Russell Brand kærður til lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2023 16:14 Russell Brand Í Lundúnum eftir uppistand á laugardaginn. AP/James Manning Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013. Ein þessara kvenna var sextán ára gömul þegar hún segir Brand hafa brotið á sér, samkvæmt umfjöllun Sunday Times (sem er þó eingöngu aðgengileg áskrifendum), og Channel 4. Í umfjöllun The Times lýsir ein kvennanna því að þau Brand hafi átt í kynferðislegu sambandi þegar hún var 16 ára og hann 31 árs. Hún segir hann hafa kallað sig „barnið“ og sakar hann um að hafa brotið á sér á þriggja mánaða tímabili. Önnur kona segir að Brand hafi nauðgað sér á heimili hans í Los Angeles. Hún hafi leitað sér aðstoðar sama dag vegna málsins og þá lýsa tvær konur til viðbótar í umfjölluninni kynferðisofbeldi af hálfu leikarans. Blaðið segist hafa gefið leikaranum ítrekað tækifæri til þess að tjá sig um málið. Hann hafi ekki gert það en þess í stað tjáð sig um málið á Instagram, þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Brand, sem er 48 ára gamall, segist ekki hafa verið við eina fjölina felldur í gegnum árin en hann hafi aldrei haft mök við konu án samþykkis hennar. Ekki ein af þeim sem fjallað var um Konan sem kært hefur Brand, virðist ekki vera ein af þeim sem ræddu við Times og Channel 4, þar sem brotið á að hafa átt sér stað árið 2003, þremur árum fyrir fyrsta meinta brotið sem sagt var frá um helgina. Times sagði frá því í gær að fleiri konur hefðu haft samband við miðilinn og að verið sé að skoða þau mál. Guardian hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Lundúnum að búið væri að leita til miðlanna tveggja sem hefðu fjallað um málið til að tryggja að hver sá sem telur á sér brotið viti hvernig kæra eigi það til lögreglu. Lýst sem opnu leyndarmáli Ásökunum gegn Brand hefur verið lýst sem opnu leyndarmáli í skemmtanaiðnaði Bretlands en þær hafa opnað enn og aftur á spurningar um menninguna innan þessa iðnaðar á árum áður og til dagsins í dag. Brand hefur lengi haldið uppistand, starfað í útvarpi og sjónvarpi, auk þess sem hann hefur komið fram í kvikmyndum. Hann hefur þó lítið sést í slíkum störfum á undanförnum árum og hefur Brand þess í stað birt myndbönd á Youtube, sem njóta nokkurra vinsælda. Í þessum myndböndum hefur hann verið duglegur að ræða samsæriskenningar og blása í þær lífi. Um tíma starfaði hann á Breska ríkisútvarpinu (BBC) en hann hætti þar árið 2008 eftir að hann gerði símaat í leikaranum Andrew Sachs, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Fawlty Towers. Í nokkrum símtölum hringdi Brand í Sachs og hélt því fram að hann hefði sængað hjá barnabarni hans. Brand var einnig í raunveruleikaþáttum sem heita Big Brother en framleiðendur þeirra, forsvarsmenn BBC og forsvarsmenn Channel 4 segja samkvæmt AP fréttaveitunni að verið sé að kanna hegðun hans þar. Gantaðist með að Brand væri kynferðisbrotamaður Deadline sagði frá því í dag að Brand hefði verið rekinn frá þáttunum Roas Battle árið 2018 en þá hafði annar þáttastjórnandi ítrekað gantast með það að hann væri kynferðisbrotamaður. Þetta mun hafa reitt Brand mjög mikið til reiði og rataði ekkert af þessum ummælum frá Katherine Ryan í þættina sjálfa. Heimildarmenn Deadline segja Ryan ítrekað hafa skotið á Brand með þessum hætti. Hann er sagður hafa orðið reiður og krafist þess að framleiðendur þáttanna stöðvuðu ummælin. Framleiðendurnir munu þó hafa verið órólegir vegna umræðunnar um Brand og viðkvæmni hans og ákveðið að nota tækifærið til að losa sig við hann. Ryan sagði í þætti Louis Theroux á BBC í fyrra að hún hefði nokkrum sinnum sagt við samstarfsmann sinn að hann væri kynferðisbrotamaður. Hún vildi samt ekki nefna viðkomandi, því það gæti setta hana í lagaleg vandræði. Þetta var í síðasta sinn sem Brand sást í breskum sjónvarpsþætti, fyrir utan einn þátt í The Great Celebrity Bake Off árið 2019. Bretland Kynferðisofbeldi Mál Russell Brand Hollywood Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Ein þessara kvenna var sextán ára gömul þegar hún segir Brand hafa brotið á sér, samkvæmt umfjöllun Sunday Times (sem er þó eingöngu aðgengileg áskrifendum), og Channel 4. Í umfjöllun The Times lýsir ein kvennanna því að þau Brand hafi átt í kynferðislegu sambandi þegar hún var 16 ára og hann 31 árs. Hún segir hann hafa kallað sig „barnið“ og sakar hann um að hafa brotið á sér á þriggja mánaða tímabili. Önnur kona segir að Brand hafi nauðgað sér á heimili hans í Los Angeles. Hún hafi leitað sér aðstoðar sama dag vegna málsins og þá lýsa tvær konur til viðbótar í umfjölluninni kynferðisofbeldi af hálfu leikarans. Blaðið segist hafa gefið leikaranum ítrekað tækifæri til þess að tjá sig um málið. Hann hafi ekki gert það en þess í stað tjáð sig um málið á Instagram, þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Brand, sem er 48 ára gamall, segist ekki hafa verið við eina fjölina felldur í gegnum árin en hann hafi aldrei haft mök við konu án samþykkis hennar. Ekki ein af þeim sem fjallað var um Konan sem kært hefur Brand, virðist ekki vera ein af þeim sem ræddu við Times og Channel 4, þar sem brotið á að hafa átt sér stað árið 2003, þremur árum fyrir fyrsta meinta brotið sem sagt var frá um helgina. Times sagði frá því í gær að fleiri konur hefðu haft samband við miðilinn og að verið sé að skoða þau mál. Guardian hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Lundúnum að búið væri að leita til miðlanna tveggja sem hefðu fjallað um málið til að tryggja að hver sá sem telur á sér brotið viti hvernig kæra eigi það til lögreglu. Lýst sem opnu leyndarmáli Ásökunum gegn Brand hefur verið lýst sem opnu leyndarmáli í skemmtanaiðnaði Bretlands en þær hafa opnað enn og aftur á spurningar um menninguna innan þessa iðnaðar á árum áður og til dagsins í dag. Brand hefur lengi haldið uppistand, starfað í útvarpi og sjónvarpi, auk þess sem hann hefur komið fram í kvikmyndum. Hann hefur þó lítið sést í slíkum störfum á undanförnum árum og hefur Brand þess í stað birt myndbönd á Youtube, sem njóta nokkurra vinsælda. Í þessum myndböndum hefur hann verið duglegur að ræða samsæriskenningar og blása í þær lífi. Um tíma starfaði hann á Breska ríkisútvarpinu (BBC) en hann hætti þar árið 2008 eftir að hann gerði símaat í leikaranum Andrew Sachs, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Fawlty Towers. Í nokkrum símtölum hringdi Brand í Sachs og hélt því fram að hann hefði sængað hjá barnabarni hans. Brand var einnig í raunveruleikaþáttum sem heita Big Brother en framleiðendur þeirra, forsvarsmenn BBC og forsvarsmenn Channel 4 segja samkvæmt AP fréttaveitunni að verið sé að kanna hegðun hans þar. Gantaðist með að Brand væri kynferðisbrotamaður Deadline sagði frá því í dag að Brand hefði verið rekinn frá þáttunum Roas Battle árið 2018 en þá hafði annar þáttastjórnandi ítrekað gantast með það að hann væri kynferðisbrotamaður. Þetta mun hafa reitt Brand mjög mikið til reiði og rataði ekkert af þessum ummælum frá Katherine Ryan í þættina sjálfa. Heimildarmenn Deadline segja Ryan ítrekað hafa skotið á Brand með þessum hætti. Hann er sagður hafa orðið reiður og krafist þess að framleiðendur þáttanna stöðvuðu ummælin. Framleiðendurnir munu þó hafa verið órólegir vegna umræðunnar um Brand og viðkvæmni hans og ákveðið að nota tækifærið til að losa sig við hann. Ryan sagði í þætti Louis Theroux á BBC í fyrra að hún hefði nokkrum sinnum sagt við samstarfsmann sinn að hann væri kynferðisbrotamaður. Hún vildi samt ekki nefna viðkomandi, því það gæti setta hana í lagaleg vandræði. Þetta var í síðasta sinn sem Brand sást í breskum sjónvarpsþætti, fyrir utan einn þátt í The Great Celebrity Bake Off árið 2019.
Bretland Kynferðisofbeldi Mál Russell Brand Hollywood Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira