Borgar ekki fjölskyldunum sem hann hrellti en spreðar peningum Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2023 22:28 Alex Jones hefur sótt um gjaldþrotaskipti og vill á sama tíma hækka laun sín úr 520 þúsund dölum á ári í 1,5 milljón dala. AP/Tyler Sizemore Alex Jones, samsæringur, hefur ekki greitt fjölskyldum barna sem myrt voru í Sandy Hook árásinni árið 2012 krónu. Hann spreðar þó peningum sínum og eyddi til að mynda 93 þúsund dölum í júlí en það samsvarar um 12,8 milljónum króna. Jones var í fyrra dæmdur til að greiða fjölskyldunum tæplega einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones rekur miðilinn InfoWars þar sem hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Í gegnum árin hefur hann ítrekað haldið því fram að börnin sem myrt voru í árásinni hafi ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra séu leikarar. Áhorfendur hans hafa áreitt foreldrana og ógnað þeim. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar í fyrra að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,4 milljarða dala. Það samsvarar rúmlega 191 milljarði króna. Jones sagðist ekki vera borgunarmaður fyrir þessum miskabótum. Fjölskyldunum hefur gengið erfiðlega að fá peningana. Hann sótti um gjaldþrotaskipti og á meðan dómstólar ákveða hve mikið hann getur greitt fjölskyldunum og öðrum sem hann skuldar, hafa málaferli fjölskyldnanna verið sett í biðstöðu. Jones heldur þrátt fyrir það áfram að lifa dýrum lífsstíl. Eyddi hátt í milljón á veitingahúsum Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Jones hafi verið að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni fimmtán þúsund dali á mánuði að undanförnu. Lögmenn fjölskyldnanna saka hann um að reyna að koma peningum sínum í skjól en hann segist þurfa að greiða henni vegna samkomulags í tengslum við skilnað þeirra. Í júlí varði hann þar að auki 7,900 dölum, eða rúmri milljón króna, í húshjálp. Þá eyddi hann 6.300 dölum (862 þúsund krónur) á veitingastöðum og í skemmtun. Hann eyddi einnig um 3.400 dölum (465 þúsund krónur) í matvöruverslunum. Hann rekur annað heimili við strendur stöðuvatns í Texas sem kostar hann um 6.700 dali á mánuði (916 þúsund krónur) og bílar hans og bátar kosta þar að auk um 5.600 dali á mánuði (766 þúsund krónur). Í heildina eyddi hann 93 þúsund dölum í júlí, eins og áður hefur komið fram, og er það samkvæmt dómskjölum vegna málaferla sem tengjast gjaldþrotaferli hans. Í apríl eyddi hann 75 þúsund dölum. Einn lögmanna fjölskyldnanna segir ólíðandi að Jones verji þessum peningum í lúxuslífstíl sinn, því fjölskyldurnar sem hann kvaldi um árabil eigi þennan pening í rauninni. Lögmaðurinn segir að fjölskyldurnar muni halda áfram að berjast fyrir sínu. Þeim hefur gengið illa að ná utan um fjármál Jones, vegna margra félaga sem hann á og fjölmargra samninga sem hann hefur gert á milli þeirra. Vill þrefalda launin sín Jones sjálfur sagði í þætti sínum á þriðjudaginn að hann væri ekki að gera neitt af sér. Honum þætti gott að fara á góð veitingahús og í góð frí nokkrum sinnum á ári. „Ég held ég hafi unnið mér það inn eftir þessa baráttu,“ sagði Jones skömmu áður en hann hvatti áhorfendur sína til að styðja sig fjárhagslega vegna lögfræðiskostnaðar hans. Jones hefur farið fram á það við dómstóla að honum verði leyft að gera nýjan samning milli síns og eigin fjölmiðlafélags sem heitir Free Speech Systems. Sá samningur hljómar upp á eina og hálfa milljón dala í laun á ári, auk bónusgreiðslna. Hann er núna með 520 þúsund dali í laun á ári. Samkvæmt AP segja lögmenn Jones að hann eigi um fjórtán milljónir dala í eigur. Þar á meðal er búgarður hans og áðurnefnt aukaheimili auk einnar íbúðar sem hann hefur leigt út. Hann á einnig fjóra bíla og tvo báta, samkvæmt áðurnefndum skjölum, og átti tæplega átta hundrað þúsund dali á bók í lok júlí. Í þætti sínum á Info Wars selur Jones fæðubótarefni, neyðarbirgðir fyrir fólk ef heimurinn skildi enda og aðrar vörur. Tekjur Free Speech Systems af þessari sölu eru miklar. Sölutekjur fyrirtækisins voru nærri því tvær og hálf milljón dala í júlí. Í sömu skjölum hélt Jones því fram að útgjöld fyrirtækisins væru 2,4 milljónir. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásar höfða mál á hendur samsæriskenningasmiði Feðgin sem slösuðust alvarlega í hryðjuverkaárásinni á Manchester Arena árið 2017 hafa höfðað mál á hendur samsæriskenningasmið, sem hefur haldið því fram að árásin hafi verið sett á svið og að enginn hafi raunverulega slasast. 4. apríl 2023 10:10 Lýsir yfir gjaldþroti í kjölfar skaðabótadóma Samsæringasmiðurinn umdeildi Alex Jones hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann var nýlega dæmdur til að greiða aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook árið 2012 nærri því einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 2. desember 2022 14:38 „Það er margt sem ég elska við Hitler“ Tónlistarmaðurinn Ye, áður Kanye West, hefur aftur verið bannaður á Twitter eftir að hafa deilt mynd af lógói þar sem Davíðsstjörnunni og hakakrossinum hefur verið blandað saman. 2. desember 2022 07:23 Ekki á þeim buxunum að greiða milljarðinn sem hann skuldar Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones virtist gefa það til kynna að enginn möguleiki væri á því að hann myndi greiðar gríðarlega háar skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook. 13. október 2022 19:39 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones rekur miðilinn InfoWars þar sem hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Í gegnum árin hefur hann ítrekað haldið því fram að börnin sem myrt voru í árásinni hafi ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra séu leikarar. Áhorfendur hans hafa áreitt foreldrana og ógnað þeim. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar í fyrra að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,4 milljarða dala. Það samsvarar rúmlega 191 milljarði króna. Jones sagðist ekki vera borgunarmaður fyrir þessum miskabótum. Fjölskyldunum hefur gengið erfiðlega að fá peningana. Hann sótti um gjaldþrotaskipti og á meðan dómstólar ákveða hve mikið hann getur greitt fjölskyldunum og öðrum sem hann skuldar, hafa málaferli fjölskyldnanna verið sett í biðstöðu. Jones heldur þrátt fyrir það áfram að lifa dýrum lífsstíl. Eyddi hátt í milljón á veitingahúsum Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Jones hafi verið að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni fimmtán þúsund dali á mánuði að undanförnu. Lögmenn fjölskyldnanna saka hann um að reyna að koma peningum sínum í skjól en hann segist þurfa að greiða henni vegna samkomulags í tengslum við skilnað þeirra. Í júlí varði hann þar að auki 7,900 dölum, eða rúmri milljón króna, í húshjálp. Þá eyddi hann 6.300 dölum (862 þúsund krónur) á veitingastöðum og í skemmtun. Hann eyddi einnig um 3.400 dölum (465 þúsund krónur) í matvöruverslunum. Hann rekur annað heimili við strendur stöðuvatns í Texas sem kostar hann um 6.700 dali á mánuði (916 þúsund krónur) og bílar hans og bátar kosta þar að auk um 5.600 dali á mánuði (766 þúsund krónur). Í heildina eyddi hann 93 þúsund dölum í júlí, eins og áður hefur komið fram, og er það samkvæmt dómskjölum vegna málaferla sem tengjast gjaldþrotaferli hans. Í apríl eyddi hann 75 þúsund dölum. Einn lögmanna fjölskyldnanna segir ólíðandi að Jones verji þessum peningum í lúxuslífstíl sinn, því fjölskyldurnar sem hann kvaldi um árabil eigi þennan pening í rauninni. Lögmaðurinn segir að fjölskyldurnar muni halda áfram að berjast fyrir sínu. Þeim hefur gengið illa að ná utan um fjármál Jones, vegna margra félaga sem hann á og fjölmargra samninga sem hann hefur gert á milli þeirra. Vill þrefalda launin sín Jones sjálfur sagði í þætti sínum á þriðjudaginn að hann væri ekki að gera neitt af sér. Honum þætti gott að fara á góð veitingahús og í góð frí nokkrum sinnum á ári. „Ég held ég hafi unnið mér það inn eftir þessa baráttu,“ sagði Jones skömmu áður en hann hvatti áhorfendur sína til að styðja sig fjárhagslega vegna lögfræðiskostnaðar hans. Jones hefur farið fram á það við dómstóla að honum verði leyft að gera nýjan samning milli síns og eigin fjölmiðlafélags sem heitir Free Speech Systems. Sá samningur hljómar upp á eina og hálfa milljón dala í laun á ári, auk bónusgreiðslna. Hann er núna með 520 þúsund dali í laun á ári. Samkvæmt AP segja lögmenn Jones að hann eigi um fjórtán milljónir dala í eigur. Þar á meðal er búgarður hans og áðurnefnt aukaheimili auk einnar íbúðar sem hann hefur leigt út. Hann á einnig fjóra bíla og tvo báta, samkvæmt áðurnefndum skjölum, og átti tæplega átta hundrað þúsund dali á bók í lok júlí. Í þætti sínum á Info Wars selur Jones fæðubótarefni, neyðarbirgðir fyrir fólk ef heimurinn skildi enda og aðrar vörur. Tekjur Free Speech Systems af þessari sölu eru miklar. Sölutekjur fyrirtækisins voru nærri því tvær og hálf milljón dala í júlí. Í sömu skjölum hélt Jones því fram að útgjöld fyrirtækisins væru 2,4 milljónir.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásar höfða mál á hendur samsæriskenningasmiði Feðgin sem slösuðust alvarlega í hryðjuverkaárásinni á Manchester Arena árið 2017 hafa höfðað mál á hendur samsæriskenningasmið, sem hefur haldið því fram að árásin hafi verið sett á svið og að enginn hafi raunverulega slasast. 4. apríl 2023 10:10 Lýsir yfir gjaldþroti í kjölfar skaðabótadóma Samsæringasmiðurinn umdeildi Alex Jones hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann var nýlega dæmdur til að greiða aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook árið 2012 nærri því einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 2. desember 2022 14:38 „Það er margt sem ég elska við Hitler“ Tónlistarmaðurinn Ye, áður Kanye West, hefur aftur verið bannaður á Twitter eftir að hafa deilt mynd af lógói þar sem Davíðsstjörnunni og hakakrossinum hefur verið blandað saman. 2. desember 2022 07:23 Ekki á þeim buxunum að greiða milljarðinn sem hann skuldar Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones virtist gefa það til kynna að enginn möguleiki væri á því að hann myndi greiðar gríðarlega háar skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook. 13. október 2022 19:39 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Fórnarlömb hryðjuverkaárásar höfða mál á hendur samsæriskenningasmiði Feðgin sem slösuðust alvarlega í hryðjuverkaárásinni á Manchester Arena árið 2017 hafa höfðað mál á hendur samsæriskenningasmið, sem hefur haldið því fram að árásin hafi verið sett á svið og að enginn hafi raunverulega slasast. 4. apríl 2023 10:10
Lýsir yfir gjaldþroti í kjölfar skaðabótadóma Samsæringasmiðurinn umdeildi Alex Jones hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann var nýlega dæmdur til að greiða aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook árið 2012 nærri því einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 2. desember 2022 14:38
„Það er margt sem ég elska við Hitler“ Tónlistarmaðurinn Ye, áður Kanye West, hefur aftur verið bannaður á Twitter eftir að hafa deilt mynd af lógói þar sem Davíðsstjörnunni og hakakrossinum hefur verið blandað saman. 2. desember 2022 07:23
Ekki á þeim buxunum að greiða milljarðinn sem hann skuldar Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones virtist gefa það til kynna að enginn möguleiki væri á því að hann myndi greiðar gríðarlega háar skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook. 13. október 2022 19:39