Sá sem varað var við hlaut þungan dóm fyrir brot gegn barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2023 11:00 Foreldrar og forráðamenn í Kársnesskóla voru varaðir við einstaklingi sem væri ekki æskilegt að börn væru í kringum. Google Miðlæg rannsóknardeild lögreglu hefur til rannsóknar mál karlmanns sem skólastjórnendur í Kársnesskóla vöruðu við á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er til skoðunar hvort maðurinn hafi gerst sekur um blygðunarsemisbrot í vesturhluta Kópavogs með því að fróa sér í bíl í bænum. Karlmaðurinn á að baki þungan dóm í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn barni. „Viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“ Foreldrum barna í vesturbæ Kópavogs barst póstur frá skólastjórnendum Kársnesskóla um hádegisbil á þriðjudaginn. Tæplega sex hundruð nemendur eru í skólanum á aldrinum sex til fimmtán ára. Tilefni tölvupóstsins voru ábendingar þess efnis að í vesturbæ Kópavogs væri á ferð einstaklingur „sem við viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“. Foreldrar skildu hvorki upp né niður, umræður í hverfis- og foreldrahópum fóru á flug og úr varð að framhaldspóstur barst frá Kársnesskóla þess efnis að einstaklingurinn sem um ræddi hefði sýnt af sér ósæmilega hegðun. Foreldrar voru hvattir til að ræða við börnin sín um að gefa sig ekki að ókunnugum og að vera á varðbergi. Málið hefði verið tilkynnt til lögreglu og vonandi myndi rannsókn ljúka sem fyrst. Braut á stúlku Samkvæmt heimildum fréttastofu snýst málið um karlmann sem hefur endurtekið sést í bíl í vesturhluta Kópavogs nærri stöðum þangað sem börn sækja. Karlmaðurinn er grunaður að hafa í minnsta kosti eitt skipti fróað sér í bíl á meðan börn voru í sjónmáli. Bíllinn er skráður á karlmann á fertugsaldri sem sat inni í tæp átta ár í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á grunnskólaaldri. Hann hefur samkvæmt heimildum fréttastofu verið búsettur á Íslandi í á annað ár. Á borði kynferðisbrotadeildar Þær upplýsingar fengust frá lögreglunni í Kópavogi að málið væri komið á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Deildinni er skipt í tvennt. Annars vegar er kynferðisbrotadeild og hins vegar deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi og meiriháttar afbrotum. Hjá kynferðisbrotadeild lögreglu fengust þær upplýsingar að á borði deildarinnar væri mál til rannsóknar sem gæti tengst umræðunni í vesturbæ Kópavogs. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Karlmaðurinn á að baki þungan dóm í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn barni. „Viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“ Foreldrum barna í vesturbæ Kópavogs barst póstur frá skólastjórnendum Kársnesskóla um hádegisbil á þriðjudaginn. Tæplega sex hundruð nemendur eru í skólanum á aldrinum sex til fimmtán ára. Tilefni tölvupóstsins voru ábendingar þess efnis að í vesturbæ Kópavogs væri á ferð einstaklingur „sem við viljum ekki að sé í kringum börnin okkar“. Foreldrar skildu hvorki upp né niður, umræður í hverfis- og foreldrahópum fóru á flug og úr varð að framhaldspóstur barst frá Kársnesskóla þess efnis að einstaklingurinn sem um ræddi hefði sýnt af sér ósæmilega hegðun. Foreldrar voru hvattir til að ræða við börnin sín um að gefa sig ekki að ókunnugum og að vera á varðbergi. Málið hefði verið tilkynnt til lögreglu og vonandi myndi rannsókn ljúka sem fyrst. Braut á stúlku Samkvæmt heimildum fréttastofu snýst málið um karlmann sem hefur endurtekið sést í bíl í vesturhluta Kópavogs nærri stöðum þangað sem börn sækja. Karlmaðurinn er grunaður að hafa í minnsta kosti eitt skipti fróað sér í bíl á meðan börn voru í sjónmáli. Bíllinn er skráður á karlmann á fertugsaldri sem sat inni í tæp átta ár í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á grunnskólaaldri. Hann hefur samkvæmt heimildum fréttastofu verið búsettur á Íslandi í á annað ár. Á borði kynferðisbrotadeildar Þær upplýsingar fengust frá lögreglunni í Kópavogi að málið væri komið á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Deildinni er skipt í tvennt. Annars vegar er kynferðisbrotadeild og hins vegar deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi og meiriháttar afbrotum. Hjá kynferðisbrotadeild lögreglu fengust þær upplýsingar að á borði deildarinnar væri mál til rannsóknar sem gæti tengst umræðunni í vesturbæ Kópavogs. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira