Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga sjíka Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2023 09:08 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði á mánudaginn að rannsókn leyniþjónustunnar hafi bent til að útsendarar ríkisstjórnar Indlands hafi átt þátt í drápinu á Hardeep Singh Nijjar í júní síðastliðnum. AP Kanadísk stjórnvöld hafa ákveðið að fækka í liði erindreka sinna á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síkha í Kanada í júní síðastliðnum. Áður höfðu indversk stjórnvöld tilkynnt að ákveðið hafi verið að stöðva útgáfu vegabréfsáritana til kanadískra ríkisborgara. Deiluna má rekja til þess að kanadísk yfirvöld sögðust fyrr í vikunni rannsaka „trúverðugar ásakanir“ um að indversk stjórnvöld hafi átt þátt í dauða sjíkaleiðtogans Hardeep Singh Nijjar. Hann var kanadískur ríkisborgari og leiðtogi sjíka í Bresku-Kólumbíu í Kanada. BBC greinir frá því að indversk stjórnvöld hafi hafnað ásökunum Kanadamanna um að hafa borið ábyrgð á drápinu á Singh Nijjar og sagt þær vera „fráleitar“. Indversk stjórnvöld sendu fyrr í vikunni út boð þar sem indverskir ríkisborgarar í Kanada eru hvattir til að fara öllu með gát vegna hatursglæpa og annarra glæpa sem beinast gegn Indverjum og rekja mætti til embættisfærslna kanadískra stjórnmálamanna. Er fullyrt að indverskir diplómatar í Kanada hafi sætt hótunum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði á mánudaginn að rannsókn kanadísku leyniþjónustunnar hafi bent til að útsendarar ríkisstjórnar Indlands hafi átt þátt í drápinu á Hardeep Singh Nijjar. Hann var ráðinn af dögum af tveimur grímuklæddum mönnum fyrir utan síkhahof í Bresku-Kólumbíu þann 18. júní síðastliðinn. Indversk stjórnvöld höfðu sett Singh Nijjar á lista yfir hryðjuverkamenn árið 2020. Indversk stjórnvöld hafa oft gripið til aðgerða gegn aðskilnaðarsinnum Síkha sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab-héraði. Fjölmennasta hóp sjíka utan Punjab er að finna í Kanada. Kanada Indland Tengdar fréttir Kanadamenn gruna indversk stjórnvöld um græsku Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir trúverðugar heimildir benda til tengsla milli stjórnvalda í Indlandi og morðs á kanadískum ríkisborgara. Indverskum diplómata í Kanada hefur verið vísað frá landi vegna málsins. 18. september 2023 23:18 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Deiluna má rekja til þess að kanadísk yfirvöld sögðust fyrr í vikunni rannsaka „trúverðugar ásakanir“ um að indversk stjórnvöld hafi átt þátt í dauða sjíkaleiðtogans Hardeep Singh Nijjar. Hann var kanadískur ríkisborgari og leiðtogi sjíka í Bresku-Kólumbíu í Kanada. BBC greinir frá því að indversk stjórnvöld hafi hafnað ásökunum Kanadamanna um að hafa borið ábyrgð á drápinu á Singh Nijjar og sagt þær vera „fráleitar“. Indversk stjórnvöld sendu fyrr í vikunni út boð þar sem indverskir ríkisborgarar í Kanada eru hvattir til að fara öllu með gát vegna hatursglæpa og annarra glæpa sem beinast gegn Indverjum og rekja mætti til embættisfærslna kanadískra stjórnmálamanna. Er fullyrt að indverskir diplómatar í Kanada hafi sætt hótunum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði á mánudaginn að rannsókn kanadísku leyniþjónustunnar hafi bent til að útsendarar ríkisstjórnar Indlands hafi átt þátt í drápinu á Hardeep Singh Nijjar. Hann var ráðinn af dögum af tveimur grímuklæddum mönnum fyrir utan síkhahof í Bresku-Kólumbíu þann 18. júní síðastliðinn. Indversk stjórnvöld höfðu sett Singh Nijjar á lista yfir hryðjuverkamenn árið 2020. Indversk stjórnvöld hafa oft gripið til aðgerða gegn aðskilnaðarsinnum Síkha sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki í Punjab-héraði. Fjölmennasta hóp sjíka utan Punjab er að finna í Kanada.
Kanada Indland Tengdar fréttir Kanadamenn gruna indversk stjórnvöld um græsku Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir trúverðugar heimildir benda til tengsla milli stjórnvalda í Indlandi og morðs á kanadískum ríkisborgara. Indverskum diplómata í Kanada hefur verið vísað frá landi vegna málsins. 18. september 2023 23:18 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Kanadamenn gruna indversk stjórnvöld um græsku Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir trúverðugar heimildir benda til tengsla milli stjórnvalda í Indlandi og morðs á kanadískum ríkisborgara. Indverskum diplómata í Kanada hefur verið vísað frá landi vegna málsins. 18. september 2023 23:18