Kreml tekur yfir stjórn Wagner í Mið-Afríkulýðveldinu Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2023 14:43 Faustin-Archange Touadéra, forseti Mið-Afríkulýðveldisins, tekur í hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, á leiðtogafundi í Pétursborg í sumar. EPA/ALEXEY DANICHEV Ráðamenn í Mið-Afríkulýðveldinu segja ríkisstjórn Rússlands hafa tekið yfir stjórn rúmlega þúsund málaliða Wagner group þar í landi. Málaliðarnir hafa haft viðveru í Mið-Afríkulýðveldinu í um fimm ár en lengst af voru þeir undir stjórn rússneska auðjöfursins Jevgení Prígósjín. Faustin-Archange Touadéra, forseti Mið-Afríkulýðveldisins, segir að málaliðarnir rússnesku verði áfram í ríkinu á grunni samkomulags hans og yfirvalda í Moskvu. Hann segir að þeir muni veita öryggi á þeim erfiðu tímum sem ríkið gangi í gegnum. Uppreisnar- og vígamenn hafa ítrekað gert árásir á hermenn og óbreytta borgara í Mið-Afríkulýðveldinu á undanförnum árum. Wagner hefur í gegnum árin verið lýst sem „Skuggaher Rússlands“ og hafa málaliðar hópsins verið virkir í Afríku og Mið-Austurlöndum. Þótt þeir hafi ekki haft formlega tengingu við rússneska herinn, hafa málaliðarnir notað vopn frá rússneska hernum og þeir hafa verið fluttir í flugvélum hersins, svo eitthvað sé nefnt. Eins og frægt er, lést Prígósjín þegar einkaflugvél hans féll til jarðar nærri Moskvu í síðasta mánuði. Það var eftir að hann gerði skammlífa uppreisn gegn varnarmálaráðuneyti Rússlands og svo Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í sumar. Sjá einnig: Kepptist við að halda veldi sínu saman Síðan þá hafa mismunandi fylkingar barist um yfirráð yfir veldi Prígósjíns og þá sérstaklega yfir málaliðahópnum og verkefnum hans í Afríku. Sagt var frá því fyrr í mánuðinum að GRU, leyniþjónusta rússneska hersins, væri líklega að taka yfir stjórn á Wagner. Yunus-bek Yevkurov, aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands, og Andrei V. Averyanov, sem er hátt settur innan GRU, voru sagðir hafa farið til Afríku og tilkynnt ráðamönnum þar að ráðuneytið væri að taka yfir stjórn Wagner. Málaliðar Wagner eru þó sagðir hafa verið mjög hliðhollir Prígósjín og margir þeirra hafi verið andvígir því að ráðuneytið taki yfir stjórn þeirra. Í viðtali við blaðamann Washington Post segir Touadéra að samkomulag hans ríkisstjórnar hafi alltaf verið við yfirvöld í Rússlandi. Ekki við Prígósjín. Það vakti athygli blaðamanns WP að málaliðar Wagner voru í lífvarðarsveit forsetans. Touadéra staðfesti einnig í samtali við Washington Post að Yevkurov og Averyanov hefðu mætt á fund hans. „Við eigum í opinberum samskiptum við Rússland, svo það er eðlilegt að aðstoðarvarnarmálaráðherra heimsæki okkur og ræði við okkur um öryggissamband ríkjanna,“ sagði Touadéra. Aðstoðarmaður forsetans sagði að ef málaliðar Wagner neituðu að fylgja skipunum ráðuneytisins yrðu þeir sendir aftur heim. „Það er Rússland sem sendir þá og vopnar þá og Rússland mun ákveða hvenær Wagner fer,“ sagði Fidele Gouandjika, aðstoðarmaður Touadéra. Vestrænn erindreki í Bangui, höfuðborg Mið-Afríkulýðveldisins, sagði WP að um 450 málaliðar hefðu farið frá landinu eftir uppreisn Prígósjíns og þeir hefðu ekki snúið aftur eða verið skipt út. Vitali Perfilev og Dimitri Sytyi, tveir af miðstjórnendum Wagner, eru enn í ríkinu og eru sagðir vinna enn fyrir málaliðahópinn. Minnst einn Wagner-liði er sagður hafa fallið í átökum við uppreisnarmenn nærri landamærunum við Kamerún í síðustu viku. Uppreisnarmenn birtu myndband af líki málaliðans á samfélagsmiðlum. #Russia / Central African Republic (#CAR) : A #Wagner PMC member was killed by CPC and 3R rebel groups near the border with #Cameroon .Rebels were armed with Israeli IMI Galil AR rifles, Serbian Zastava M21 S rifles, AKMs and PK/Type 80 machine guns. pic.twitter.com/jOPBSryso9— War Noir (@war_noir) September 17, 2023 Sakaðir um ódæði og arðrán Wagner heldur út útvarpsstöð í Mið-Afríkulýðveldinu þar sem áróður er borinn út og hópurinn er sagður gera út ráðgjafa á nánast öllum stigum stjórnvalda ríkisins. Meðal annars er einn slíkur ráðgjafi í þjóðaröryggisráði Touadéra. Sameinuðu þjóðirnar og eftirlitsaðilar hafa sakað málaliða Wagner um ýmiss ódæði í Mið-Afríkulýðveldinu og öðrum ríkjum sem þeir hafa starfað í. Meðal annars hafa þeir verið sakaðir um morð, nauðganir, pyntingar og mannréttindabrot. Þá hafa þeir verið sakaðir um arðrán á auðlindum ríkisins en málaliðarnir hafa lengi rekið arðbæra gullnámu í landinu. Fyrirtæki tengt Wagner er einnig sagt hafa fengið leyfi yfirvalda í Mið-Afríkulýðveldinu fyrir skógarhöggi á rúmlega 1.800 ferkílómetra svæði. Íbúar og embættismenn segja málaliða Wagner þó hafa gert stóran hluta landsins öruggari en uppreisnarmenn ógnaðu árið 2020 sjálfri höfuðborginni. Málaliðar Wagner hafa verið sakaðir um ýmis ódæði víða þar sem þeir hafa starfað. Wagner-liðar björguðu höfuðborginni Þegar Touadéra tók við völdum árið 2016, telur hann að uppreisnar- og vígahópar hafi stjórnað um níutíu prósentum Mið-Afríkulýðveldisins. Forsetinn segist ekki hafa geta vopnað her sinni vegna refsiaðgerða sem Sameinuðu þjóðirnar beittu ríkið eftir að uppreisnarhópur tók völdin þar árið 2013. „Það voru Rússar, en ekki Frakkland eða Bandaríkin sem buðust til að hjálpa okkur,“ sagði Touadéra. Fyrst sendu Rússar vopn til Afríku og svo árið 2018 voru þjálfarar sendir til að þjálfa hermenn. Það kom fljótt í ljós að þessir þjálfarar voru málaliðar Wagner og fjölgaði þeim hratt í Mið-Afríkulýðveldinu. Embættismenn segja málaliðana hafa komið í veg fyrir fall Bangui árið 2020. Daniéle Darlan, fyrrverandi hæstaréttardómari, segist hafa áhyggjur af afskiptum Rússa af stjórnmálum í Mið-Afríkulýðveldinu. Hún sagði að þegar kjörtímabili Touadéra lauk, hafi starfsmaður sendiráðs Rússlands beðið hana um aðstoð við að tryggja honum áframhaldandi völd. Hún segist hafa mótmælt því en skömmu síðar hafi forsetinn rekið hana. Í kjölfarið hafi hæstiréttur samþykkt þjóðaratkvæðagreiðslu um að fella niður takmörk á fjölda kjörtímabila forseta. Mið-Afríkulýðveldið Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. 27. ágúst 2023 11:31 Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. 24. ágúst 2023 19:46 Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest. 23. ágúst 2023 17:18 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Faustin-Archange Touadéra, forseti Mið-Afríkulýðveldisins, segir að málaliðarnir rússnesku verði áfram í ríkinu á grunni samkomulags hans og yfirvalda í Moskvu. Hann segir að þeir muni veita öryggi á þeim erfiðu tímum sem ríkið gangi í gegnum. Uppreisnar- og vígamenn hafa ítrekað gert árásir á hermenn og óbreytta borgara í Mið-Afríkulýðveldinu á undanförnum árum. Wagner hefur í gegnum árin verið lýst sem „Skuggaher Rússlands“ og hafa málaliðar hópsins verið virkir í Afríku og Mið-Austurlöndum. Þótt þeir hafi ekki haft formlega tengingu við rússneska herinn, hafa málaliðarnir notað vopn frá rússneska hernum og þeir hafa verið fluttir í flugvélum hersins, svo eitthvað sé nefnt. Eins og frægt er, lést Prígósjín þegar einkaflugvél hans féll til jarðar nærri Moskvu í síðasta mánuði. Það var eftir að hann gerði skammlífa uppreisn gegn varnarmálaráðuneyti Rússlands og svo Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í sumar. Sjá einnig: Kepptist við að halda veldi sínu saman Síðan þá hafa mismunandi fylkingar barist um yfirráð yfir veldi Prígósjíns og þá sérstaklega yfir málaliðahópnum og verkefnum hans í Afríku. Sagt var frá því fyrr í mánuðinum að GRU, leyniþjónusta rússneska hersins, væri líklega að taka yfir stjórn á Wagner. Yunus-bek Yevkurov, aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands, og Andrei V. Averyanov, sem er hátt settur innan GRU, voru sagðir hafa farið til Afríku og tilkynnt ráðamönnum þar að ráðuneytið væri að taka yfir stjórn Wagner. Málaliðar Wagner eru þó sagðir hafa verið mjög hliðhollir Prígósjín og margir þeirra hafi verið andvígir því að ráðuneytið taki yfir stjórn þeirra. Í viðtali við blaðamann Washington Post segir Touadéra að samkomulag hans ríkisstjórnar hafi alltaf verið við yfirvöld í Rússlandi. Ekki við Prígósjín. Það vakti athygli blaðamanns WP að málaliðar Wagner voru í lífvarðarsveit forsetans. Touadéra staðfesti einnig í samtali við Washington Post að Yevkurov og Averyanov hefðu mætt á fund hans. „Við eigum í opinberum samskiptum við Rússland, svo það er eðlilegt að aðstoðarvarnarmálaráðherra heimsæki okkur og ræði við okkur um öryggissamband ríkjanna,“ sagði Touadéra. Aðstoðarmaður forsetans sagði að ef málaliðar Wagner neituðu að fylgja skipunum ráðuneytisins yrðu þeir sendir aftur heim. „Það er Rússland sem sendir þá og vopnar þá og Rússland mun ákveða hvenær Wagner fer,“ sagði Fidele Gouandjika, aðstoðarmaður Touadéra. Vestrænn erindreki í Bangui, höfuðborg Mið-Afríkulýðveldisins, sagði WP að um 450 málaliðar hefðu farið frá landinu eftir uppreisn Prígósjíns og þeir hefðu ekki snúið aftur eða verið skipt út. Vitali Perfilev og Dimitri Sytyi, tveir af miðstjórnendum Wagner, eru enn í ríkinu og eru sagðir vinna enn fyrir málaliðahópinn. Minnst einn Wagner-liði er sagður hafa fallið í átökum við uppreisnarmenn nærri landamærunum við Kamerún í síðustu viku. Uppreisnarmenn birtu myndband af líki málaliðans á samfélagsmiðlum. #Russia / Central African Republic (#CAR) : A #Wagner PMC member was killed by CPC and 3R rebel groups near the border with #Cameroon .Rebels were armed with Israeli IMI Galil AR rifles, Serbian Zastava M21 S rifles, AKMs and PK/Type 80 machine guns. pic.twitter.com/jOPBSryso9— War Noir (@war_noir) September 17, 2023 Sakaðir um ódæði og arðrán Wagner heldur út útvarpsstöð í Mið-Afríkulýðveldinu þar sem áróður er borinn út og hópurinn er sagður gera út ráðgjafa á nánast öllum stigum stjórnvalda ríkisins. Meðal annars er einn slíkur ráðgjafi í þjóðaröryggisráði Touadéra. Sameinuðu þjóðirnar og eftirlitsaðilar hafa sakað málaliða Wagner um ýmiss ódæði í Mið-Afríkulýðveldinu og öðrum ríkjum sem þeir hafa starfað í. Meðal annars hafa þeir verið sakaðir um morð, nauðganir, pyntingar og mannréttindabrot. Þá hafa þeir verið sakaðir um arðrán á auðlindum ríkisins en málaliðarnir hafa lengi rekið arðbæra gullnámu í landinu. Fyrirtæki tengt Wagner er einnig sagt hafa fengið leyfi yfirvalda í Mið-Afríkulýðveldinu fyrir skógarhöggi á rúmlega 1.800 ferkílómetra svæði. Íbúar og embættismenn segja málaliða Wagner þó hafa gert stóran hluta landsins öruggari en uppreisnarmenn ógnaðu árið 2020 sjálfri höfuðborginni. Málaliðar Wagner hafa verið sakaðir um ýmis ódæði víða þar sem þeir hafa starfað. Wagner-liðar björguðu höfuðborginni Þegar Touadéra tók við völdum árið 2016, telur hann að uppreisnar- og vígahópar hafi stjórnað um níutíu prósentum Mið-Afríkulýðveldisins. Forsetinn segist ekki hafa geta vopnað her sinni vegna refsiaðgerða sem Sameinuðu þjóðirnar beittu ríkið eftir að uppreisnarhópur tók völdin þar árið 2013. „Það voru Rússar, en ekki Frakkland eða Bandaríkin sem buðust til að hjálpa okkur,“ sagði Touadéra. Fyrst sendu Rússar vopn til Afríku og svo árið 2018 voru þjálfarar sendir til að þjálfa hermenn. Það kom fljótt í ljós að þessir þjálfarar voru málaliðar Wagner og fjölgaði þeim hratt í Mið-Afríkulýðveldinu. Embættismenn segja málaliðana hafa komið í veg fyrir fall Bangui árið 2020. Daniéle Darlan, fyrrverandi hæstaréttardómari, segist hafa áhyggjur af afskiptum Rússa af stjórnmálum í Mið-Afríkulýðveldinu. Hún sagði að þegar kjörtímabili Touadéra lauk, hafi starfsmaður sendiráðs Rússlands beðið hana um aðstoð við að tryggja honum áframhaldandi völd. Hún segist hafa mótmælt því en skömmu síðar hafi forsetinn rekið hana. Í kjölfarið hafi hæstiréttur samþykkt þjóðaratkvæðagreiðslu um að fella niður takmörk á fjölda kjörtímabila forseta.
Mið-Afríkulýðveldið Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. 27. ágúst 2023 11:31 Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16 Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. 24. ágúst 2023 19:46 Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest. 23. ágúst 2023 17:18 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Prigozhin úrskurðaður látinn eftir erfðarannsókn Eigandi Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, hefur verið úrskurðaður látinn samkvæmt niðurstöðum úr erfðarannsókn sem gerð var á líkamsleifunum sem fundust í braki einkaþotu Prigozhin sem hrapaði á miðvikudag. 27. ágúst 2023 11:31
Skipar málaliðum Wagners að sverja hollustueið Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur undirritað tilskipun sem kveður á um að allir starfsmenn Wagner-málaliðahópsins, auk annarra rússneskra málaliðahópa, skuli sverja Rússlandi hollustueið. 26. ágúst 2023 19:16
Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00
Segja Prigozhin hafa verið ráðinn af dögum Bráðabirgðaniðurstaða leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna er að rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem átti málaliðahópinn Wagner Group, hafi verið ráðinn af dögum. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs eru þó ekki sammála um hvort að talið sé að einkaflugvél hans hafi verið skotin niður yfir Rússlandi í gær eða hvort sprengju hafi verið komið fyrir um borð í flugvélinni. 24. ágúst 2023 19:46
Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest. 23. ágúst 2023 17:18