Formúla 1

Leitar eftir stuðningi Hamilton í máli sem gæti tekið af honum heims­­meistara­­titil

Aron Guðmundsson skrifar
Massa og Hamilton tímabilið 2008
Massa og Hamilton tímabilið 2008 Vísir/EPA

Fyrrum For­múlu 1 öku­maðurinn, Brasilíumaðurinn Feli­pe Massa, biðlar til sjö­falda heims­meistarans Lewis Hamilton að beita sér í máli sem kennt er við Cras­hgate skandalinn í móta­röðinni tíma­bilið 2008, tíma­bilið sem Hamilton vann sinn fyrsta heims­meistara­titil, og sýna það í verki að hann tali fyrir heilindum í í­þróttum í máli sem gæti endað með því að hann myndi missa einn af sínum sjö heims­meistara­titlum.

At­burða­­rásin árið 2008 í Singa­púr kapp­akstrinum er orðin vel þekkt undir nafninu Cras­hgate skandallinn í For­múlu 1 en þar ók Nel­son Piquet, öku­maður Renault, vís­vitandi utan í vegg til að láta kalla út öryggis­bíl. At­hæfi sem hagnaðist liðs­fé­laga hans hjá franska liðinu, Fernando Alon­so sem vann kapp­aksturinn.

Massa, sem leiddi kapp­aksturinn og stiga­keppni öku­manna áður en at­vikið átti sér stað, varð með þessu af mikil­vægum stigum og átti eftir að enda í 2. sæti í bar­áttunni um heims­meistara­titilinn, einu stigi á eftir Hamilton.

Ári eftir Singa­púr kapp­aksturinn steig Piquet fram og sagði liðs­­stjóra Renault hafa sagt sér að aka bíl sínum utan í vegg og seinna meir voru stjórn­endur liðsins settir í bann frá móta­röðinni.

Nú ætlar Massa sér í skaða­bóta­mál á hendur fyrrum stjórn­endum For­múlu 1 sem og Al­­þjóða akstur­s­í­­þrótta­­sam­bandsins (FIA) vegna meints sam­­særis sem lög­menn Massa segja hafa kostað hann heims­­meistara­­titil öku­manna tíma­bilið 2008.

Sýni að orð hans hafi merkingu

Lög­menn Massa telja hann hafa orðið af um tíu milljónum evra sökum af­leiðinga Cras­hgate skan­dalsins en það er ekki aðal krafan sem hann vill ná fram, heldur rétt­læti á niður­stöðu tíma­bilsins 2008 og í við­tali við Reu­ters segir Bernar­do Viana, einn af lög­mönnum Massa, vonast eftir stuðningi Hamilton í málinu sem á endanum gæti tekið af honum einn af hans heims­meistara­titlum.

Hamilton eftir að titillinn var í höfn árið 2008Vísir/EPA

„Hamilton er mikil­vægur sendi­herra í­þróttarinnar og hefur alltaf talað fyrir heil­indum í í­þróttum,“ sagði Viana í sam­tali við Reu­ters. „Þá hefur hann verið gerður að heiðurs­borgara í Brasilíu og er miklum metum hjá brasilísku þjóðinni. Við vonumst eftir stuðningi hans.“

Berni­e Ecc­lestone var árið 2008 helsti stjórnandi For­múlu 1 og haft var eftir honum í mars fyrr á þessu ári að bæði hann sem og Max Mosl­ey, þá for­­seti FIA, hafi vitað að Piquet hefði verið fyrir­­­skipað að aka utan í vegg í Singa­púr kapp­akstrinum en að þeir hafi ekkert að­hafst í málinu.

Er þetta við­tal sem Ecc­leston fór í fyrr á árinu helsta á­stæða þess að Massa, á­samt teymi lög­manna, heldur í þessa veg­ferð því efst settu stjórn­endur For­múlu 1 og FIA hafi ekkert gert þrátt fyrir að hafa vitað af ó­heill­indum Renault-manna allt frá því fljót­lega eftir að at­vikið átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×