Fjórar konur saka Russell Brand um kynferðisofbeldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. september 2023 15:40 Russell Brand hefur aðallega haldið sig á Youtube undanfarin ár. EPA/HERBERT NEUBAUER Breski grínistinn Russell Brand segir ásakanir á hendur sér ekki eiga við rök að styðjast. Umfjöllun um meint brot leikarans birtist í dag en leikarinn brást við á Instagram í gær. Breska blaðið The Times birti í dag umfjöllun þar sem fjórar konur saka Russell Brand um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil. Ein kvennanna var 16 ára gömul þegar meint brot áttu sér stað. Brand birti myndband á Instagram í gær þar sem hann hafnaði ásökunum. „Ég hef fengið tvö ógnvekjandi bréf, eða bréf og tölvupóst, eitt frá meginstraumssjónvarpsstöð og eitt frá dagblaði,“ segir grínistinn sem lítið hefur komið fram í kvikmyndum undanfarin ár. Þess í stað hefur hann haldið uppi Youtube rás þar sem hann hefur verið duglegur að ræða samsæriskenningar og blása í þær lífi. „Á meðal þess sem þar kemur fram eru hræðilegar árásir og alvarlegar ásakanir, sem ég hafna alfarið að séu sannar,“ segir grínistinn í myndbandinu sem horfa má á hér fyrir neðan. „Þegar ég var var í myndum, eins og ég hef skrifað mikið um í bókum mínum, þá var ég mjög mjög lauslátur. Á meðan þeim tíma stóð, þá átti ég í samböndum sem voru alfarið með samþykki.“ View this post on Instagram A post shared by Russell Brand (@russellbrand) Fjórar konur saka leikarann um kynferðisofbeldi Í umfjöllun The Times lýsir ein kvennanna því að þau Brand hafi átt í kynferðislegu sambandi þegar hún var 16 ára og hann 31 árs. Hún segir hann hafa kallað sig „barnið“ og sakar hann um að hafa brotið á sér á þriggja mánaða tímabili. Önnur kona segir að Brand hafi nauðgað sér á heimili hans í Los Angeles. Hún hafi leitað sér aðstoðar sama dag vegna málsins og þá lýsa tvær konur til viðbótar í umfjölluninni kynferðisofbeldi af hálfu leikarans. Blaðið segist hafa gefið leikaranum ítrekað tækifæri til þess að tjá sig um málið. Hann hafi ekki gert það en þess í stað tjáð sig um málið á Instagram. Fréttin hefur verið uppfærð vegna umfjöllunar The Times. Hollywood Kynferðisofbeldi Bretland Mál Russell Brand Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Breska blaðið The Times birti í dag umfjöllun þar sem fjórar konur saka Russell Brand um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil. Ein kvennanna var 16 ára gömul þegar meint brot áttu sér stað. Brand birti myndband á Instagram í gær þar sem hann hafnaði ásökunum. „Ég hef fengið tvö ógnvekjandi bréf, eða bréf og tölvupóst, eitt frá meginstraumssjónvarpsstöð og eitt frá dagblaði,“ segir grínistinn sem lítið hefur komið fram í kvikmyndum undanfarin ár. Þess í stað hefur hann haldið uppi Youtube rás þar sem hann hefur verið duglegur að ræða samsæriskenningar og blása í þær lífi. „Á meðal þess sem þar kemur fram eru hræðilegar árásir og alvarlegar ásakanir, sem ég hafna alfarið að séu sannar,“ segir grínistinn í myndbandinu sem horfa má á hér fyrir neðan. „Þegar ég var var í myndum, eins og ég hef skrifað mikið um í bókum mínum, þá var ég mjög mjög lauslátur. Á meðan þeim tíma stóð, þá átti ég í samböndum sem voru alfarið með samþykki.“ View this post on Instagram A post shared by Russell Brand (@russellbrand) Fjórar konur saka leikarann um kynferðisofbeldi Í umfjöllun The Times lýsir ein kvennanna því að þau Brand hafi átt í kynferðislegu sambandi þegar hún var 16 ára og hann 31 árs. Hún segir hann hafa kallað sig „barnið“ og sakar hann um að hafa brotið á sér á þriggja mánaða tímabili. Önnur kona segir að Brand hafi nauðgað sér á heimili hans í Los Angeles. Hún hafi leitað sér aðstoðar sama dag vegna málsins og þá lýsa tvær konur til viðbótar í umfjölluninni kynferðisofbeldi af hálfu leikarans. Blaðið segist hafa gefið leikaranum ítrekað tækifæri til þess að tjá sig um málið. Hann hafi ekki gert það en þess í stað tjáð sig um málið á Instagram. Fréttin hefur verið uppfærð vegna umfjöllunar The Times.
Hollywood Kynferðisofbeldi Bretland Mál Russell Brand Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira