Spila allan leikinn aftur þó aðeins fjórar mínútur hafi verið eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2023 14:02 Úr leik hjá Buxton. Twitter@Buxton_FC Hætta þurfti leik á 96. mínútu þegar Scunthorpe United og Buxton mættust nýverið í Norðurhluta National-deildarinnar, hluti af F-deildinni á Englandi, vegna mikillar rigningar. Buxton var þá 2-1 yfir en nú hefur verið ákveðið að spila þurfi leikinn að nýju, frá upphafi til enda. Leikurinn fór upphaflega fram á heitasta degi ársins á Englandi en hitinn fór upp í tæplega 33 gráður. Það var þó ekki hitinn sem orsakaði langan uppbótartíma en alls var tíu mínútum bætt við eftir að stöðva þurfti leik þar sem aðskotahlutum var hent í markvörð Buxton. Arrived in sunny Scunthorpe for todays game!#UpTheBucks | #TeamBuxton | pic.twitter.com/D9cjPqhDEQ— Buxton Football Club (@Buxton_FC) September 9, 2023 Það virtist ekki koma að sök en gestirnir í Buxton leiddu 2-1 þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Það var þá sem slíkt úrhelli hófst að fresta þurfti leiknum. Nú hefur deildin ákveðið að spila þurfi leikinn að nýju, allan leikinn það er að segja. „Málið var skoðað gaumgæfilega, niðurstaðan byggir á regluverki deildarinnar sem og öðrum svipuðum málum í fortíðinni. Nýr leikdagur verður ákveðinn og liðin látin vita þegar þar að kemur,“ segir í yfirlýsingu frá deildinni. Craig Elliott, þjálfari Buxton, er vægast sagt ósáttur með forráðamenn deildarinnar. Hann bjóst við því að almenn skynsemi myndi hafa betur en svo virðist ekki hafa verið. Nú þarf Buxton-liðið og stuðningsfólk þess að ferðast þvert yfir England í annað sinn til að spila leik sem það var svo gott sem búið að vinna. The visitors were 2-1 up when the game was called off due to a torrential downpour.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 Til að strá salti í sárin þá stendur rauða spjaldið sem Connor Brown fékk í leiknum og hann missir því af leiknum gegn Macclesfield í FA-bikarnum á laugardaginn kemur. Scunthorpe United er í 2. sæti deildarinnar á meðan Buxton er í 13. sæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Leikurinn fór upphaflega fram á heitasta degi ársins á Englandi en hitinn fór upp í tæplega 33 gráður. Það var þó ekki hitinn sem orsakaði langan uppbótartíma en alls var tíu mínútum bætt við eftir að stöðva þurfti leik þar sem aðskotahlutum var hent í markvörð Buxton. Arrived in sunny Scunthorpe for todays game!#UpTheBucks | #TeamBuxton | pic.twitter.com/D9cjPqhDEQ— Buxton Football Club (@Buxton_FC) September 9, 2023 Það virtist ekki koma að sök en gestirnir í Buxton leiddu 2-1 þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Það var þá sem slíkt úrhelli hófst að fresta þurfti leiknum. Nú hefur deildin ákveðið að spila þurfi leikinn að nýju, allan leikinn það er að segja. „Málið var skoðað gaumgæfilega, niðurstaðan byggir á regluverki deildarinnar sem og öðrum svipuðum málum í fortíðinni. Nýr leikdagur verður ákveðinn og liðin látin vita þegar þar að kemur,“ segir í yfirlýsingu frá deildinni. Craig Elliott, þjálfari Buxton, er vægast sagt ósáttur með forráðamenn deildarinnar. Hann bjóst við því að almenn skynsemi myndi hafa betur en svo virðist ekki hafa verið. Nú þarf Buxton-liðið og stuðningsfólk þess að ferðast þvert yfir England í annað sinn til að spila leik sem það var svo gott sem búið að vinna. The visitors were 2-1 up when the game was called off due to a torrential downpour.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 Til að strá salti í sárin þá stendur rauða spjaldið sem Connor Brown fékk í leiknum og hann missir því af leiknum gegn Macclesfield í FA-bikarnum á laugardaginn kemur. Scunthorpe United er í 2. sæti deildarinnar á meðan Buxton er í 13. sæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira