Skoraði fyrsta þrist kvennaliðsins í efstu deild frá upphafi og endaði með fimm Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2023 16:01 Þórskonur unnu fyrsta leik sinn í efstu deild í 45 ár. Nýliðarnir ætla að láta til sín taka í deildinni í vetur. @thormflkvk Hrefna Ottósdóttir var stjarna kvöldsins þegar nýliðar Þórs hófu leik í Subway deild kvenna með góðum sigri á Stjörnunni í gærkvöldi. Hrefna skoraði alls sautján stig í leiknum en þar af komu fimmtán þeirra með skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Hrefna skoraði einmitt fyrstu þriggja stiga körfu Þórskvenna í efstu deild frá upphafi þegar hún kom liðinu í 11-4 eftir tæplega þriggja mínútna leik. Þetta var nefnilega fyrsti leikur Þórsliðsins í efstu deild frá árinu 1978 eða í 45 ár. Svo langt er síðan að Þórskonur spiluðu meðal þeirra bestu að þá var ekki búið að taka upp þriggja stiga regluna í körfuboltanum hér heima. Hrefna ætlaði sér greinilega að ná þessu því hún tók þriggja stiga skot eftir rúmar þrjátíu sekúndur. Hún var því bæði fyrsta Þórskonan í sögunni til að skjóta þriggja stiga skoti og hitta úr því líka. Hrefna skoraði fimm þrista í leiknum og það verður fróðlega að sjá hvort hún eða liðsfélagi hennar nái því meti í vetur. Hún hefur nú skorað 83 prósent af þriggja stiga körfum Þórs í efstu deild kvenna. Þetta var þó ekki fyrsta þriggja stiga karfa Hrefnu í efstu deild því hún skoraði eina þriggja stiga körfu fyrir Hauka þegar hún spilaði á Ásvöllum veturinn 2017-18. „Það er algjör hvalsreki að semja aftur við eina bestu þriggja stiga skyttu landsins. Það er engin undra, enda elskar Hrefna að gera allt hluti þrefallt og leggur sig fram við að vera sem besta þrefalda eintakið af sjálfri sér. Hún gerir allt þrisvar sinnum á æfingu, og mér skilst að hún geri allt þrefallt heima líka, enda algjör fagkona. Því var eina vitið að hún yrði áfram númer 9, enda er það þrisvar sinnum þrír,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í samtali við miðla Þórs þegar hún framlengdi samning sinn. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk) Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Hrefna skoraði alls sautján stig í leiknum en þar af komu fimmtán þeirra með skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Hrefna skoraði einmitt fyrstu þriggja stiga körfu Þórskvenna í efstu deild frá upphafi þegar hún kom liðinu í 11-4 eftir tæplega þriggja mínútna leik. Þetta var nefnilega fyrsti leikur Þórsliðsins í efstu deild frá árinu 1978 eða í 45 ár. Svo langt er síðan að Þórskonur spiluðu meðal þeirra bestu að þá var ekki búið að taka upp þriggja stiga regluna í körfuboltanum hér heima. Hrefna ætlaði sér greinilega að ná þessu því hún tók þriggja stiga skot eftir rúmar þrjátíu sekúndur. Hún var því bæði fyrsta Þórskonan í sögunni til að skjóta þriggja stiga skoti og hitta úr því líka. Hrefna skoraði fimm þrista í leiknum og það verður fróðlega að sjá hvort hún eða liðsfélagi hennar nái því meti í vetur. Hún hefur nú skorað 83 prósent af þriggja stiga körfum Þórs í efstu deild kvenna. Þetta var þó ekki fyrsta þriggja stiga karfa Hrefnu í efstu deild því hún skoraði eina þriggja stiga körfu fyrir Hauka þegar hún spilaði á Ásvöllum veturinn 2017-18. „Það er algjör hvalsreki að semja aftur við eina bestu þriggja stiga skyttu landsins. Það er engin undra, enda elskar Hrefna að gera allt hluti þrefallt og leggur sig fram við að vera sem besta þrefalda eintakið af sjálfri sér. Hún gerir allt þrisvar sinnum á æfingu, og mér skilst að hún geri allt þrefallt heima líka, enda algjör fagkona. Því var eina vitið að hún yrði áfram númer 9, enda er það þrisvar sinnum þrír,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í samtali við miðla Þórs þegar hún framlengdi samning sinn. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk)
Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira