Á rafhlaupahjóli á níutíu á Sæbraut Árni Sæberg skrifar 15. september 2023 15:12 Ljóst er að átt hefur verið við rafhlaupahjólið. Grafík/SARA Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund. Leigubílstjórinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir í samtali við Vísi að hann hafi ákveðið að elta manninn á hlaupahjólinu þegar hann tók eftir því að hann ók óeðlilega hratt. Hann hafi viljað aka meðfram manninum til þess að mæla hraða hans með hraðamæli sem er innbyggður í bílamyndavélinu. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá eltingarleikinn og neðst á skjánum má sjá hraða leigubílsins. Ljóst er að leigubílstjórinn gerðist brotlegur við lög þar sem hámarkshraði á Sæbraut er aðeins sextíu kílómetrar á klukkstund. Hann segir það hafa verið þess virði til þess að ljóstra upp um það sem hann telur alvarlegra brot mannsins á rafhlaupahjólinu. Á vef Samgöngustofu segir að rafhlaupahjól tilheyri flokki reiðhjóla og séu hönnuð til aksturs á hraða frá sex til 25 kílómetra hraða á klukkustund. Þá sé ólöglegt að breyta þeim þannig að þau komist hraðar. Leigubílstjórinn segist vonast til þess að lögreglan bregðist við myndbandinu, enda telji hann rafhlaupahjól, sér í lagi þau sem hefur verið breytt, stórhættuleg farartæki. Fyrsta banaslysið varð á svipuðum slóðum Fyrsta banaslysið sem varð á rafhlaupahjóli hér á landi varð á Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum. Þá lést ökumaður rafhlaupahjóls. Hraðatakmarkari rafhlaupahjólsins, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysinu, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum. Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn ræddi rafhlaupahjól og vandamál sem þeim geta fylgt í Íslandi í dag í gær. Meðal annars þann möguleika að notendur geta breitt hjólum sínum þannig að hægt er að aka þeim á ofsahraða. Rafhlaupahjól Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Leigubílstjórinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir í samtali við Vísi að hann hafi ákveðið að elta manninn á hlaupahjólinu þegar hann tók eftir því að hann ók óeðlilega hratt. Hann hafi viljað aka meðfram manninum til þess að mæla hraða hans með hraðamæli sem er innbyggður í bílamyndavélinu. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá eltingarleikinn og neðst á skjánum má sjá hraða leigubílsins. Ljóst er að leigubílstjórinn gerðist brotlegur við lög þar sem hámarkshraði á Sæbraut er aðeins sextíu kílómetrar á klukkstund. Hann segir það hafa verið þess virði til þess að ljóstra upp um það sem hann telur alvarlegra brot mannsins á rafhlaupahjólinu. Á vef Samgöngustofu segir að rafhlaupahjól tilheyri flokki reiðhjóla og séu hönnuð til aksturs á hraða frá sex til 25 kílómetra hraða á klukkustund. Þá sé ólöglegt að breyta þeim þannig að þau komist hraðar. Leigubílstjórinn segist vonast til þess að lögreglan bregðist við myndbandinu, enda telji hann rafhlaupahjól, sér í lagi þau sem hefur verið breytt, stórhættuleg farartæki. Fyrsta banaslysið varð á svipuðum slóðum Fyrsta banaslysið sem varð á rafhlaupahjóli hér á landi varð á Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum. Þá lést ökumaður rafhlaupahjóls. Hraðatakmarkari rafhlaupahjólsins, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysinu, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum. Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn ræddi rafhlaupahjól og vandamál sem þeim geta fylgt í Íslandi í dag í gær. Meðal annars þann möguleika að notendur geta breitt hjólum sínum þannig að hægt er að aka þeim á ofsahraða.
Rafhlaupahjól Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37 „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ökumaður rafhlaupahjólsins lést í slysinu við Sæbraut Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. nóvember 2021 13:37
„Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. 15. september 2023 10:31