„Síðasti guðfaðir“ sikileysku mafíunnar látinn eftir langvarandi veikindi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2023 07:12 Lögregluyfirvöld höfðu leitað Matteo Messina Denaro í 30 ár þegar hann var handtekinn í janúar síðastliðnum. Getty/Carabinieri Matteo Messina Denaro, „síðasti guðfaðir“ sikileysku mafíunnar, er látinn eftir langvarandi veikindi. Frá þessu er greint í ítölskum miðlum. Denaro er sagður hafa borið ábyrgð á nokkrum af ógeðfelldustu glæpum Cosa Nostra. Pierluigi Biondi, borgarstjóri L'Aquila, staðfesti að Denaro hefði látist á sjúkrahúsi eftir að veikindi hans hefðu versnað. Hann sagði að andlát hans markaði endalok „sögu ofbeldis og blóðbaðs“. Mafíósinn hefði aldrei iðrast og glæpaferill hans hefði verið sársaukafullur kafli í sögu þjóðarinnar. Denaro hafði verið á flótta undan lögregluyfirvöldum frá 1993 þegar hann var handtekinn á einkastofu í Palermo í janúar síðastliðnum, þar sem hann hafði gengist undir krabbameinsmeðferð sem Andrea Bonafede. Honum var haldið í öryggisfangelsi í L'Aquila en lagður inn á San Salvatore-sjúkrahúsið í ágúst eftir að heilsu hans hrakaði. Hann er sagður hafa verið í dái yfir helgina. Denaro fæddist á Sikiley árið 1962 og er sagður hafa blómstrað í „fjölskyldubransanum“. Ólögmæt umsvif hans náðu meðal annars til sorplosunar og vindorkuframleiðslu og er veldi Denaro sagt hafa verið metið á milljarða evra. Árið 2002 var hann fundinn sekur um að hafa persónulega myrt og/eða fyrirskipað morð á tugum einstaklinga. „Ég fyllti kirkjugarð, einn og óstuddur,“ á mafíósinn að hafa sagt. Denaro var meðal annars þekktur fyrir að nást ekki á mynd og fjöldi manna sem taldir voru vera Denaro var handtekinn við leit að honum. Hann er sagður hafa birst og horfið aftur víða um heim á árunum sem hann fór huldu höfði og hafa verið í sambandi við samverkamenn sína með því að senda skilaboð á litlum bréfmiðum. „Ykkur tókst aðeins að handtaka mig vegna veikinda minna,“ sagði Denaro eftir að hann náðist. Hann er sagður taka mörg leyndarmál í gröfina, meðal annars um kringumstæður fjölda morða. Þar hafa meðal annars verið nefndar sprengjuárásirnar þar sem saksóknararnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino létu lífið. Ítalía Erlend sakamál Andlát Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Sjá meira
Pierluigi Biondi, borgarstjóri L'Aquila, staðfesti að Denaro hefði látist á sjúkrahúsi eftir að veikindi hans hefðu versnað. Hann sagði að andlát hans markaði endalok „sögu ofbeldis og blóðbaðs“. Mafíósinn hefði aldrei iðrast og glæpaferill hans hefði verið sársaukafullur kafli í sögu þjóðarinnar. Denaro hafði verið á flótta undan lögregluyfirvöldum frá 1993 þegar hann var handtekinn á einkastofu í Palermo í janúar síðastliðnum, þar sem hann hafði gengist undir krabbameinsmeðferð sem Andrea Bonafede. Honum var haldið í öryggisfangelsi í L'Aquila en lagður inn á San Salvatore-sjúkrahúsið í ágúst eftir að heilsu hans hrakaði. Hann er sagður hafa verið í dái yfir helgina. Denaro fæddist á Sikiley árið 1962 og er sagður hafa blómstrað í „fjölskyldubransanum“. Ólögmæt umsvif hans náðu meðal annars til sorplosunar og vindorkuframleiðslu og er veldi Denaro sagt hafa verið metið á milljarða evra. Árið 2002 var hann fundinn sekur um að hafa persónulega myrt og/eða fyrirskipað morð á tugum einstaklinga. „Ég fyllti kirkjugarð, einn og óstuddur,“ á mafíósinn að hafa sagt. Denaro var meðal annars þekktur fyrir að nást ekki á mynd og fjöldi manna sem taldir voru vera Denaro var handtekinn við leit að honum. Hann er sagður hafa birst og horfið aftur víða um heim á árunum sem hann fór huldu höfði og hafa verið í sambandi við samverkamenn sína með því að senda skilaboð á litlum bréfmiðum. „Ykkur tókst aðeins að handtaka mig vegna veikinda minna,“ sagði Denaro eftir að hann náðist. Hann er sagður taka mörg leyndarmál í gröfina, meðal annars um kringumstæður fjölda morða. Þar hafa meðal annars verið nefndar sprengjuárásirnar þar sem saksóknararnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino létu lífið.
Ítalía Erlend sakamál Andlát Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Sjá meira