Kennir sérvisku um þuklið og reykingarnar í leikhúsinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. september 2023 21:45 Sætavísir leikhússins vísaði Lauren Boebert og Quinn Gallagher úr leikhúsinu vegna ósæmilegrar hegðunar. Vísir Fulltrúadeildarþingkonan Lauren Boebert kennir sérviskulegum persónuleika sínum um hegðun sína á leiksýningunni Beetlejuice í vikunni. Boebert og kærasta hennar var sparkað úr leikhúsi í Denver fyrir að reykja rafrettu og vera með háreysti. Í tilkynningu frá leikhúsinu sagði að tveimur gestum hafi verið vísað á dyr eftir ítrekaðar kvartanir frá öðrum leikhúsgestum. Á öryggismyndavélum má sjá Boebert í símanum og blása frá sér rafsígarettureyk. Parið sést einnig þukla hvort á öðru á myndbandsupptökum. Hin 36 ára Boebert sem er þingmaður Repúblikana baðst afsökunar á hegðun sinni á föstudag en virtist í viðtali í dag firra sig ábyrgð. „Ég var aðeins of sérviskuleg. Ég er þekkt fyrir að vera með mjög fjörlegan persónuleika. Kannski aðeins og fjörlegan,“ sagði Boebert í viðtali við fréttastofu One America News Network í dag. Boebert on OAN on getting kicked out of Beetlejuice: "I was a little too eccentric ... I'm on the edge of a lot of things." pic.twitter.com/nU8d8QgvvF— Aaron Rupar (@atrupar) September 17, 2023 „Ég var hlæjandi, syngjandi og að skemmta mér konunglega. Mér var sagt að róa mig aðeins niður, sem ég og gerði en næstu mistök mín voru að taka mynd,“ sagði Boebert við OAN. Þá neitaði hún að hafa haft í hótunum við sætavísi á meðan verið var að fylgja parinu út úr salnum. Fjöldi kvartana yfir parinu Í tilkynningu frá leikhúsinu er haft eftir sætavísi að hann hafi varað Boebert og félaga hennar við í hléi að þeim yrði vísað á dyr, létu þau ekki af háttsemi sinni, eftir að hafa fengið fjölda kvartana frá leikhúsgestum. Þau hafi þó haldið áfram uppteknum hætti eftir hlé og hann því vísað þeim á dyr en þau setið sem fastast. Þá hafi hann sagst ætla að hringja til lögreglu og Boebert hvatt hann til þess. Á meðan þau voru leidd út úr leikhúsinu hafi Boebort sagt hluti á borð við „veistu ekki hver ég er?“, „ég sit í stjórninni [leikhússins] og „ég hef samband við borgarstjórann.“ Boebert hefur neitað þessu og segist ekki sitja í neinni stjórn. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið úr myndbandsupptökum: Klippa: Þingmanni sparkað úr leikhúsi Bandaríkin Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Í tilkynningu frá leikhúsinu sagði að tveimur gestum hafi verið vísað á dyr eftir ítrekaðar kvartanir frá öðrum leikhúsgestum. Á öryggismyndavélum má sjá Boebert í símanum og blása frá sér rafsígarettureyk. Parið sést einnig þukla hvort á öðru á myndbandsupptökum. Hin 36 ára Boebert sem er þingmaður Repúblikana baðst afsökunar á hegðun sinni á föstudag en virtist í viðtali í dag firra sig ábyrgð. „Ég var aðeins of sérviskuleg. Ég er þekkt fyrir að vera með mjög fjörlegan persónuleika. Kannski aðeins og fjörlegan,“ sagði Boebert í viðtali við fréttastofu One America News Network í dag. Boebert on OAN on getting kicked out of Beetlejuice: "I was a little too eccentric ... I'm on the edge of a lot of things." pic.twitter.com/nU8d8QgvvF— Aaron Rupar (@atrupar) September 17, 2023 „Ég var hlæjandi, syngjandi og að skemmta mér konunglega. Mér var sagt að róa mig aðeins niður, sem ég og gerði en næstu mistök mín voru að taka mynd,“ sagði Boebert við OAN. Þá neitaði hún að hafa haft í hótunum við sætavísi á meðan verið var að fylgja parinu út úr salnum. Fjöldi kvartana yfir parinu Í tilkynningu frá leikhúsinu er haft eftir sætavísi að hann hafi varað Boebert og félaga hennar við í hléi að þeim yrði vísað á dyr, létu þau ekki af háttsemi sinni, eftir að hafa fengið fjölda kvartana frá leikhúsgestum. Þau hafi þó haldið áfram uppteknum hætti eftir hlé og hann því vísað þeim á dyr en þau setið sem fastast. Þá hafi hann sagst ætla að hringja til lögreglu og Boebert hvatt hann til þess. Á meðan þau voru leidd út úr leikhúsinu hafi Boebort sagt hluti á borð við „veistu ekki hver ég er?“, „ég sit í stjórninni [leikhússins] og „ég hef samband við borgarstjórann.“ Boebert hefur neitað þessu og segist ekki sitja í neinni stjórn. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið úr myndbandsupptökum: Klippa: Þingmanni sparkað úr leikhúsi
Bandaríkin Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira