grunnskóli sem heyri ekki undir sveitarfélaginu. Það hafi hvorki boðvald yfir skólanum né stjórn á innritun inn í skólann. Skólinn annast innritun Í niðurstöðum ráðuneytisins kemur fram að samkvæmt þjónustusamningnum annast skólinn sjálfur innritun nemenda og setur skólinn sér sjálfur innritunarreglur. Hluta úr þeim má lesa hér fyrir neðan. að laus pláss séu í bekkjarárgangi barns, að innritunarnefnd metur álag í bekk viðunandi fyrir velferð barnsins og að skólinn geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart þörfum barnsins, og mætt námslegum og félagslegum þörfum barnsins út frá aðstæðum og möguleikum í skólanum. Inntökunefnd skólans metur umsóknina og leggur fyrir tillögur um innritun hjá starfsmannaráði til samþykkis. Tillögur inntökunefndar til starfsmannaráðs skulu taka mið af: fyrirliggjandi upplýsingum, s.s. umsögnum frá skólum, greiningargögnum og inntökuviðtali ef við á, félags- og námsstöðu og líðan í skóla og mat á þörf fyrir skólaþjónustu að fengnu samþykki foreldra. Starfsmannaráð tekur ákvörðun um samþykki eða synjun umsókna á grundvelli tillagna inntökunefndar enda hafi nefndin tekið mið af ofangreindum skilyrðum. Í ákvörðun skólans um að hafna umsókn barnanna er ekki vísað til þeirra skilyrða sem finna má í reglunum. Með því að fara ekki eftir eigin innritunarreglum er það því niðurstaða ráðuneytisins að synjunin hafi ekki verið í samræmi við lög. Þá hafi Kópavogsbær einnig ekki sinnt sínum skyldum þegar bærinn sagðist skorta heimildir til þess að bregðast við erindinu. Er skólinn með lögbundna eftirlitsskyldu með sjálfstætt reknum grunnskólum sem gerðir hafa verið þjónustusamningar við. Leggur ráðuneytið fyrir sveitarfélaginu að hafa eftirlitshlutverk sitt í huga vegna starfsemi sjálfstætt rekna grunnskóla. Er ákvörðun Waldorfskóla í Lækjarbotnum um synjun á umsóknum barnanna um skólavist því felld úr gildi.
að laus pláss séu í bekkjarárgangi barns, að innritunarnefnd metur álag í bekk viðunandi fyrir velferð barnsins og að skólinn geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart þörfum barnsins, og mætt námslegum og félagslegum þörfum barnsins út frá aðstæðum og möguleikum í skólanum. Inntökunefnd skólans metur umsóknina og leggur fyrir tillögur um innritun hjá starfsmannaráði til samþykkis. Tillögur inntökunefndar til starfsmannaráðs skulu taka mið af: fyrirliggjandi upplýsingum, s.s. umsögnum frá skólum, greiningargögnum og inntökuviðtali ef við á, félags- og námsstöðu og líðan í skóla og mat á þörf fyrir skólaþjónustu að fengnu samþykki foreldra. Starfsmannaráð tekur ákvörðun um samþykki eða synjun umsókna á grundvelli tillagna inntökunefndar enda hafi nefndin tekið mið af ofangreindum skilyrðum.
Skóla - og menntamál Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira