„Við vorum slakir sóknarlega“ Hinrik Wöhler skrifar 11. september 2023 22:10 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH Vísir/Pawel Cieslikiewicz Önnur umferð Olís-deildar karla fór af stað með stórleik í Origo-höllinni þar sem Valur og FH áttust við í kvöld. Leikurinn endaði með eins marks sigri Valsmanna, 27-26. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, telur að það séu þó nokkur atriði sem megi bæta í leik sinna manna. „Þetta var svekkjandi tap en samt sem áður áttu Valsmenn þetta skilið og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Við vorum ekki nógu góðir í dag, við vorum slakir sóknarlega og förum með mikið af dauðafærum. Almennt var skotnýtingin ekki góð og tilfinningin er að tæknifeilarnir voru alltof margir,“ sagði Sigursteinn skömmu eftir leik. Leikurinn var jafn framan af en um miðbik síðari hálfleiks náðu Valsmenn að komast yfir og leiddu þangað til að lokaflautið gall. „Í seinni hálfleik þá erum við komnir þremur mörkum yfir á tímapunkti og erum með móment til að klára leikinn en við förum mjög illa með leikinn. Við klikkum aftur á færum og Valsliðið er alltof gott til að geta leyft sér þannig spilamennsku.“ Sóknarleikur FH-inga gekk ekki nægilega vel upp í síðari hálfleik og skotnýtingin ekki upp á marga fiska. Gestirnir geta þakkað markverði sínum, Daníel Frey Andréssyni, að þeir voru inn í leiknum lengst af en hann varði sautján skot í leiknum í kvöld. „Daníel í markinu var flottur og varnarlega vorum við allt í lagi. Það voru móment sem litu vel út en það vantar stöðugleika líka þar. Við þurfum að bæta okkur viku eftir viku,“ sagði Sigursteinn. Tveir leikir eru búnir af deildarkeppninni en Hafnfirðingar sigruðu Aftureldingu í fyrsta leik tímabilsins „Mér líst vel á mótið og þannig lagað byrjunina. Við vissum að fyrstu tveir leikirnir væru hörkuleikir og þurfum hafa okkur alla við til að ná okkar markmiðum og það er mikil vinna framundan. Þetta er önnur umferð og það á margt eftir að gerast,“ sagði Sigursteinn þegar hann var spurður út í byrjun mótsins. Næsta verkefni er Bikarkeppni Evrópu og halda FH-ingar til Grikklands í vikunni. „Nú setum við hausinn á fullt í það verkefni og þurfum að bæta frammistöðuna frá því í dag. Við fáum nokkra góða daga saman í Grikklandi sem við ætlum að nýta vel,“ bætti Sigursteinn við. Olís-deild karla Valur FH Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Sjá meira
„Þetta var svekkjandi tap en samt sem áður áttu Valsmenn þetta skilið og ég óska þeim til hamingju með sigurinn. Við vorum ekki nógu góðir í dag, við vorum slakir sóknarlega og förum með mikið af dauðafærum. Almennt var skotnýtingin ekki góð og tilfinningin er að tæknifeilarnir voru alltof margir,“ sagði Sigursteinn skömmu eftir leik. Leikurinn var jafn framan af en um miðbik síðari hálfleiks náðu Valsmenn að komast yfir og leiddu þangað til að lokaflautið gall. „Í seinni hálfleik þá erum við komnir þremur mörkum yfir á tímapunkti og erum með móment til að klára leikinn en við förum mjög illa með leikinn. Við klikkum aftur á færum og Valsliðið er alltof gott til að geta leyft sér þannig spilamennsku.“ Sóknarleikur FH-inga gekk ekki nægilega vel upp í síðari hálfleik og skotnýtingin ekki upp á marga fiska. Gestirnir geta þakkað markverði sínum, Daníel Frey Andréssyni, að þeir voru inn í leiknum lengst af en hann varði sautján skot í leiknum í kvöld. „Daníel í markinu var flottur og varnarlega vorum við allt í lagi. Það voru móment sem litu vel út en það vantar stöðugleika líka þar. Við þurfum að bæta okkur viku eftir viku,“ sagði Sigursteinn. Tveir leikir eru búnir af deildarkeppninni en Hafnfirðingar sigruðu Aftureldingu í fyrsta leik tímabilsins „Mér líst vel á mótið og þannig lagað byrjunina. Við vissum að fyrstu tveir leikirnir væru hörkuleikir og þurfum hafa okkur alla við til að ná okkar markmiðum og það er mikil vinna framundan. Þetta er önnur umferð og það á margt eftir að gerast,“ sagði Sigursteinn þegar hann var spurður út í byrjun mótsins. Næsta verkefni er Bikarkeppni Evrópu og halda FH-ingar til Grikklands í vikunni. „Nú setum við hausinn á fullt í það verkefni og þurfum að bæta frammistöðuna frá því í dag. Við fáum nokkra góða daga saman í Grikklandi sem við ætlum að nýta vel,“ bætti Sigursteinn við.
Olís-deild karla Valur FH Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Sjá meira