Spila allan leikinn aftur þó aðeins fjórar mínútur hafi verið eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2023 14:02 Úr leik hjá Buxton. Twitter@Buxton_FC Hætta þurfti leik á 96. mínútu þegar Scunthorpe United og Buxton mættust nýverið í Norðurhluta National-deildarinnar, hluti af F-deildinni á Englandi, vegna mikillar rigningar. Buxton var þá 2-1 yfir en nú hefur verið ákveðið að spila þurfi leikinn að nýju, frá upphafi til enda. Leikurinn fór upphaflega fram á heitasta degi ársins á Englandi en hitinn fór upp í tæplega 33 gráður. Það var þó ekki hitinn sem orsakaði langan uppbótartíma en alls var tíu mínútum bætt við eftir að stöðva þurfti leik þar sem aðskotahlutum var hent í markvörð Buxton. Arrived in sunny Scunthorpe for todays game!#UpTheBucks | #TeamBuxton | pic.twitter.com/D9cjPqhDEQ— Buxton Football Club (@Buxton_FC) September 9, 2023 Það virtist ekki koma að sök en gestirnir í Buxton leiddu 2-1 þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Það var þá sem slíkt úrhelli hófst að fresta þurfti leiknum. Nú hefur deildin ákveðið að spila þurfi leikinn að nýju, allan leikinn það er að segja. „Málið var skoðað gaumgæfilega, niðurstaðan byggir á regluverki deildarinnar sem og öðrum svipuðum málum í fortíðinni. Nýr leikdagur verður ákveðinn og liðin látin vita þegar þar að kemur,“ segir í yfirlýsingu frá deildinni. Craig Elliott, þjálfari Buxton, er vægast sagt ósáttur með forráðamenn deildarinnar. Hann bjóst við því að almenn skynsemi myndi hafa betur en svo virðist ekki hafa verið. Nú þarf Buxton-liðið og stuðningsfólk þess að ferðast þvert yfir England í annað sinn til að spila leik sem það var svo gott sem búið að vinna. The visitors were 2-1 up when the game was called off due to a torrential downpour.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 Til að strá salti í sárin þá stendur rauða spjaldið sem Connor Brown fékk í leiknum og hann missir því af leiknum gegn Macclesfield í FA-bikarnum á laugardaginn kemur. Scunthorpe United er í 2. sæti deildarinnar á meðan Buxton er í 13. sæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Leikurinn fór upphaflega fram á heitasta degi ársins á Englandi en hitinn fór upp í tæplega 33 gráður. Það var þó ekki hitinn sem orsakaði langan uppbótartíma en alls var tíu mínútum bætt við eftir að stöðva þurfti leik þar sem aðskotahlutum var hent í markvörð Buxton. Arrived in sunny Scunthorpe for todays game!#UpTheBucks | #TeamBuxton | pic.twitter.com/D9cjPqhDEQ— Buxton Football Club (@Buxton_FC) September 9, 2023 Það virtist ekki koma að sök en gestirnir í Buxton leiddu 2-1 þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Það var þá sem slíkt úrhelli hófst að fresta þurfti leiknum. Nú hefur deildin ákveðið að spila þurfi leikinn að nýju, allan leikinn það er að segja. „Málið var skoðað gaumgæfilega, niðurstaðan byggir á regluverki deildarinnar sem og öðrum svipuðum málum í fortíðinni. Nýr leikdagur verður ákveðinn og liðin látin vita þegar þar að kemur,“ segir í yfirlýsingu frá deildinni. Craig Elliott, þjálfari Buxton, er vægast sagt ósáttur með forráðamenn deildarinnar. Hann bjóst við því að almenn skynsemi myndi hafa betur en svo virðist ekki hafa verið. Nú þarf Buxton-liðið og stuðningsfólk þess að ferðast þvert yfir England í annað sinn til að spila leik sem það var svo gott sem búið að vinna. The visitors were 2-1 up when the game was called off due to a torrential downpour.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 Til að strá salti í sárin þá stendur rauða spjaldið sem Connor Brown fékk í leiknum og hann missir því af leiknum gegn Macclesfield í FA-bikarnum á laugardaginn kemur. Scunthorpe United er í 2. sæti deildarinnar á meðan Buxton er í 13. sæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira