Átta ára börn velti fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2023 15:55 Þóra Geirlaug og Hilja eru kynfræðslukennarar og samdi Hilja kennsluleiðbeiningar með kennslubókinni umdeildu. Guðrún Ágústa er aftur á móti gagnrýnin á bókina og segir hana of grófa fyrir svo ung börn. Vísir/Einar Kynfræðslukennarar í grunnskóla segja að strax í þriðja bekk séu börn búin að sjá hluti á samfélagsmiðlum og á netinu sem þarfnist útskýringa. Það sé gert með fræðslu. Umdeild kynfræðslubók fyrir 7-10 ára börn var til umræðu í Pallborðinu á Vísi. „Það eru nokkur dæmi um fólk sem ræðst inn í grunnskóla, hótar kennurum og sakar þá um barnaníð. Það er mjög alvarlegt og slæmt að fólk sem er að sinna vinnu sinni sitji undir svona hótunum,“ sagði Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir kynfræðslukennari um umræðuna sem hefur verið í samfélaginu síðustu daga um bókina umdeildu. Ítrekaði hún að um fleiri en eitt atvik væri um að ræða og benti á að nemendur hennar væru „sjokkeraðir“ á umræðunni enda hafi ungt fólk síðustu misseri kallað eftir aukinni kynfræðslu og að fá hana fyrr á skólagöngunni. Nemendur skilji ekkert í uppþoti foreldra. Mega börnin ekki prófa sig áfram sjálf? Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðingur er ein þeirra sem finnst sum af þeim efnistökum sem koma fram í bókinni ekki hæfa svo ungum börnum en bókin er kennd í 1. – 4. bekk. Sérstaklega ekki kaflar um sjálfssnertingu eða sjálfsfróun og endaþarm. Sagðist hún hafa fengið skilaboð frá foreldrum sem þakki henni fyrir að tjá sig um efni bókarinnar þar sem þeir þori það ekki sjálfir. „Ég las í gegnum bókina og var brugðið. Ég hugsaði hvernig þetta hafi getað farið í gegnum allt kerfið hjá Menntamálastofnun, af hverju mótmælti enginn? Mætti enginn til vinnu þennan dag? Af hverju þarf að ræða kynlíf sérstaklega? Kemur þetta ekki bara „organic“? Mega börnin ekki prófa sig áfram sjálf? Einhvern veginn fundum við öll út úr þessu,“ sagði hún þegar hún gagnrýndi grófleika bókarinnar. Hilja Guðmundsdóttir er höfundur kennsluleiðbeininga með bókinni og útskýrði að þessi bók væri ekki eingöngu um líffræði heldur væri verið að fjalla um hugtakið kynlíf, líf kynjanna, samlíf og samskipti en ekki verið að kenna börnum samfarir. „Kynfræðsla snýr að sjálfinu og samskiptum. Kennari er með pdf-formið af bókinni og stýrir síðan hvað nemendur skoða. Sjö ára barn fær ekki bara bókina í hendurnar.“ Hilja bætir við að kennarar hafi menntun og fagmennskuna til að velja námsefni við hæfi. „Við dembum okkur ekki í umræðu um sjálfsfróun við börn einn, tveir og bingó. Það er rætt um rými, mörk og einkastaði áður en kemur að sjálfsfróun. Finnst ekki hlutverk skólans að kenna börnum kynlíf Þóra tekur undir orð Hilju og bætir við að eftir að hafa starfað með börnum í þrettán ár þá sé rík þörf fyrir þessa bók, bæði vegna klámvæðingar en einnig þar sem samfélagið hafi breyst mikið. „Það er hávær umræða um kynferðisofbeldi og annað sem áður var ekki talað um. Þessi bók hjálpar okkur að ræða við ung börn um mörk og virðingu.“ Kaflinn um sjálfsfróun hefur farið sérstaklega fyrir brjóstið á einhverjum foreldrum í bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt Guðrún Ágústa spyr af hverju það sé hlutverk menntastofnana að ræða kynlíf. Hvort það sé ekki betra að skólinn einbeiti sér að forvörnum í aukinni klámvæðingu og aðgangi barna að netinu. „Fá tölvunarfræðinga til að kenna foreldrum að loka fyrir klámsíður. Er ekki meira vit í að fyrirbyggja en að opna allar dyr?“ spyr Guðrún. Nafnlausar spurningar um klám Hilja og Þóra sem báðar hafa mikla reynslu af kynfræðslu benda á að ýmsar spurningar vakni hjá börnum og ekki öll börn geti leitað til foreldra sinna. „Börn eru að meðaltali ellefu ára þegar þau sjá klám í fyrsta skipti,“ segir Þóra. „Frá upphafi skólagöngu er mikilvægt að þau viti hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Kynslóðir á undan hafa káfað sig áfram í myrkrinu og hafa óþarflega margir beðið skaða af. Vonandi með þessari fræðslu byggjum við gegn því. Við sjáum það líka á nafnlausu spurningunum sem koma frá börnunum í lok kynfræðslutíma að þau eru að velta fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi.“ Hilja bætir við að akurinn sé ekki óplægður lengur, ákveðnar hugmyndir séu komnar í huga barnanna sem fullorðna fólkið átti sig ekki á. „Sú kynfræðsla sem kennd er í skólunum er ekki sú kynfræðsla sem fólk heldur.“ Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Pallborðið Klám Kynlíf Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
„Það eru nokkur dæmi um fólk sem ræðst inn í grunnskóla, hótar kennurum og sakar þá um barnaníð. Það er mjög alvarlegt og slæmt að fólk sem er að sinna vinnu sinni sitji undir svona hótunum,“ sagði Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir kynfræðslukennari um umræðuna sem hefur verið í samfélaginu síðustu daga um bókina umdeildu. Ítrekaði hún að um fleiri en eitt atvik væri um að ræða og benti á að nemendur hennar væru „sjokkeraðir“ á umræðunni enda hafi ungt fólk síðustu misseri kallað eftir aukinni kynfræðslu og að fá hana fyrr á skólagöngunni. Nemendur skilji ekkert í uppþoti foreldra. Mega börnin ekki prófa sig áfram sjálf? Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðingur er ein þeirra sem finnst sum af þeim efnistökum sem koma fram í bókinni ekki hæfa svo ungum börnum en bókin er kennd í 1. – 4. bekk. Sérstaklega ekki kaflar um sjálfssnertingu eða sjálfsfróun og endaþarm. Sagðist hún hafa fengið skilaboð frá foreldrum sem þakki henni fyrir að tjá sig um efni bókarinnar þar sem þeir þori það ekki sjálfir. „Ég las í gegnum bókina og var brugðið. Ég hugsaði hvernig þetta hafi getað farið í gegnum allt kerfið hjá Menntamálastofnun, af hverju mótmælti enginn? Mætti enginn til vinnu þennan dag? Af hverju þarf að ræða kynlíf sérstaklega? Kemur þetta ekki bara „organic“? Mega börnin ekki prófa sig áfram sjálf? Einhvern veginn fundum við öll út úr þessu,“ sagði hún þegar hún gagnrýndi grófleika bókarinnar. Hilja Guðmundsdóttir er höfundur kennsluleiðbeininga með bókinni og útskýrði að þessi bók væri ekki eingöngu um líffræði heldur væri verið að fjalla um hugtakið kynlíf, líf kynjanna, samlíf og samskipti en ekki verið að kenna börnum samfarir. „Kynfræðsla snýr að sjálfinu og samskiptum. Kennari er með pdf-formið af bókinni og stýrir síðan hvað nemendur skoða. Sjö ára barn fær ekki bara bókina í hendurnar.“ Hilja bætir við að kennarar hafi menntun og fagmennskuna til að velja námsefni við hæfi. „Við dembum okkur ekki í umræðu um sjálfsfróun við börn einn, tveir og bingó. Það er rætt um rými, mörk og einkastaði áður en kemur að sjálfsfróun. Finnst ekki hlutverk skólans að kenna börnum kynlíf Þóra tekur undir orð Hilju og bætir við að eftir að hafa starfað með börnum í þrettán ár þá sé rík þörf fyrir þessa bók, bæði vegna klámvæðingar en einnig þar sem samfélagið hafi breyst mikið. „Það er hávær umræða um kynferðisofbeldi og annað sem áður var ekki talað um. Þessi bók hjálpar okkur að ræða við ung börn um mörk og virðingu.“ Kaflinn um sjálfsfróun hefur farið sérstaklega fyrir brjóstið á einhverjum foreldrum í bókinni Kyn, kynlíf og allt hitt Guðrún Ágústa spyr af hverju það sé hlutverk menntastofnana að ræða kynlíf. Hvort það sé ekki betra að skólinn einbeiti sér að forvörnum í aukinni klámvæðingu og aðgangi barna að netinu. „Fá tölvunarfræðinga til að kenna foreldrum að loka fyrir klámsíður. Er ekki meira vit í að fyrirbyggja en að opna allar dyr?“ spyr Guðrún. Nafnlausar spurningar um klám Hilja og Þóra sem báðar hafa mikla reynslu af kynfræðslu benda á að ýmsar spurningar vakni hjá börnum og ekki öll börn geti leitað til foreldra sinna. „Börn eru að meðaltali ellefu ára þegar þau sjá klám í fyrsta skipti,“ segir Þóra. „Frá upphafi skólagöngu er mikilvægt að þau viti hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Kynslóðir á undan hafa káfað sig áfram í myrkrinu og hafa óþarflega margir beðið skaða af. Vonandi með þessari fræðslu byggjum við gegn því. Við sjáum það líka á nafnlausu spurningunum sem koma frá börnunum í lok kynfræðslutíma að þau eru að velta fyrir sér hugtökum úr ofbeldisfullu klámi.“ Hilja bætir við að akurinn sé ekki óplægður lengur, ákveðnar hugmyndir séu komnar í huga barnanna sem fullorðna fólkið átti sig ekki á. „Sú kynfræðsla sem kennd er í skólunum er ekki sú kynfræðsla sem fólk heldur.“
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Pallborðið Klám Kynlíf Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira