Clarkson, sem sigraði fyrstu American Idol keppnina árið 2002, var þá á leið í hljóðprufur fyrir tónleika í borginni. Listakonan rétti Clarkson hljóðnemann en Clarkson segir að konan hafi ekki haft hugmynd um hver hún væri.
„Síðan fattaði hún það,“ skrifaði Clarkson við myndband af atvikinu sem hún birti á samfélagsmiðlum. Clarkson segir konuna vera heljarinnar söngvara og veita heimsins bestu faðmlög.
Myndbandið sýnir Clarkson taka lagið What‘s Love Got to Do With It eftir Tinu Turner. Það sýnir einnig augnablikið þegar konan áttaði sig á því hver Clarkson væri.
I was on my way to soundcheck for @iHeartRadio tonight in Vegas and was tipping this incredible woman killing some Tina Turner and then she asked me to sing and had no clue who I was, and then it hit her, and it made my day! She gives the best hugs and sings her tail off! See ya pic.twitter.com/QU1nNVLp2w
— Kelly Clarkson (@kellyclarkson) September 23, 2023