Nær því að leysa gamla ráðgátu um sólina Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2023 16:52 Solar Orbitar, Parker Solar Proge og sólin. ESA Vísindamenn eru að nálgast svör við gamalli ráðgátu um sólina. Það hefur lengi vakið furðu að kóróna sólarinnar er heitari en yfirborð hennar. Nýjar mælingar sem gerðar vorum með gervitunglunum Solar Orbiter, frá Geimvísindastofnun Evrópu (ESA), og Parkar Solar Probe, frá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA), munu líklega reynast stjarneðlisfræðingum mikilvægar við að leysa ráðgátuna. Eins og fram kemur á Störnufræðivefnum er sólin umkringd hjúpi sem kallast kóróna. Þaðan kemur sólvindurinn sem veldur norðurljósum en kórónan er um 150 sinnum heitari en yfirborð sólarinnar. Kórónan er um milljón gráður á Celsíus en yfirborðið tæplega sex þúsund gráður.- Erfitt hefur verið að rannsaka þennan mun af einhverju viti, þar til nú. Á Stjörnufræðivefnum, og vef ESA, segir að þann 1. júní í fyrra hafi afstaða gervitunglanna tveggja gert mögulegt að gera mælingar á kórónunni á sama tíma en úr mismunandi vegalengdum. Ítalskur stjarneðlisfræðingur sem heitir Daniele Telloni uppgötvaði þetta og notaði tækifærið. Hér að neðan má sjá myndband frá ESA sem sýna á hvernig rannsóknin var framkvæmd. Niðurstöðurnar úr þessari rannsókn gefa til kynna að getgátur vísindamanna í gegnum árin hafi líklega reynst réttar. Það sé ókyrrð í sólinni og kórónunni sem valdi þessum hitamun. Þessari ókyrrð er lýst á þann veg að hún sé ekki ósvipuð því þegar hrært er í heitu kaffi með skeið. Eins og segir á Stjörnufræðivefnum: „Þegar hrært er í bollanum hreyfist vökvinn handahófskennt. Orkan flyst til yfir á sífellt minni skala og nær hámarki í umbreytingu yfir í hita. Í tilviki sólkórónunnar er vökvinn líka segulmagnaður svo segulorkan umbreytist líka í hita.Tilfærsla segulorku og hreyfiorku í hita er kjarninn í ókyrrðinni. Á smáum skala víxlverka ókyrrðin við stakar agnir, aðallega róteindir, svo þær hitna.“ Frekari rannsóknar er þörf til að svara ráðgátunni fyrir fullt og allt. Vísindi Geimurinn Sólin Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Nýjar mælingar sem gerðar vorum með gervitunglunum Solar Orbiter, frá Geimvísindastofnun Evrópu (ESA), og Parkar Solar Probe, frá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA), munu líklega reynast stjarneðlisfræðingum mikilvægar við að leysa ráðgátuna. Eins og fram kemur á Störnufræðivefnum er sólin umkringd hjúpi sem kallast kóróna. Þaðan kemur sólvindurinn sem veldur norðurljósum en kórónan er um 150 sinnum heitari en yfirborð sólarinnar. Kórónan er um milljón gráður á Celsíus en yfirborðið tæplega sex þúsund gráður.- Erfitt hefur verið að rannsaka þennan mun af einhverju viti, þar til nú. Á Stjörnufræðivefnum, og vef ESA, segir að þann 1. júní í fyrra hafi afstaða gervitunglanna tveggja gert mögulegt að gera mælingar á kórónunni á sama tíma en úr mismunandi vegalengdum. Ítalskur stjarneðlisfræðingur sem heitir Daniele Telloni uppgötvaði þetta og notaði tækifærið. Hér að neðan má sjá myndband frá ESA sem sýna á hvernig rannsóknin var framkvæmd. Niðurstöðurnar úr þessari rannsókn gefa til kynna að getgátur vísindamanna í gegnum árin hafi líklega reynst réttar. Það sé ókyrrð í sólinni og kórónunni sem valdi þessum hitamun. Þessari ókyrrð er lýst á þann veg að hún sé ekki ósvipuð því þegar hrært er í heitu kaffi með skeið. Eins og segir á Stjörnufræðivefnum: „Þegar hrært er í bollanum hreyfist vökvinn handahófskennt. Orkan flyst til yfir á sífellt minni skala og nær hámarki í umbreytingu yfir í hita. Í tilviki sólkórónunnar er vökvinn líka segulmagnaður svo segulorkan umbreytist líka í hita.Tilfærsla segulorku og hreyfiorku í hita er kjarninn í ókyrrðinni. Á smáum skala víxlverka ókyrrðin við stakar agnir, aðallega róteindir, svo þær hitna.“ Frekari rannsóknar er þörf til að svara ráðgátunni fyrir fullt og allt.
Vísindi Geimurinn Sólin Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira