Steve Martin neitar að hafa kýlt Miriam Margolyes Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. september 2023 18:29 Miriam Margolyes segir Steve Martin hafa kýlt sig og skellt hurðum á sig við tökur á Litlu hryllingsbúðinni. Steve Martin kannast ekki við neitt slíkt. EPA/Getty Bandaríski leikarinn Steve Martin þvertekur fyrir að hafa kýlt bresku leikkonuna Miriam Margolyes við tökur á grínmyndinni Litlu hryllingsbúðinni frá 1986. Margolyes segir Martin hafa kýlt sig í alvörunni en ekki í þykjustunni. Margolyes lék ónefndan tanntækni í myndinni sem aðstoðar sadíska tannlækninn Orin Scrivello sem var leikinn af Martin. Í einu atriði myndarinnar syngur Scrivello lagið „Tannlæknir“ og bæði kýlir tanntækninn og skellir hurð framan í hana. Í sjálfsævisögunni Oh Miriam! Stories From an Extraordinary Life sem kom út í mánuðinum greindi Margolyes frá því að Martin hefði kýlt sig í alvörunni í tökum á atriðinu. Hér fyrir neðan má sjá „Tannlækni“: „Hurðum var skellt á mig allan daginn; ég var ítrekað kýld, löðrunguð og slegin í jörðina af ógeðfelldum og kærulausum Steve Martin— kannski var hann að method-leika — og kom önug heim með dúndrandi höfuðverk,“ skrifaði hún í ævisögunni. Þá sagði hún að Martin væri snjall en hefði verið „hryllilegur“ við sig. Kannast ekki við lýsingar Margolyes Skrif Margolyes vöktu mikla athygli þegar þær fóru í dreifingu á netinu í dag og hefur Martin þegar svarað fyrir sig. Í viðtali við The Hollywood Reporter sagðist Martin muna allt öðruvísi eftir tökunum og hann hefði gætt sín sérstaklega í senunum með Margolyes. „Þegar ég las fyrst niðrandi frásögn Margolyes af senunni okkar í Litlu hryllingsbúðinni var ég hissa. Mig minnti að við hefðum verið í góðum samskiptum sem atvinnuleikarar,“ sagði í yfirlýsingu Martin. „Þegar það er ýjað að því að ég hafi skaðað hana eða verið kærulaus á einhvern í áhættuatriðum verð ég andmæla. Ég man eftir því að hafa sýnt GRÍÐARLEGA aðgát hvað varðar gervi-hnefahöggið - sömu aðgát og ég myndi sýna í sambærilegum atriðum.“ Þá sagði Martin einnig í yfirlýsingunni að þau hefðu talað saman á setti og hún fullvissað hann um að það væri allt í lagi með hana. Það hafi ekki neinar líkamlegar snertingar átt sér stað þeirra á milli, hvorki óvart né viljandi, í neinum af þeim senum sem þau tóku upp. Leikstjórinn Frank Oz hefur einnig gefið frá sér yfirlýsingu vegna skrifa Margolyes. „Atriðið átti að innihalda gervi-hnefahögg. Það er óskiljanlegt hvað hún er að tala um. Þetta er ekki sá Steve sem ég eða nokkur annar þekkir. Hann hefur alltaf verið fagmannlegur og sýnt öðrum virðingu við tökur á mínum myndum,“ sagði i yfirlýsingunni. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Margolyes lék ónefndan tanntækni í myndinni sem aðstoðar sadíska tannlækninn Orin Scrivello sem var leikinn af Martin. Í einu atriði myndarinnar syngur Scrivello lagið „Tannlæknir“ og bæði kýlir tanntækninn og skellir hurð framan í hana. Í sjálfsævisögunni Oh Miriam! Stories From an Extraordinary Life sem kom út í mánuðinum greindi Margolyes frá því að Martin hefði kýlt sig í alvörunni í tökum á atriðinu. Hér fyrir neðan má sjá „Tannlækni“: „Hurðum var skellt á mig allan daginn; ég var ítrekað kýld, löðrunguð og slegin í jörðina af ógeðfelldum og kærulausum Steve Martin— kannski var hann að method-leika — og kom önug heim með dúndrandi höfuðverk,“ skrifaði hún í ævisögunni. Þá sagði hún að Martin væri snjall en hefði verið „hryllilegur“ við sig. Kannast ekki við lýsingar Margolyes Skrif Margolyes vöktu mikla athygli þegar þær fóru í dreifingu á netinu í dag og hefur Martin þegar svarað fyrir sig. Í viðtali við The Hollywood Reporter sagðist Martin muna allt öðruvísi eftir tökunum og hann hefði gætt sín sérstaklega í senunum með Margolyes. „Þegar ég las fyrst niðrandi frásögn Margolyes af senunni okkar í Litlu hryllingsbúðinni var ég hissa. Mig minnti að við hefðum verið í góðum samskiptum sem atvinnuleikarar,“ sagði í yfirlýsingu Martin. „Þegar það er ýjað að því að ég hafi skaðað hana eða verið kærulaus á einhvern í áhættuatriðum verð ég andmæla. Ég man eftir því að hafa sýnt GRÍÐARLEGA aðgát hvað varðar gervi-hnefahöggið - sömu aðgát og ég myndi sýna í sambærilegum atriðum.“ Þá sagði Martin einnig í yfirlýsingunni að þau hefðu talað saman á setti og hún fullvissað hann um að það væri allt í lagi með hana. Það hafi ekki neinar líkamlegar snertingar átt sér stað þeirra á milli, hvorki óvart né viljandi, í neinum af þeim senum sem þau tóku upp. Leikstjórinn Frank Oz hefur einnig gefið frá sér yfirlýsingu vegna skrifa Margolyes. „Atriðið átti að innihalda gervi-hnefahögg. Það er óskiljanlegt hvað hún er að tala um. Þetta er ekki sá Steve sem ég eða nokkur annar þekkir. Hann hefur alltaf verið fagmannlegur og sýnt öðrum virðingu við tökur á mínum myndum,“ sagði i yfirlýsingunni.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira