Nítján ára heimakona fagnaði sigri á opna bandaríska Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 09:40 Gauff með bikarinn. Hún vann sinn fyrsta risatitil í nótt. EPA Draumur hinnar 19 ára Coco Gauff rættist í nótt þegar hún tryggði sér sigur á opna bandaríska mótinu í tennis. Gauff vann sigur á Aryna Sabalenka frá Belarús í þremur settum sem þrátt fyrir tapið lyftir sér upp í efsta sæti heimslistans. Leikur þeirra Gauff og Sabalenka í gærkvöldi var mikil skemmtun. Fyrsta settið var eign Sabalenka sem spilaði frábæran tennis. Gauff virkaði stressuð í byrjun leiks og þegar Sabalenka fagnaði 6-2 sigri sínum í fyrsta settinu var fátt sem benti til þess að Gauff væri líkleg til endurkomu. Smátt og smátt komst Gauff betur inn í leikinn, náði að skila fleiri skotum til baka til Sabalenka og gera henni erfitt fyrir. Áhorfendur á Arthur Ashe-vellinum í New York voru nær allir á bandi Gauff og þegar Sabalenka mistókt í tveimur uppgjöfum í röð um mitt annað settið fögnuðu áhorfendur gríðarlega. Congratulations to US Open champion, @CocoGauff! We couldn t be prouder of you on and off the court - and we know the best is yet to come.— Barack Obama (@BarackObama) September 9, 2023 Gauff nýtti sér meðbyrinn, vann 6-4 sigur í öðru setti og jafnaði leikinn. Bandaríska ungstirnið vann síðan fyrstu fjóra leikina í þriðja setti og á þeim tíma gekk allt á afturfótunum hjá Sabalenka. Skot hennar enduðu annað hvort í netinu eða fyrir utan völlinn. Hún náði þó að minnka muninn í 4-2 en Gauff svaraði með stæl og tryggði sér sigurinn með frábæru skoti. Lokatölur í settinu 6-2 og allt varð vitlaust á áhorfendapöllunum enda í fyrsta sinn síðan 2017 sem heimakona fagnar sigri á mótinu. „Þetta hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Mér líður eins og ég sé í einhvers konar áfalli,“ sagði Gauff þegar sigurinn var í höfn. Coco Gauff thanked BillIe Jean King for fighting for equal prize money when she accepted her prize money: Thank you BillIe for fighting for this. pic.twitter.com/ZFRtplz8KP— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) September 9, 2023 Goðsögnin Billie Jean King afhenti Gauff verðlaunin að leik loknum af því tilefni að verið var að fagna jöfnum launum karla og kvenna á mótinu síðustu 50 árin. „Í dag sá ég pabba minn gráta í fyrsta sinn. Hann heldur að hann sé svo harður. Hann fór með mig á þetta mót þegar ég var lítil til að horfa á Serena og Venus (Williams) keppa og það er ótrúlegt að vera á þessu sviði.“ Þrátt fyrir tapið fer Sabalenka upp í efsta sæti heimslistans. Hún lék frábærlega á mótinu en átti engin svör við mögnuðum leik Gauff í nótt. August 6, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her careerAugust 20, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her careerSeptember 9, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her career— Bastien Fachan (@BastienFachan) September 9, 2023 „Takk fyrir þið sem trúðuð ekki á mig. Ég reyndi að gera þetta af virðingu. Til ykkar sem hélduð að þið væruð að hella vatni á eldinn minn, þið voruð í raun að bæta á hann gasi og nú brenn ég svo skært,“ sagði Coco Gauff að endingu. Tilfinningarnar voru eðlilega sterkar þegar úrslitin lágu fyrir.Getty Tennis Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira
Leikur þeirra Gauff og Sabalenka í gærkvöldi var mikil skemmtun. Fyrsta settið var eign Sabalenka sem spilaði frábæran tennis. Gauff virkaði stressuð í byrjun leiks og þegar Sabalenka fagnaði 6-2 sigri sínum í fyrsta settinu var fátt sem benti til þess að Gauff væri líkleg til endurkomu. Smátt og smátt komst Gauff betur inn í leikinn, náði að skila fleiri skotum til baka til Sabalenka og gera henni erfitt fyrir. Áhorfendur á Arthur Ashe-vellinum í New York voru nær allir á bandi Gauff og þegar Sabalenka mistókt í tveimur uppgjöfum í röð um mitt annað settið fögnuðu áhorfendur gríðarlega. Congratulations to US Open champion, @CocoGauff! We couldn t be prouder of you on and off the court - and we know the best is yet to come.— Barack Obama (@BarackObama) September 9, 2023 Gauff nýtti sér meðbyrinn, vann 6-4 sigur í öðru setti og jafnaði leikinn. Bandaríska ungstirnið vann síðan fyrstu fjóra leikina í þriðja setti og á þeim tíma gekk allt á afturfótunum hjá Sabalenka. Skot hennar enduðu annað hvort í netinu eða fyrir utan völlinn. Hún náði þó að minnka muninn í 4-2 en Gauff svaraði með stæl og tryggði sér sigurinn með frábæru skoti. Lokatölur í settinu 6-2 og allt varð vitlaust á áhorfendapöllunum enda í fyrsta sinn síðan 2017 sem heimakona fagnar sigri á mótinu. „Þetta hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Mér líður eins og ég sé í einhvers konar áfalli,“ sagði Gauff þegar sigurinn var í höfn. Coco Gauff thanked BillIe Jean King for fighting for equal prize money when she accepted her prize money: Thank you BillIe for fighting for this. pic.twitter.com/ZFRtplz8KP— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) September 9, 2023 Goðsögnin Billie Jean King afhenti Gauff verðlaunin að leik loknum af því tilefni að verið var að fagna jöfnum launum karla og kvenna á mótinu síðustu 50 árin. „Í dag sá ég pabba minn gráta í fyrsta sinn. Hann heldur að hann sé svo harður. Hann fór með mig á þetta mót þegar ég var lítil til að horfa á Serena og Venus (Williams) keppa og það er ótrúlegt að vera á þessu sviði.“ Þrátt fyrir tapið fer Sabalenka upp í efsta sæti heimslistans. Hún lék frábærlega á mótinu en átti engin svör við mögnuðum leik Gauff í nótt. August 6, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her careerAugust 20, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her careerSeptember 9, 2023 - Coco Gauff wins biggest title of her career— Bastien Fachan (@BastienFachan) September 9, 2023 „Takk fyrir þið sem trúðuð ekki á mig. Ég reyndi að gera þetta af virðingu. Til ykkar sem hélduð að þið væruð að hella vatni á eldinn minn, þið voruð í raun að bæta á hann gasi og nú brenn ég svo skært,“ sagði Coco Gauff að endingu. Tilfinningarnar voru eðlilega sterkar þegar úrslitin lágu fyrir.Getty
Tennis Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira