Sancho fór í afmæli til NBA-stjörnu í fríinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2023 16:31 Jadon Sancho og Aaron Wan-Bissaka voru vel skreyttir í afmæli körfuboltamannsins Johns Í staðinn fyrir að setja undir sig hausinn og æfa af krafti nýtti Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, landsleikjahléið til að fara til New York. Sancho er ekki í náðinni hjá Erik ten Hag, knattspyrnustjóra United. Hann valdi hann ekki í leikmannahóp liðsins gegn Arsenal um þarsíðustu helgi. Eftir leikinn kvartaði Sancho sáran yfir illri meðferð á samfélagsmiðlum og sagðist vera gerður að blóraböggli. Framtíð Sanchos er í óvissu og hann var meðal annars orðaður við félög í Sádi-Arabíu áður en félagaskiptaglugganum var lokað þar í landi. Hann fór hins vegar ekki neitt. Ástæðan sem Ten Hag gaf fyrir fjarveru Sanchos gegn Arsenal var að hann hefði ekki staðið sig nógu vel á æfingum. Sancho nýtti tímann í landsleikjahléinu þó ekki til að æfa heldur skellti hann sér til New York og fór í afmæli hjá NBA-stjörnunni John Wall. Með í för var Aaron Wan-Bissaka. Öfugt við Sancho á hann fast sæti í liði United. Wall varð 33 ára á miðvikudaginn. Hann spilaði síðast með Los Angeles Clippers. Hann lék með Washington Wizards í áratug og var á þeim tíma fimm sinnum valinn til að spila í Stjörnuleiknum. Sancho á greinilega hauk í horni í Wall en samherjar hans hjá United ku vera orðnir þreyttir á honum. Samkvæmt frétt ESPN hafa liðsfélagar hans litla sem enga samúð með honum í deilunni við Ten Hag. United tekur á móti Brighton í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. United er í 11. sæti deildarinnar með sex stig. Enski boltinn NBA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember Sjá meira
Sancho er ekki í náðinni hjá Erik ten Hag, knattspyrnustjóra United. Hann valdi hann ekki í leikmannahóp liðsins gegn Arsenal um þarsíðustu helgi. Eftir leikinn kvartaði Sancho sáran yfir illri meðferð á samfélagsmiðlum og sagðist vera gerður að blóraböggli. Framtíð Sanchos er í óvissu og hann var meðal annars orðaður við félög í Sádi-Arabíu áður en félagaskiptaglugganum var lokað þar í landi. Hann fór hins vegar ekki neitt. Ástæðan sem Ten Hag gaf fyrir fjarveru Sanchos gegn Arsenal var að hann hefði ekki staðið sig nógu vel á æfingum. Sancho nýtti tímann í landsleikjahléinu þó ekki til að æfa heldur skellti hann sér til New York og fór í afmæli hjá NBA-stjörnunni John Wall. Með í för var Aaron Wan-Bissaka. Öfugt við Sancho á hann fast sæti í liði United. Wall varð 33 ára á miðvikudaginn. Hann spilaði síðast með Los Angeles Clippers. Hann lék með Washington Wizards í áratug og var á þeim tíma fimm sinnum valinn til að spila í Stjörnuleiknum. Sancho á greinilega hauk í horni í Wall en samherjar hans hjá United ku vera orðnir þreyttir á honum. Samkvæmt frétt ESPN hafa liðsfélagar hans litla sem enga samúð með honum í deilunni við Ten Hag. United tekur á móti Brighton í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. United er í 11. sæti deildarinnar með sex stig.
Enski boltinn NBA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember Sjá meira