Stefán Árni tekur við Subway Körfuboltakvöldi og fjórir nýir sérfræðingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2023 12:00 Stefán Árni Pálsson tekur við stjórnartaumunum í Subway Körfuboltakvöldi. vísir/hulda margrét Stefán Árni Pálsson stýrir Subway Körfuboltakvöldi á næsta tímabili. Fjórir nýliðar eru í sérfræðingateymi þáttarins. Eftir átta ár við stjórnvölinn í Subway Körfuboltakvöldi lét Kjartan Atli Kjartansson gott heita eftir síðasta tímabil. Hann segir þó ekki skilið við Subway deildina enda þjálfari nýliða Álftaness. Stefán Árni fær það verðuga verkefni að taka við Subway Körfuboltakvöldi af Kjartani Atla. Stefán Árni hefur starfað lengi hjá Stöð 2 Sport og stýrði meðal annars Seinni bylgjunni um tveggja ára skeið. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir vetrinum. Ég er aðdáandi þáttarins og hef held ég aldrei misst af einu einasta föstudagskvöldi,“ segir Stefán Árni og heldur áfram. „Þetta er vissulega mjög krefjandi verkefni fyrir mig. Maður er spenntur, en líka stressaður. Ég er að taka við af manni sem gerði magnaða hluti fyrir íslenskan körfubolta og það verður mjög erfitt að feta í hans spor. En ég verð bara að standa mig og gera þetta almennilega. Við erum aðeins að breyta þættinum og byggja hann upp með öðrum hætti. Teymið sem verður síðan í kringum mig er ótrúlega gott og erfitt að finna menn sem hafa meiri ástríðu fyrir þessari geggjuðu íþrótt. Ég get lofað fólki einu, það verður gaman hjá okkur.“ Í vetur verða fimm leikir á sama tíma á fimmtudögum og skipt verður á milli þeirra í Tilþrifunum sem Hörður Unnsteinsson stýrir. Leikirnir fimm verða svo gerðir upp í Tilþrifunum. Á föstudögum verður svo einn leikur sýndur í beinni. Sérfræðingur hitar upp fyrir hann, kemur inn með helstu atriði í hálfleik og gerir hann svo upp í leikslok. Síðan verður umferðin í heild sinni gerð upp í Subway Körfuboltakvöldi undir stjórn Stefáns Árna. Teitur Örlygsson, Sævar Sævarsson, Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson snúa aftur sem sérfræðingar. Fjórir nýir koma svo inn í teymið; Magnús Þór Gunnarsson, Helgi Már Magnússon, Ómar Örn Sævarsson og Rúnar Ingi Erlingsson. Keppni í Subway deild karla hefst 5. október næstkomandi. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Eftir átta ár við stjórnvölinn í Subway Körfuboltakvöldi lét Kjartan Atli Kjartansson gott heita eftir síðasta tímabil. Hann segir þó ekki skilið við Subway deildina enda þjálfari nýliða Álftaness. Stefán Árni fær það verðuga verkefni að taka við Subway Körfuboltakvöldi af Kjartani Atla. Stefán Árni hefur starfað lengi hjá Stöð 2 Sport og stýrði meðal annars Seinni bylgjunni um tveggja ára skeið. „Ég er ótrúlega spenntur fyrir vetrinum. Ég er aðdáandi þáttarins og hef held ég aldrei misst af einu einasta föstudagskvöldi,“ segir Stefán Árni og heldur áfram. „Þetta er vissulega mjög krefjandi verkefni fyrir mig. Maður er spenntur, en líka stressaður. Ég er að taka við af manni sem gerði magnaða hluti fyrir íslenskan körfubolta og það verður mjög erfitt að feta í hans spor. En ég verð bara að standa mig og gera þetta almennilega. Við erum aðeins að breyta þættinum og byggja hann upp með öðrum hætti. Teymið sem verður síðan í kringum mig er ótrúlega gott og erfitt að finna menn sem hafa meiri ástríðu fyrir þessari geggjuðu íþrótt. Ég get lofað fólki einu, það verður gaman hjá okkur.“ Í vetur verða fimm leikir á sama tíma á fimmtudögum og skipt verður á milli þeirra í Tilþrifunum sem Hörður Unnsteinsson stýrir. Leikirnir fimm verða svo gerðir upp í Tilþrifunum. Á föstudögum verður svo einn leikur sýndur í beinni. Sérfræðingur hitar upp fyrir hann, kemur inn með helstu atriði í hálfleik og gerir hann svo upp í leikslok. Síðan verður umferðin í heild sinni gerð upp í Subway Körfuboltakvöldi undir stjórn Stefáns Árna. Teitur Örlygsson, Sævar Sævarsson, Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson snúa aftur sem sérfræðingar. Fjórir nýir koma svo inn í teymið; Magnús Þór Gunnarsson, Helgi Már Magnússon, Ómar Örn Sævarsson og Rúnar Ingi Erlingsson. Keppni í Subway deild karla hefst 5. október næstkomandi.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira