Undirskriftalistinn endi sennilega í ruslatunnu ráðherra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. september 2023 13:11 Krista afhendir Ásmundi Einari hér undirskriftalistann. Formaður Skólafélags MA segist óttast að tæplega fimm þúsund undirskriftir, sem safnað var gegn fyrirhugaðri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri, endi í ruslinu eftir að hafa verið afhentar ráðherra í dag. Nemendur finna fyrir miklum stuðningi við málstað sinn. Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, var afhentur undirskriftalistinn í ráðuneyti hans klukkan tíu. Um 40 manns voru viðstaddir afhendinguna, en undirskriftirnar voru umtalsvert fleiri. „Þetta voru 4.677 undirskriftir, frá einstaklingum alls staðar að á landinu, sem skoruðu á yfirvöld að falla frá áformum um sameininguna,“ segir Krista Sól Guðjónsdóttir forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri. Ráðherra hafi sagst ætla að taka málið til skoðunar. „Og hann sé að koma norður. En ekkert merkilegt sem hann sagði, svo sem. Þetta endar sennilega neðst í skúffu einhvers staðar eða í ruslinu,“ segir Krista. Krista býst ekki við að ráðherra falli frá áformunum á næstunni, þó hún voni að það verði lokaniðurstaðan. Krista Sól er forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri. „Þar sem það er fullt af fólki á móti þessu, bæði kennarar í MA, VMA, nemendur í MA, skólameistari MA, atvinnulífið á Akureyri og svo lengi mætti telja.“ Nemendur hafi fundið fyrir miklum meðbyr með sinni afstöðu. „Það er eitthvað sem kemur upp á móti, eitthvað um menntahroka og menntasnobb, sem er auðvitað leiðinlegt. En við höfum fundið fyrir miklum stuðningi, og fólk sem er annt um skólakerfið á Íslandi er að taka til máls og styðja okkur, þar sem við erum bara fyrsta skrefið. Svo á að fara að umturna öllu framhaldsskólakerfinu.“ Næst á dagskrá sé að taka málið upp á aðalþingi Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem fer fram um helgina. „Annars liggur boltinn svolítið hjá Ásmundi ráðherra,“ segir Krista að lokum. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skólameistari MA leggst alfarið gegn vinnu í átt að sameiningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri leggst nú alfarið gegn því að hefja vinnu um aukið samstarf skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Á meðan markmið menntamálaráðherra með sameiningunni sé að spara og hagræða sjái hann sér ekki fært að hald málinu áfram. 15. september 2023 20:13 Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, var afhentur undirskriftalistinn í ráðuneyti hans klukkan tíu. Um 40 manns voru viðstaddir afhendinguna, en undirskriftirnar voru umtalsvert fleiri. „Þetta voru 4.677 undirskriftir, frá einstaklingum alls staðar að á landinu, sem skoruðu á yfirvöld að falla frá áformum um sameininguna,“ segir Krista Sól Guðjónsdóttir forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri. Ráðherra hafi sagst ætla að taka málið til skoðunar. „Og hann sé að koma norður. En ekkert merkilegt sem hann sagði, svo sem. Þetta endar sennilega neðst í skúffu einhvers staðar eða í ruslinu,“ segir Krista. Krista býst ekki við að ráðherra falli frá áformunum á næstunni, þó hún voni að það verði lokaniðurstaðan. Krista Sól er forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri. „Þar sem það er fullt af fólki á móti þessu, bæði kennarar í MA, VMA, nemendur í MA, skólameistari MA, atvinnulífið á Akureyri og svo lengi mætti telja.“ Nemendur hafi fundið fyrir miklum meðbyr með sinni afstöðu. „Það er eitthvað sem kemur upp á móti, eitthvað um menntahroka og menntasnobb, sem er auðvitað leiðinlegt. En við höfum fundið fyrir miklum stuðningi, og fólk sem er annt um skólakerfið á Íslandi er að taka til máls og styðja okkur, þar sem við erum bara fyrsta skrefið. Svo á að fara að umturna öllu framhaldsskólakerfinu.“ Næst á dagskrá sé að taka málið upp á aðalþingi Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem fer fram um helgina. „Annars liggur boltinn svolítið hjá Ásmundi ráðherra,“ segir Krista að lokum.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skólameistari MA leggst alfarið gegn vinnu í átt að sameiningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri leggst nú alfarið gegn því að hefja vinnu um aukið samstarf skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Á meðan markmið menntamálaráðherra með sameiningunni sé að spara og hagræða sjái hann sér ekki fært að hald málinu áfram. 15. september 2023 20:13 Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Skólameistari MA leggst alfarið gegn vinnu í átt að sameiningu Skólameistari Menntaskólans á Akureyri leggst nú alfarið gegn því að hefja vinnu um aukið samstarf skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Á meðan markmið menntamálaráðherra með sameiningunni sé að spara og hagræða sjái hann sér ekki fært að hald málinu áfram. 15. september 2023 20:13
Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01