Of lítið, of seint Elvar Örn Friðriksson skrifar 13. september 2023 13:01 Eins og flestum er kunnugt synda frjóir norskir eldislaxar upp í íslenskar ár þessa dagana. Almenningur hefur þurft að bregðast við þessum hamförum og hafa bændur, veiðimenn og sjálfboðaliðar farið í það að reyna að ná sem flestum eldislöxum til að reyna að takmarka skaðann. Meira en 100 eldislaxar hafa veiðst undanfarna daga og er það ekki vegna þess að sjókvíaeldisiðnaðurinn eða eftirlitsstofnanir hafi staðið vaktina, heldur almenningur sem hefur áhyggjur af afleiðingum þessa umhverfisslys. Nú stíga sjókvíaeldisfyrirtækin fram og leggja til að fengnir verði inn kafarar frá Noregi sem hafa mikla reynslu af sambærilegum aðstæðum og að fyrirtækin borgi brúsann. Að sjálfsögðu eiga þau að borga fyrir allar aðgerðir sem er farið í núna, en við skulum hafa það á hreinu að þetta er of lítið, og of seint. Talsmaður Arctic Fish sagði nýlega í fjölmiðlum að villtum laxastofnum stafi ekki nein ógn af sjókvíaeldi. Nú virðist þó afstaða þeirra hafa breyst þar sem að ekki er hægt að fela sannleikann lengur. Samtök fyrirtækja í fjávarútvegi (SFS) héldu því einnig fram að þegar fiskur sleppur, heldur hann sig nálægt kvíunum. Nú er komið annað á daginn og eldislaxar eru að synda upp í ár í hátt í 400km fjarlægð. Þær aðgerðir sem nú verið að leggja til, vöktun og köfun er ekkert annað en lítill plástur á risastórt opið sár. Skaðinn er skeður og þetta mun gerast aftur og aftur ef að haldið er áfram að stunda laxeldi í opnum sjókvíum í fjörðum Íslands. Að sjálfsögðu eiga sjókvíaeldisfyrirtækin að greiða kostnaðinn við að þrífa upp eftir sig mengunina, en það mun ekki ná upp öllum þessum löxum og það mun ekki koma í veg fyrir erfðablöndun og hnignun laxastofna. Tökum Noreg sem dæmi. Þar eru svona neyðaraðgerðir daglegt brauð vegna þess að eldislax sleppur ítrekað úr sjókvíum. Þrátt fyrir neyðaraðgerðir eru 70% af laxastofnum þar í landi orðnir erfðablandaðir og staða villtra stofna aldrei verið verri. Er þetta raunveriuleikinn sem við viljum fyrir íslenska náttúru? 2.250 lögbýli treysta á tekjur af laxveiðiám landsins, og svo má ekki gleyma leigutökum, leiðsögumönnum, bílstjórum, matreiðslufólki í veiðihúsum og fólki í þjónustustörfum. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi alls þessa fólks. Ef árnar verða erfðablandaðar og laxinn hættir að koma til baka í sína heima-á munu engir ferðamenn eða Íslendingar vilja heimsækja þessar ár. Þar með yrði sú tekjulind úr sögunni, fórnað fyrir norska stóriðju sem skapar margfalt færri störf. Sorglega staðreyndin er sú að hert regluverk og eftirlit hefur hvergi náð að koma í veg fyrir umhverfisslysin sem fylgja sjókvíaeldi. Hvergi í heiminum. Stjórnvöld og þjóðin öll þurfa að fara að ákveða sig. Vilja Íslendingar opið sjókvíaeldi eða vilja Íslendingar hreina náttúru, villtan lax og blómlega byggð í sveitum landsins. Eina leiðin til að sporna við þessu umhverfisslysi er að banna laxeldi í opnum sjókvíum. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elvar Örn Friðriksson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og flestum er kunnugt synda frjóir norskir eldislaxar upp í íslenskar ár þessa dagana. Almenningur hefur þurft að bregðast við þessum hamförum og hafa bændur, veiðimenn og sjálfboðaliðar farið í það að reyna að ná sem flestum eldislöxum til að reyna að takmarka skaðann. Meira en 100 eldislaxar hafa veiðst undanfarna daga og er það ekki vegna þess að sjókvíaeldisiðnaðurinn eða eftirlitsstofnanir hafi staðið vaktina, heldur almenningur sem hefur áhyggjur af afleiðingum þessa umhverfisslys. Nú stíga sjókvíaeldisfyrirtækin fram og leggja til að fengnir verði inn kafarar frá Noregi sem hafa mikla reynslu af sambærilegum aðstæðum og að fyrirtækin borgi brúsann. Að sjálfsögðu eiga þau að borga fyrir allar aðgerðir sem er farið í núna, en við skulum hafa það á hreinu að þetta er of lítið, og of seint. Talsmaður Arctic Fish sagði nýlega í fjölmiðlum að villtum laxastofnum stafi ekki nein ógn af sjókvíaeldi. Nú virðist þó afstaða þeirra hafa breyst þar sem að ekki er hægt að fela sannleikann lengur. Samtök fyrirtækja í fjávarútvegi (SFS) héldu því einnig fram að þegar fiskur sleppur, heldur hann sig nálægt kvíunum. Nú er komið annað á daginn og eldislaxar eru að synda upp í ár í hátt í 400km fjarlægð. Þær aðgerðir sem nú verið að leggja til, vöktun og köfun er ekkert annað en lítill plástur á risastórt opið sár. Skaðinn er skeður og þetta mun gerast aftur og aftur ef að haldið er áfram að stunda laxeldi í opnum sjókvíum í fjörðum Íslands. Að sjálfsögðu eiga sjókvíaeldisfyrirtækin að greiða kostnaðinn við að þrífa upp eftir sig mengunina, en það mun ekki ná upp öllum þessum löxum og það mun ekki koma í veg fyrir erfðablöndun og hnignun laxastofna. Tökum Noreg sem dæmi. Þar eru svona neyðaraðgerðir daglegt brauð vegna þess að eldislax sleppur ítrekað úr sjókvíum. Þrátt fyrir neyðaraðgerðir eru 70% af laxastofnum þar í landi orðnir erfðablandaðir og staða villtra stofna aldrei verið verri. Er þetta raunveriuleikinn sem við viljum fyrir íslenska náttúru? 2.250 lögbýli treysta á tekjur af laxveiðiám landsins, og svo má ekki gleyma leigutökum, leiðsögumönnum, bílstjórum, matreiðslufólki í veiðihúsum og fólki í þjónustustörfum. Sjókvíaeldi ógnar lífsviðurværi alls þessa fólks. Ef árnar verða erfðablandaðar og laxinn hættir að koma til baka í sína heima-á munu engir ferðamenn eða Íslendingar vilja heimsækja þessar ár. Þar með yrði sú tekjulind úr sögunni, fórnað fyrir norska stóriðju sem skapar margfalt færri störf. Sorglega staðreyndin er sú að hert regluverk og eftirlit hefur hvergi náð að koma í veg fyrir umhverfisslysin sem fylgja sjókvíaeldi. Hvergi í heiminum. Stjórnvöld og þjóðin öll þurfa að fara að ákveða sig. Vilja Íslendingar opið sjókvíaeldi eða vilja Íslendingar hreina náttúru, villtan lax og blómlega byggð í sveitum landsins. Eina leiðin til að sporna við þessu umhverfisslysi er að banna laxeldi í opnum sjókvíum. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun