Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Bjarki Sigurðsson skrifar 10. september 2023 20:16 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Ívar Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. Á fimmtudaginn í síðustu viku mættu nokkrir meðlimir hóps sem kallar sig Samtökin 22 í Langholtsskóla í Reykjavík og heimtuðu svör hvers vegna veggspjöld sem fjölluðu um kynlíf og kynhneigð væru hengd á veggi skólans. Þeim var vikið úr húsnæðinu af starfsmönnum þar. Skólastjórnendur varaðir við Einn meðlimur samtakanna birti myndband af heimsókninni á Facebook. Samtökin voru ekki sátt með að vera vikið í burtu og sögðu ítrekað að grunnskólinn væri opinber staður og því væru þau í fullum rétti til að vera á svæðinu. Í kjölfar þessarar uppákomu var sendur út póstur á alla skóla, félags- og frístundamiðstöðvar þar sem varað var við hópnum. Var þar meðal annars sagt að starfsfólk þurfi að snúa bökum saman. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir hópinn ekki geta mætt án leyfis í hvaða skóla sem er. „Skóli er einfaldlega vettvangur náms og kennslu. Þangað eiga erindi eingöngu kennarar, starfsfólk skóla, nemendur og svo foreldrar. Sem eru í samskiptum við skólann. Það skiptir miklu máli að skólar séu opnir þannig að foreldrar séu velkomnir. En þetta á ekki að gerast,“ segir Helgi. Eru að fylgja lögum Hann segir uppákomur eins og þessa geta orðið til þess að starfsfólk skóla eigi erfitt með að fræða og kenna börnum. „Við erum að fylgja því sem segir í lögum um grunnskóla, aðalnámskrá, alþjóðlegum samþykktum sem við höfum undirgengist. Það skiptir miklu máli að starfsfólk okkar sé öruggt í því umhverfi og fylgi þeim viðmiðum sem menntamálaráðuneytið og sveitarfélagið er að boða. Það má ekki verða til þess að sá óöryggi í þeirra huga því kynfræðsla, fræðsla um hinseginleikann, kynin og allt jafnréttis sem við viljum starfa eftir í íslensku samfélagi, að þeir séu öruggir í þeirri fræðslu og kennslu,“ segir Helgi. Reykjavík Skóla - og menntamál Hinsegin Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Á fimmtudaginn í síðustu viku mættu nokkrir meðlimir hóps sem kallar sig Samtökin 22 í Langholtsskóla í Reykjavík og heimtuðu svör hvers vegna veggspjöld sem fjölluðu um kynlíf og kynhneigð væru hengd á veggi skólans. Þeim var vikið úr húsnæðinu af starfsmönnum þar. Skólastjórnendur varaðir við Einn meðlimur samtakanna birti myndband af heimsókninni á Facebook. Samtökin voru ekki sátt með að vera vikið í burtu og sögðu ítrekað að grunnskólinn væri opinber staður og því væru þau í fullum rétti til að vera á svæðinu. Í kjölfar þessarar uppákomu var sendur út póstur á alla skóla, félags- og frístundamiðstöðvar þar sem varað var við hópnum. Var þar meðal annars sagt að starfsfólk þurfi að snúa bökum saman. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir hópinn ekki geta mætt án leyfis í hvaða skóla sem er. „Skóli er einfaldlega vettvangur náms og kennslu. Þangað eiga erindi eingöngu kennarar, starfsfólk skóla, nemendur og svo foreldrar. Sem eru í samskiptum við skólann. Það skiptir miklu máli að skólar séu opnir þannig að foreldrar séu velkomnir. En þetta á ekki að gerast,“ segir Helgi. Eru að fylgja lögum Hann segir uppákomur eins og þessa geta orðið til þess að starfsfólk skóla eigi erfitt með að fræða og kenna börnum. „Við erum að fylgja því sem segir í lögum um grunnskóla, aðalnámskrá, alþjóðlegum samþykktum sem við höfum undirgengist. Það skiptir miklu máli að starfsfólk okkar sé öruggt í því umhverfi og fylgi þeim viðmiðum sem menntamálaráðuneytið og sveitarfélagið er að boða. Það má ekki verða til þess að sá óöryggi í þeirra huga því kynfræðsla, fræðsla um hinseginleikann, kynin og allt jafnréttis sem við viljum starfa eftir í íslensku samfélagi, að þeir séu öruggir í þeirri fræðslu og kennslu,“ segir Helgi.
Reykjavík Skóla - og menntamál Hinsegin Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira