Erla Rún leiðir Rannsóknasetur skapandi greina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2023 10:42 Erla Rún Guðmundsdóttir lærði bæði í Kaupmannahöfn og Mílanó. Erla Rún Guðmundsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Rannsóknaseturs skapandi greina (RSG). Setrið var sett á stofn í vor en meginmarkmið þess er efla rannsóknir á atvinnulífi menningar og skapandi greina hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum á Bifröst. Erla Rún er með meistarapróf í stjórnun og fjármálum menningar og skapandi greina frá Bocconi háskólanum í Mílanó og Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hún hefur undanfarin fjögur ár starfað sem sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands og haft þar veg og vanda að þróun menningarvísa og annarrar menningartölfræði. Starf Erlu Rúnar felst í að móta rannsóknastefnu setursins með stjórn þess, sinna miðlun og samskiptum, kortleggja styrkumhverfi fyrir rannsóknir á þessu sviði, og koma á laggirnar ráðgjafahóp RSG. „Það eru spennandi verkefni framundan. Með vaxandi meðvitund um mikilvægi og hlutverk skapandi greina eykst þörfin fyrir rannsóknir á þessu sviði. Ég hlakka til samvinnu við fjölbreyttan hóp rannsakenda og fulltrúa skapandi greina,“ segir Erla Rún. Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður stjórnar RSG fagnar ráðningunni og segir Erlu Rún rétta manneskju á réttum stað. „Erla Rún kemur eins og kölluð í þetta starf og mun leiða með okkur þróun á bæði akademískum og sérhæfðum þjónusturannsóknum. Hún hefur stýrt uppbyggingu á menningarvísum á Hagstofu Íslands og mun nú leiða það uppbyggingarstarf sem felst í að auka rannsóknavirkni á sviði menningar og skapandi greina á Íslandi. Starf hennar á Hagstofu Íslands undanfarin ár er ein af forsendum fyrir rannsóknum, samanburði og skilgreiningum á þessum vaxandi og kvika atvinnuvegi.“ Stofnaðilar setursins eru Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum og Háskóli Íslands. Háskólinn á Bifröst heldur utan um starfsemi setursins sem er fjármagnað með framlagi frá menningar- og viðskiptaráðuneyti og háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðuneyti. Rannsóknarstefna setursins verður byggð á skýrslunni Sköpunarkrafturinn - orkugjafi 21. aldar sem út kom í maí síðastliðinn. Háskólar Vistaskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Erla Rún er með meistarapróf í stjórnun og fjármálum menningar og skapandi greina frá Bocconi háskólanum í Mílanó og Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hún hefur undanfarin fjögur ár starfað sem sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands og haft þar veg og vanda að þróun menningarvísa og annarrar menningartölfræði. Starf Erlu Rúnar felst í að móta rannsóknastefnu setursins með stjórn þess, sinna miðlun og samskiptum, kortleggja styrkumhverfi fyrir rannsóknir á þessu sviði, og koma á laggirnar ráðgjafahóp RSG. „Það eru spennandi verkefni framundan. Með vaxandi meðvitund um mikilvægi og hlutverk skapandi greina eykst þörfin fyrir rannsóknir á þessu sviði. Ég hlakka til samvinnu við fjölbreyttan hóp rannsakenda og fulltrúa skapandi greina,“ segir Erla Rún. Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður stjórnar RSG fagnar ráðningunni og segir Erlu Rún rétta manneskju á réttum stað. „Erla Rún kemur eins og kölluð í þetta starf og mun leiða með okkur þróun á bæði akademískum og sérhæfðum þjónusturannsóknum. Hún hefur stýrt uppbyggingu á menningarvísum á Hagstofu Íslands og mun nú leiða það uppbyggingarstarf sem felst í að auka rannsóknavirkni á sviði menningar og skapandi greina á Íslandi. Starf hennar á Hagstofu Íslands undanfarin ár er ein af forsendum fyrir rannsóknum, samanburði og skilgreiningum á þessum vaxandi og kvika atvinnuvegi.“ Stofnaðilar setursins eru Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum og Háskóli Íslands. Háskólinn á Bifröst heldur utan um starfsemi setursins sem er fjármagnað með framlagi frá menningar- og viðskiptaráðuneyti og háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðuneyti. Rannsóknarstefna setursins verður byggð á skýrslunni Sköpunarkrafturinn - orkugjafi 21. aldar sem út kom í maí síðastliðinn.
Háskólar Vistaskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira