Konur í krísu, siðblindir síkópatar og morðkvendi Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. október 2023 09:00 Huppert í Elle (uppi til vinstri),Une Affaire de Femmes (uppi til hægri), La Ceremonie (niðri til vinstri) og Gretur (niðri til hægri) Youtube Isabelle Huppert, ein þekktasta leikkona Frakklands og stórstjarna í evrópskri kvikmyndagerð, er heiðursgestur á RIFF í ár. Í tilefni af komu Huppert til landsins hefur Vísir tekið saman nokkra magnaða leiksigra hennar. Ferill Huppert spannar hálfa öld og um 120 kvikmyndir. Huppert hefur verið margverðlaunuð fyrir leik sinn og hefur unnið með mörgum af virtustu leikstjórum Evrópu (Godard, Denis, Haneke og fleirum). Huppert tók einnig skrefið vestur yfir haf til Hollywood og kannast einhverjir kannski við hana úr myndum á borð við Heaven's Gate, I Heart Huckabees og Amateur eftir Íslandsvininn Hal Hartley. Á þessum fimm mynda lista fá beyglaðir og óvenjulegir karakterar Huppert sérstaklega að skína. Myndirnar eru í tímaröð og þannig er stiklað á stóru á löngum ferli Huppert. Sárasóttarsýkt „spoiled brat“ Kvikmyndaferill Huppert hófst 1972 og fór hún að vekja athygli fyrir leik sinn um miðbik áttunda áratugarins. Hún sló síðan í gegn í Violette Noziere í leikstjórn Claude Chabrol árið 1978. Þar lék hún samnefnda Violette sem varð fræg í Frakklandi árið 1933 fyrir að drepa föður sinn. Violette Noziere var upphaflega dæmd til dauða en hlaut á endanum vægari refsingu og sat inni í tólf ár.Youtube Átján ára Violette hafði sýkst af sýfilis eftir vændi og laug því að foreldrum sínum að sýkingin væri arfgeng. Hún ákvað síðan að eitra fyrir þeim og láta það líta út sem sjálfsmorð. En verkið tókst ekki alveg, móðir hennar lifði. Dómsmál Violette fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum vegna aldurs hennar og eðli glæpsins. Hún var dæmd til dauða en dómurinn var ítrekað mildaður og afplánaði hún einungis tólf ár í fangelsi. Eftir það á hún að hafa stofnað til fjölskyldu, eignast fimm börn og lifað hefðbundnu fjölskyldulífi. Huppert var verðlaunuð á Cannes 1978 fyrir leik sinn á morðkvendinu. Íslenskir morðáhugamenn hefðu sennilega gaman af myndinni sem veltir upp ýmsum möguleikum í máli Violette en tekur enga afstöðu. Var hún siðblind ofdekruð frekja eða fórnarlamb misnotkunar? Hin raunverulega Violette Noziere í dómsalnum árið 1933 þar sem hún var dæmd til dauða.Getty Útsjónarsöm húsmóðir á vargöld Une Affaire de Femmes (eða Kvennamál) gerist í Frakklandi í seinna stríði. Marie (Huppert) þarf að sjá fyrir tveimur börnum ein af því maðurinn hennar er stríðsfangi Þjóðverja. Hún aflar sér tekna með því að framkvæma ólöglegar fóstureyðingar á konum bæjarins og lyftir fjölskyldunni þannig úr fátækt. Marie framkvæmir ólöglegar fóstureyðingar á konum bæjarins og leigir herbergi til vændiskvenna.Skjáskot Þegar eiginmaðurinn snýr skyndilega aftur flækjast málin. Hann má ekki vita af nýju „vinnunni“ og Marie vill heldur ekkert með hann hafa. Þar með hefst kalt stríð þeirra á milli. Eftir því sem líður á verður Marie stöðugt kuldalegri við karlinn og um leið efnaðri af fóstureyðingunum. Það er best að gefa ekki meira upp. Rétt eins og í tilfelli Violette byggir Chabrol myndina á máli raunverulegrar konu. Í þetta sinn Marie-Louise Giraud sem varð uppvís að því að framkvæma 27 ólöglegar fóstureyðingar í seinni heimsstyrjöldinni. Snilldin við karakter Huppert er að hún er í senn göfug og gráðug. Hún leggur líf sitt að veði til að hjálpa örvæntingarfullum konum en dyggðug þjónustan fer fljótt að snúast um peninga. Hún er sjarmerandi og heillandi en líka köld og andstyggileg. Marie hjálpar konunum í bænum en græðir líka á örvæntingu þeirra.Youtube Það jafnast ekkert á við góða vinkonu Sophie (leikin af Sandrine Bonnaire) er ráðin sem húshjálp til efnaðrar fjölskyldu í sveitaþorpi í La Ceremonie (1995). Hún sinnir vinnunni vel en er dálítið sérstök, forðast ákveðin heimilistæki og lendir upp á kant við fjölskyldumeðlimi. Sophie kynnist pósthússtarfsmanninum Jeanne (Huppert) í þorpinu en vinskapurinn reynist hafa bæði slæm áhrif á Sophie og fjölskylduna sem hún vinnur fyrir. Þriðja Chabrol-myndin á listanum (af sjö sem hann gerði með Huppert). Sophie og Jeanne kynnast og verða góðar vinkonur. Youtube Huppert leikur Jeanne sem galsafulla og sjálfsörugga, hún er ofvirk, kjaftfor og fíflast mikið. En hún á sér verulega dökka hlið sem kemur fljótt í ljós. Hér fyrir neðan má sjá samskipti Jeanne og fjölskylduföðurins á pósthúsinu. Afleiðingar kynferðislegrar bælingar Þekktasta hlutverk Huppert (allavega þar til hún lék í Elle) og fyrsta samstarf hennar af fjórum með austurríska leikstjóranum Michael Haneke. Huppert leikur stranga og kaldlynda píanókennarann Eriku sem býr við ógnarstjórn móður sinnar. Erika fangar athygli nemanda síns, ungs píanósnillings, en það sem hann veit ekki er að Erika er svo kynferðislega bæld hún hefur þróað með sér afbrigðilegar kynlífslanganir, sjálfsmeiðingar og masókisma. Píanókennarinn er mynd sem reynir verulega á mörk áhorfenda.Skjáskot Við tekur haltu mér, slepptu mér-samband þar sem Haneke og Huppert reyna eins og þau geta að ganga fram af áhorfendum með óþægilegum og ógeðslegum senum. Huppert sýnir tour-de-force-frammistöðu og hefur aldrei verið jafn ógnvekjandi, köld og andstyggileg. Mynd sem er alls ekki fyrir viðkvæma og fólk getur séð 6. og 8. október á RIFF. Eftir fyrri sýningu myndarinnar mun Huppert svara spurningum forvitinna í ítarlegu spjalli. Nauðgunarfantasía eða feminísk ádeila? Þrátt fyrir að The Piano Teacher hafi hneykslað marga er Elle sennilega umdeildasta mynd Huppert. Sálfræðilegur tryllir úr smiðju Paul Verhoeven (sem gerði garðinn frægan með Robocop, Total Recall ogBasic Instinct). Michele, forstjóra tölvuleikjafyrirtækis, er nauðgað á heimili sínu af grímuklæddum manni. Hún tilkynnir nauðgunina hins vegar ekki til lögreglunnar heldur bregst við á nokkuð óhefðbundinn máta. Sýning Elle á Rúv árið 2020 vakti hörð viðbrögð nokkurra kvenna sem sendu opið bréf til útvarps- og dagskrárstjórnar og mótmæltu því að hún hafi verið sett á dagskrá. Í íslenskum fjölmiðlum var talað um að myndin normalíseraði ofbeldi gegn konum og gerði lítið úr þolendum kynferðisofbeldis. En það voru ekki allir óánægðir með hana og hefur henni einnig verið lýst sem valdeflandi og feminískri ádeilu á feðraveldið. Myndin fékk sérstaklega mikið lof vegna leiks Huppert sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna og vann til Golden Globe og César-verðlauna fyrir leik sinn. Óþægilegur ungverskur eltihrellir Frances finnur græna tösku sem einhver hefur skilið eftir í neðanjarðarlestinni. Eigandinn reynist vera Greta (Huppert) og með þeim tveimur þróast góður vinskapur. Fljótlega kemur í ljós að Greta er ekki öll þar sem hún er séð. Myndin er afturhvarf til sálfræðitrylla tíunda áratugarins nema í B-mynda stíl með klisjukenndu handriti og kjánalegum leik. Huppert fær að ofleika frábærlega og bjöguð enska hennar passar vel með. Huppert hefur gjarnan leikið beyglaðar konur, oft andlega veikar andhetjur, en hér fær hún að leika alvöru síkópata-illmenni. Og gerir það með glæsibrag. Skiljanlega hefur fullt af góðum myndum, sérstaklega grínmyndum, Huppert verið sleppt enda ómögulegt að koma þeim öllum fyrir. Hér vantar líka hinar tvær myndir Huppert sem verða sýndar á RIFF. Annars vegar Mrs. Hyde, sem byggir að hluta á Dr. Jekyll og Mr. Hyde og er sýnd 8. október og hins vegar Sidonie in Japan sem fjallar um ástarsamband fransks rithöfundar við japanskan útgefanda og er sýnd 6. og 7. október. Bíó og sjónvarp RIFF Frakkland Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Ferill Huppert spannar hálfa öld og um 120 kvikmyndir. Huppert hefur verið margverðlaunuð fyrir leik sinn og hefur unnið með mörgum af virtustu leikstjórum Evrópu (Godard, Denis, Haneke og fleirum). Huppert tók einnig skrefið vestur yfir haf til Hollywood og kannast einhverjir kannski við hana úr myndum á borð við Heaven's Gate, I Heart Huckabees og Amateur eftir Íslandsvininn Hal Hartley. Á þessum fimm mynda lista fá beyglaðir og óvenjulegir karakterar Huppert sérstaklega að skína. Myndirnar eru í tímaröð og þannig er stiklað á stóru á löngum ferli Huppert. Sárasóttarsýkt „spoiled brat“ Kvikmyndaferill Huppert hófst 1972 og fór hún að vekja athygli fyrir leik sinn um miðbik áttunda áratugarins. Hún sló síðan í gegn í Violette Noziere í leikstjórn Claude Chabrol árið 1978. Þar lék hún samnefnda Violette sem varð fræg í Frakklandi árið 1933 fyrir að drepa föður sinn. Violette Noziere var upphaflega dæmd til dauða en hlaut á endanum vægari refsingu og sat inni í tólf ár.Youtube Átján ára Violette hafði sýkst af sýfilis eftir vændi og laug því að foreldrum sínum að sýkingin væri arfgeng. Hún ákvað síðan að eitra fyrir þeim og láta það líta út sem sjálfsmorð. En verkið tókst ekki alveg, móðir hennar lifði. Dómsmál Violette fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum vegna aldurs hennar og eðli glæpsins. Hún var dæmd til dauða en dómurinn var ítrekað mildaður og afplánaði hún einungis tólf ár í fangelsi. Eftir það á hún að hafa stofnað til fjölskyldu, eignast fimm börn og lifað hefðbundnu fjölskyldulífi. Huppert var verðlaunuð á Cannes 1978 fyrir leik sinn á morðkvendinu. Íslenskir morðáhugamenn hefðu sennilega gaman af myndinni sem veltir upp ýmsum möguleikum í máli Violette en tekur enga afstöðu. Var hún siðblind ofdekruð frekja eða fórnarlamb misnotkunar? Hin raunverulega Violette Noziere í dómsalnum árið 1933 þar sem hún var dæmd til dauða.Getty Útsjónarsöm húsmóðir á vargöld Une Affaire de Femmes (eða Kvennamál) gerist í Frakklandi í seinna stríði. Marie (Huppert) þarf að sjá fyrir tveimur börnum ein af því maðurinn hennar er stríðsfangi Þjóðverja. Hún aflar sér tekna með því að framkvæma ólöglegar fóstureyðingar á konum bæjarins og lyftir fjölskyldunni þannig úr fátækt. Marie framkvæmir ólöglegar fóstureyðingar á konum bæjarins og leigir herbergi til vændiskvenna.Skjáskot Þegar eiginmaðurinn snýr skyndilega aftur flækjast málin. Hann má ekki vita af nýju „vinnunni“ og Marie vill heldur ekkert með hann hafa. Þar með hefst kalt stríð þeirra á milli. Eftir því sem líður á verður Marie stöðugt kuldalegri við karlinn og um leið efnaðri af fóstureyðingunum. Það er best að gefa ekki meira upp. Rétt eins og í tilfelli Violette byggir Chabrol myndina á máli raunverulegrar konu. Í þetta sinn Marie-Louise Giraud sem varð uppvís að því að framkvæma 27 ólöglegar fóstureyðingar í seinni heimsstyrjöldinni. Snilldin við karakter Huppert er að hún er í senn göfug og gráðug. Hún leggur líf sitt að veði til að hjálpa örvæntingarfullum konum en dyggðug þjónustan fer fljótt að snúast um peninga. Hún er sjarmerandi og heillandi en líka köld og andstyggileg. Marie hjálpar konunum í bænum en græðir líka á örvæntingu þeirra.Youtube Það jafnast ekkert á við góða vinkonu Sophie (leikin af Sandrine Bonnaire) er ráðin sem húshjálp til efnaðrar fjölskyldu í sveitaþorpi í La Ceremonie (1995). Hún sinnir vinnunni vel en er dálítið sérstök, forðast ákveðin heimilistæki og lendir upp á kant við fjölskyldumeðlimi. Sophie kynnist pósthússtarfsmanninum Jeanne (Huppert) í þorpinu en vinskapurinn reynist hafa bæði slæm áhrif á Sophie og fjölskylduna sem hún vinnur fyrir. Þriðja Chabrol-myndin á listanum (af sjö sem hann gerði með Huppert). Sophie og Jeanne kynnast og verða góðar vinkonur. Youtube Huppert leikur Jeanne sem galsafulla og sjálfsörugga, hún er ofvirk, kjaftfor og fíflast mikið. En hún á sér verulega dökka hlið sem kemur fljótt í ljós. Hér fyrir neðan má sjá samskipti Jeanne og fjölskylduföðurins á pósthúsinu. Afleiðingar kynferðislegrar bælingar Þekktasta hlutverk Huppert (allavega þar til hún lék í Elle) og fyrsta samstarf hennar af fjórum með austurríska leikstjóranum Michael Haneke. Huppert leikur stranga og kaldlynda píanókennarann Eriku sem býr við ógnarstjórn móður sinnar. Erika fangar athygli nemanda síns, ungs píanósnillings, en það sem hann veit ekki er að Erika er svo kynferðislega bæld hún hefur þróað með sér afbrigðilegar kynlífslanganir, sjálfsmeiðingar og masókisma. Píanókennarinn er mynd sem reynir verulega á mörk áhorfenda.Skjáskot Við tekur haltu mér, slepptu mér-samband þar sem Haneke og Huppert reyna eins og þau geta að ganga fram af áhorfendum með óþægilegum og ógeðslegum senum. Huppert sýnir tour-de-force-frammistöðu og hefur aldrei verið jafn ógnvekjandi, köld og andstyggileg. Mynd sem er alls ekki fyrir viðkvæma og fólk getur séð 6. og 8. október á RIFF. Eftir fyrri sýningu myndarinnar mun Huppert svara spurningum forvitinna í ítarlegu spjalli. Nauðgunarfantasía eða feminísk ádeila? Þrátt fyrir að The Piano Teacher hafi hneykslað marga er Elle sennilega umdeildasta mynd Huppert. Sálfræðilegur tryllir úr smiðju Paul Verhoeven (sem gerði garðinn frægan með Robocop, Total Recall ogBasic Instinct). Michele, forstjóra tölvuleikjafyrirtækis, er nauðgað á heimili sínu af grímuklæddum manni. Hún tilkynnir nauðgunina hins vegar ekki til lögreglunnar heldur bregst við á nokkuð óhefðbundinn máta. Sýning Elle á Rúv árið 2020 vakti hörð viðbrögð nokkurra kvenna sem sendu opið bréf til útvarps- og dagskrárstjórnar og mótmæltu því að hún hafi verið sett á dagskrá. Í íslenskum fjölmiðlum var talað um að myndin normalíseraði ofbeldi gegn konum og gerði lítið úr þolendum kynferðisofbeldis. En það voru ekki allir óánægðir með hana og hefur henni einnig verið lýst sem valdeflandi og feminískri ádeilu á feðraveldið. Myndin fékk sérstaklega mikið lof vegna leiks Huppert sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna og vann til Golden Globe og César-verðlauna fyrir leik sinn. Óþægilegur ungverskur eltihrellir Frances finnur græna tösku sem einhver hefur skilið eftir í neðanjarðarlestinni. Eigandinn reynist vera Greta (Huppert) og með þeim tveimur þróast góður vinskapur. Fljótlega kemur í ljós að Greta er ekki öll þar sem hún er séð. Myndin er afturhvarf til sálfræðitrylla tíunda áratugarins nema í B-mynda stíl með klisjukenndu handriti og kjánalegum leik. Huppert fær að ofleika frábærlega og bjöguð enska hennar passar vel með. Huppert hefur gjarnan leikið beyglaðar konur, oft andlega veikar andhetjur, en hér fær hún að leika alvöru síkópata-illmenni. Og gerir það með glæsibrag. Skiljanlega hefur fullt af góðum myndum, sérstaklega grínmyndum, Huppert verið sleppt enda ómögulegt að koma þeim öllum fyrir. Hér vantar líka hinar tvær myndir Huppert sem verða sýndar á RIFF. Annars vegar Mrs. Hyde, sem byggir að hluta á Dr. Jekyll og Mr. Hyde og er sýnd 8. október og hins vegar Sidonie in Japan sem fjallar um ástarsamband fransks rithöfundar við japanskan útgefanda og er sýnd 6. og 7. október.
Bíó og sjónvarp RIFF Frakkland Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira