Óraskaður dómur yfir manni sem kveikti í eigin veitingastað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. september 2023 16:08 Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Keflvíkingnum. Vísir/Þorgils Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli manns sem kveikti í veitingastað sínum sumarið 2020 og gerði í kjölfarið tilraun til fjárssvika. Manninum er gert að sæta fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði og greiða áfrýjunarkostnað málsins. Maðurinn er á fimmtugsaldri og rak veitingastaðinn Kebab House í Reykjanesbæ. Hann var ákærður fyrir að hafa kveikt í á tveimur mismunandi stöðum í húsnæðinu, annars vegar undir borði við kjötstand og grill og hins vegar í hillu undir hitabökkum hjá afgreiðsluborðinu. Hann bar eldfim efni á svæðin og lagði eld að þannig að eldur breiddist út. Maðurinn var dæmdur sekur, meðal annars fyrir að hafa valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikið eignatjón á húsnæði veitingastaðarins en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins. Maðurinn bar fyrir sig að kviknað hefði í djúpsteikingarpotti. Rannsakendur töldu ljóst að ekki hefði kviknað í pottinum. Krafðist bóta mánuði eftir tjón Þá var maðurinn dæmdur fyrir að hafa gert tilraun til fjársvika. Hann fór um mánuði eftir brunann á fund með vátryggingarfélaginu Sjóvá og krafði félagið um greiðslu bóta vegna tjónsins. Þá krafði hann félagið um bætur vegna rekstrarstöðvunar. Félagið hafnaði greiðslu bóta með vísan til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Í úrskurði Landsréttar segir að það sé mat dómsins að framganga mannsins á fundi með fulltrúum tryggingafélagsins sanni, svo ekki verði véfengt með skynsamlegum rökum, að maðurinn hafi gerst sekur um tlraun til fjársvika. Dómsmál Reykjanesbær Veitingastaðir Tryggingar Efnahagsbrot Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Maðurinn er á fimmtugsaldri og rak veitingastaðinn Kebab House í Reykjanesbæ. Hann var ákærður fyrir að hafa kveikt í á tveimur mismunandi stöðum í húsnæðinu, annars vegar undir borði við kjötstand og grill og hins vegar í hillu undir hitabökkum hjá afgreiðsluborðinu. Hann bar eldfim efni á svæðin og lagði eld að þannig að eldur breiddist út. Maðurinn var dæmdur sekur, meðal annars fyrir að hafa valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og yfirgripsmikið eignatjón á húsnæði veitingastaðarins en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins. Maðurinn bar fyrir sig að kviknað hefði í djúpsteikingarpotti. Rannsakendur töldu ljóst að ekki hefði kviknað í pottinum. Krafðist bóta mánuði eftir tjón Þá var maðurinn dæmdur fyrir að hafa gert tilraun til fjársvika. Hann fór um mánuði eftir brunann á fund með vátryggingarfélaginu Sjóvá og krafði félagið um greiðslu bóta vegna tjónsins. Þá krafði hann félagið um bætur vegna rekstrarstöðvunar. Félagið hafnaði greiðslu bóta með vísan til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Í úrskurði Landsréttar segir að það sé mat dómsins að framganga mannsins á fundi með fulltrúum tryggingafélagsins sanni, svo ekki verði véfengt með skynsamlegum rökum, að maðurinn hafi gerst sekur um tlraun til fjársvika.
Dómsmál Reykjanesbær Veitingastaðir Tryggingar Efnahagsbrot Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira