Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2023 14:56 Á myndinni má sjá eyðilegginguna í kjölfar flóðanna í Derna. Myndinni var dreift á fjölmiðla af ríkisstjórninni í Líbíu í gær. Vísir/AP Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjölfar hamfaraflóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnudag upp ströndina frá Miðjarðarhafinu. Tíu þúsund eru týnd og þúsundir látin og slösuð í kjölfar flóða í Líbíu á sunnudag. Stormurinn Daniel gekk þá yfir austurhluta landsins. Borgin Derna hefur orðið hvað verst úti. Íbúar segjast margir hafa heyrt gífurleg læti og sprengingar og gert sér þá grein fyrir því að stíflurnar utan borgarinnar hefðu brostið og hleypt vatni niður ánna Wadi Derna. Áin liggur frá fjöllum, í gegnum borgina og út í sjó. Alls búa um hundrað þúsund í borginni Dernu en meirihluti hennar er nú undir vatni eftir að tvær stíflur brustu og fjórar brýr hrundu í storminum. Haft er eftir Mr Chkiouat, flugmálaráðherra landsins, að þegar önnur stíflan hafi brostið hafi heilu hverfin horfið með ofan í haf. „Heilt hverfi er ónýtt. Það eru mörg fórnarlömb og þeim fjölgar með hverjum klukkutímanum sem líður. Núna eru 1.500 látin og 2.000 týnd. Við erum ekki með nákvæmar tölur en þetta er hörmung,“ er haft eftir honum á vef BBC en hann bætti því við að viðhald hafi verið takmarkað síðustu ár við stíflurnar. Vegur við ströndina í Derna er gjöreyðilagður í kjölfar flóðanna á sunnudag. Vísir/AP Fram kemur á vef AP að þegar sé búið að jarða um 700 manns í Derna en heilbrigðisyfirvöld í Austur-Líbíu telja að tala látinna sé í kringum 2.300 eins og stendur. Talið er líklegt að mikill fjöldi látinna hafi horfið út í haf þegar stíflurnar brustu. Stormurinn hefur einnig haft mikil áhrif í borgunum Benghazi, Soussa and Al-Marj austar í landinu. Tamer Ramadan, yfirmaður Rauða krossins í Líbíu, segir í samtali við BBC að fjöldi látinna sé líklega gífurlegur. Hann sagði viðbragðsteymi frá Rauða krossinum á vettvangi og séu að meta stöðuna. Staðan í Líbíu hefur verið afar erfið síðasta áratuginn, eða allt frá því að Muammar Gaddafi var steypt af stóli. Tvær ríkisstjórnir hafa í raun verið við völd, önnur í vestri og hin í austri. Báðar eru þær studdar af ólíkum uppreisnarherjum og erlendum ríkisstjórnum. Dernu er stjórnað af hernaðarhöfðingjanum Khalifa Hifter en hann tilheyrir ríkisstjórninni í austri sem hefur aðsetur í Benghazi. Í erlendum miðlum segir að þessi staða geri björgunaraðgerðir jafnvel erfiðari og hægi á þeim. Haft er eftir Mr Chkiouat á vef BBC að hjálpargögn séu á leiðinni en ríkisstjórnin í Trípóli, sú vestari, hefur sent austur flugvél með sjúkragögnum, líkpokum og um 80 læknum og sjúkraliðum. Hann fullyrðir að ríkisstjórnin í austri muni þiggja aðstoð frá þeirri í Trípólí. Fjölmörg lönd hafa þegar sent teymi og hjálpargögn en það eru til dæmis Bandaríkin, Egyptaland, Þýskaland og Íran sem hafa gert það. Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Týnda úranið mögulega fundið Hersveitir í austurhluta Líbíu segjast hafa fundið um tvö og hálft tonn af úrani sem leitað hafði verið. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur ekki staðfest fund hersveitanna. 16. mars 2023 20:01 Nokkur tonn af úrani horfin í Líbíu Alþjóðakjarnorkumálastofunin (IAEA) segir að um tvö og hálft tonn af náttúrulegu úrani sem var geymt í Líbíu séu horfin. Rannsókn stendur yfir á hvernig það kom til að geislavirka efnið var fært og hvar það er niður komið. 16. mars 2023 10:09 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Tíu þúsund eru týnd og þúsundir látin og slösuð í kjölfar flóða í Líbíu á sunnudag. Stormurinn Daniel gekk þá yfir austurhluta landsins. Borgin Derna hefur orðið hvað verst úti. Íbúar segjast margir hafa heyrt gífurleg læti og sprengingar og gert sér þá grein fyrir því að stíflurnar utan borgarinnar hefðu brostið og hleypt vatni niður ánna Wadi Derna. Áin liggur frá fjöllum, í gegnum borgina og út í sjó. Alls búa um hundrað þúsund í borginni Dernu en meirihluti hennar er nú undir vatni eftir að tvær stíflur brustu og fjórar brýr hrundu í storminum. Haft er eftir Mr Chkiouat, flugmálaráðherra landsins, að þegar önnur stíflan hafi brostið hafi heilu hverfin horfið með ofan í haf. „Heilt hverfi er ónýtt. Það eru mörg fórnarlömb og þeim fjölgar með hverjum klukkutímanum sem líður. Núna eru 1.500 látin og 2.000 týnd. Við erum ekki með nákvæmar tölur en þetta er hörmung,“ er haft eftir honum á vef BBC en hann bætti því við að viðhald hafi verið takmarkað síðustu ár við stíflurnar. Vegur við ströndina í Derna er gjöreyðilagður í kjölfar flóðanna á sunnudag. Vísir/AP Fram kemur á vef AP að þegar sé búið að jarða um 700 manns í Derna en heilbrigðisyfirvöld í Austur-Líbíu telja að tala látinna sé í kringum 2.300 eins og stendur. Talið er líklegt að mikill fjöldi látinna hafi horfið út í haf þegar stíflurnar brustu. Stormurinn hefur einnig haft mikil áhrif í borgunum Benghazi, Soussa and Al-Marj austar í landinu. Tamer Ramadan, yfirmaður Rauða krossins í Líbíu, segir í samtali við BBC að fjöldi látinna sé líklega gífurlegur. Hann sagði viðbragðsteymi frá Rauða krossinum á vettvangi og séu að meta stöðuna. Staðan í Líbíu hefur verið afar erfið síðasta áratuginn, eða allt frá því að Muammar Gaddafi var steypt af stóli. Tvær ríkisstjórnir hafa í raun verið við völd, önnur í vestri og hin í austri. Báðar eru þær studdar af ólíkum uppreisnarherjum og erlendum ríkisstjórnum. Dernu er stjórnað af hernaðarhöfðingjanum Khalifa Hifter en hann tilheyrir ríkisstjórninni í austri sem hefur aðsetur í Benghazi. Í erlendum miðlum segir að þessi staða geri björgunaraðgerðir jafnvel erfiðari og hægi á þeim. Haft er eftir Mr Chkiouat á vef BBC að hjálpargögn séu á leiðinni en ríkisstjórnin í Trípóli, sú vestari, hefur sent austur flugvél með sjúkragögnum, líkpokum og um 80 læknum og sjúkraliðum. Hann fullyrðir að ríkisstjórnin í austri muni þiggja aðstoð frá þeirri í Trípólí. Fjölmörg lönd hafa þegar sent teymi og hjálpargögn en það eru til dæmis Bandaríkin, Egyptaland, Þýskaland og Íran sem hafa gert það.
Líbía Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Týnda úranið mögulega fundið Hersveitir í austurhluta Líbíu segjast hafa fundið um tvö og hálft tonn af úrani sem leitað hafði verið. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur ekki staðfest fund hersveitanna. 16. mars 2023 20:01 Nokkur tonn af úrani horfin í Líbíu Alþjóðakjarnorkumálastofunin (IAEA) segir að um tvö og hálft tonn af náttúrulegu úrani sem var geymt í Líbíu séu horfin. Rannsókn stendur yfir á hvernig það kom til að geislavirka efnið var fært og hvar það er niður komið. 16. mars 2023 10:09 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Týnda úranið mögulega fundið Hersveitir í austurhluta Líbíu segjast hafa fundið um tvö og hálft tonn af úrani sem leitað hafði verið. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur ekki staðfest fund hersveitanna. 16. mars 2023 20:01
Nokkur tonn af úrani horfin í Líbíu Alþjóðakjarnorkumálastofunin (IAEA) segir að um tvö og hálft tonn af náttúrulegu úrani sem var geymt í Líbíu séu horfin. Rannsókn stendur yfir á hvernig það kom til að geislavirka efnið var fært og hvar það er niður komið. 16. mars 2023 10:09
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent