Tugir fallnir í drónaárás á markað í Khartoum Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2023 09:18 Liðsmenn RSF nærri Khartoum. Sveitin berst við stjórnarherinn í Súdan. AP/Hussein Malla Að minnsta kosti 43 eru sagðir fallnir og tugir til viðbótar særðir eftir drónaárás á útimarkað í Khartoum, höfuðborg Súdans, í gær. Vopnuð átök geisa á milli stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar en hvorug fylkingin vill taka ábyrgð á ódæðinu. Árásin átti sér stað í May-hverfinu í Khartoum þar sem fjöldi meðlima í samtökunum Rapid Support Forces (RSF) undir stjórn hershöfðingjans Mohameds Hamdan Dagalo hefur haldið til, að sögn AP-fréttastofunnar. Samtökin skelltu skuldinni á stjórnarherinn en hann segist ekki ráðast á óbreytta borgara. Báðar fylkingar eru sagðar beita fallbyssum og loftárásum án þess að skeyta mikið um hættuna fyrir óbreytta borgara. Þannig segja mannréttindasamtök í landinu að stjórnarherinn hafi varpað sprengjum á íbúðarhverfi eftir að liðsmenn RSF gerðu heimili fólks upptæk og notuðu þau sem starfsstöðvar. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á Dagalo, yfirmann RSF, fyrir ofbeldisverk og mannréttindabrot hermanna hans í síðustu viku. Fleiri en fjögur þúsund manns hafa fallið í stríðsátökunum samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna frá því í ágúst. Læknar og aðgerðarsinnar í landinu telja raunverulegt mannfall mun meira. Þá eru meira en sjö milljónir manna á vergangi og rúm milljón til viðbótar er flúin til nágrannalandanna. Súdan Tengdar fréttir Óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Súdan Heilbrigðisstarfsmenn í Súdan segja innviði landsins að hruni komna. Lík safnast upp á götum úti í höfuðborginni Khartoum, fólk hefur neyðst til að drekka mengað vatn og skortur er á mat og eldsneyti. 2. maí 2023 07:29 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Árásin átti sér stað í May-hverfinu í Khartoum þar sem fjöldi meðlima í samtökunum Rapid Support Forces (RSF) undir stjórn hershöfðingjans Mohameds Hamdan Dagalo hefur haldið til, að sögn AP-fréttastofunnar. Samtökin skelltu skuldinni á stjórnarherinn en hann segist ekki ráðast á óbreytta borgara. Báðar fylkingar eru sagðar beita fallbyssum og loftárásum án þess að skeyta mikið um hættuna fyrir óbreytta borgara. Þannig segja mannréttindasamtök í landinu að stjórnarherinn hafi varpað sprengjum á íbúðarhverfi eftir að liðsmenn RSF gerðu heimili fólks upptæk og notuðu þau sem starfsstöðvar. Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir á Dagalo, yfirmann RSF, fyrir ofbeldisverk og mannréttindabrot hermanna hans í síðustu viku. Fleiri en fjögur þúsund manns hafa fallið í stríðsátökunum samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna frá því í ágúst. Læknar og aðgerðarsinnar í landinu telja raunverulegt mannfall mun meira. Þá eru meira en sjö milljónir manna á vergangi og rúm milljón til viðbótar er flúin til nágrannalandanna.
Súdan Tengdar fréttir Óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Súdan Heilbrigðisstarfsmenn í Súdan segja innviði landsins að hruni komna. Lík safnast upp á götum úti í höfuðborginni Khartoum, fólk hefur neyðst til að drekka mengað vatn og skortur er á mat og eldsneyti. 2. maí 2023 07:29 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Súdan Heilbrigðisstarfsmenn í Súdan segja innviði landsins að hruni komna. Lík safnast upp á götum úti í höfuðborginni Khartoum, fólk hefur neyðst til að drekka mengað vatn og skortur er á mat og eldsneyti. 2. maí 2023 07:29