ÍBV sótti sigur norður og ÍR vann nýliðaslaginn Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 15:01 Birna Berg Haraldsdóttir fagnar marki Vísir/Hulda Margrét Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í handknattleik. ÍBV gerði góða ferð norður á Akureyri og vann þægilegan sigur á KA/Þór. Þá unnu nýliðar ÍR sigur á Aftureldingu á heimavelli sínum. ÍBV varð bæði deildar- og bikarmeistari á síðasta tímabili en tapaði í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar gegn Val. KA/Þór hefur farið í gegnum töluverðar breytingar í sumar. Arna Valgerður Erlingsdóttir tók við þjálfun liðsins og þá verður Rut Jónsdóttir ekkert með liðinu í vetur þar sem hún á von á barni. Sigur ÍBV í dag var öruggur. KA/Þór hélt í við Eyjakonur í upphafi en síðan skildu leiðir og ÍBV leiddi 16-9 í hálfleik. Í síðari hálfleik hélt Eyjaliðið áfram að auka muninn. Hann varð mestur ellefu mörk og ÍBV vann að lokum 29-20 sigur. Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 8 mörk fyrir ÍBV í dag og Sunna Jónsdóttir 5. Þá varði Marta Wawrzykowska frábærlega í markinu. Hjá KA/Þór skoraði Nathalia Soares Baliana 5 mörk og Lykdía Gunnþórsdóttir 4. Það var nýliðaslagur í Breiðholtinu þar sem ÍR tók á móti Aftureldingu. ÍR náði góðri forystu snemma leiks og leiddi 17-13 í leikhléi. Afturelding náði aldrei að brúa bilið og mest munaði sex mörkum í síðari hálfleiknum. Lokatölur í Breiðholtinu 31-26 og ÍR fagnar því góðum sigri í fyrstu umferð Olís-deildarinnar. Katrín Tinna Demian átti magnaðan leik fyrir ÍR í dag og skoraði 11 mörk. Hanna Karen Ólafsdóttir kom næst með 7. Ísabella Schöbel Björnsdóttir varði 14 skot í markinu. Hjá Aftureldingu skoruðu Hildur Lilja Jónsdóttir og Sylvía Björt Blöndal 7 mörk hvor og Saga Sif Gísladóttir varði 9 skot. ÍBV KA Þór Akureyri ÍR Afturelding Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Fleiri fréttir Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira
ÍBV varð bæði deildar- og bikarmeistari á síðasta tímabili en tapaði í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar gegn Val. KA/Þór hefur farið í gegnum töluverðar breytingar í sumar. Arna Valgerður Erlingsdóttir tók við þjálfun liðsins og þá verður Rut Jónsdóttir ekkert með liðinu í vetur þar sem hún á von á barni. Sigur ÍBV í dag var öruggur. KA/Þór hélt í við Eyjakonur í upphafi en síðan skildu leiðir og ÍBV leiddi 16-9 í hálfleik. Í síðari hálfleik hélt Eyjaliðið áfram að auka muninn. Hann varð mestur ellefu mörk og ÍBV vann að lokum 29-20 sigur. Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 8 mörk fyrir ÍBV í dag og Sunna Jónsdóttir 5. Þá varði Marta Wawrzykowska frábærlega í markinu. Hjá KA/Þór skoraði Nathalia Soares Baliana 5 mörk og Lykdía Gunnþórsdóttir 4. Það var nýliðaslagur í Breiðholtinu þar sem ÍR tók á móti Aftureldingu. ÍR náði góðri forystu snemma leiks og leiddi 17-13 í leikhléi. Afturelding náði aldrei að brúa bilið og mest munaði sex mörkum í síðari hálfleiknum. Lokatölur í Breiðholtinu 31-26 og ÍR fagnar því góðum sigri í fyrstu umferð Olís-deildarinnar. Katrín Tinna Demian átti magnaðan leik fyrir ÍR í dag og skoraði 11 mörk. Hanna Karen Ólafsdóttir kom næst með 7. Ísabella Schöbel Björnsdóttir varði 14 skot í markinu. Hjá Aftureldingu skoruðu Hildur Lilja Jónsdóttir og Sylvía Björt Blöndal 7 mörk hvor og Saga Sif Gísladóttir varði 9 skot.
ÍBV KA Þór Akureyri ÍR Afturelding Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Fleiri fréttir Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira