Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2023 15:10 Kafbáturinn er sagður vera gamall kafbátur frá tímum Sovétríkjanna, sem búið er að breyta svo hann geti borið eldflaugar. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. Sjósetning fór fram við formlega athöfn á miðvikudaginn en ríkissjónvarp Norður-Kóreu birti myndir af athöfninni í morgun. Kafbáturinn ber nafn Kim Kun Ok, sem er sögufrægur kóreskur sjóliði. Yonhap fréttaveitan segir Kim hafa haldið ræðu við sjósetninguna þar sem hann sagði kafbátinn tákna mátt Norður-Kóreu, sem skyti skelk í bringu óvina ríkisins. Kim hefur kallað nútíma- og kjarnorkuvæðingu flota Norður-Kóreu gífurlega mikilvægt skref. Líklega er þetta sami kafbáturinn og Kim var myndaður við að skoða árið 2019, þegar verið var að smíða hann. Í ræðunni hét Kim því að fleiri kafbátar yrðu smíðaðir í framtíðinni. Kim fékk hátt eins sjóliða, við mikinn fögnuð annarra.AP/KCNA Kafbáturinn virðist geta verið búinn tíu eldflaugum, miðað við myndir, en yfirvöld í Norður-Kóreu hafa ekkert sagt um kafbátinn hingað til. Samkvæmt Yonhap er einnig talið að hægt væri að nota kafbátinn til að skjóta kjarnorkutundurskeyti sem kallast Haeil. Á myndefni sem birt var í Norður-Kóreu má sjá Kim umkringdan flotaforingjum og sjóliðum þegar kafbáturinn var sjósettur. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir að kafbáturinn virðist vera breyttur Sovéskur kafbátur af gerð sem kallaðist Romeo Class á Vesturlöndum og var fyrsti slíki kafbáturinn smíðaður árið 1957. Svo virðist sem honum hafi verið breytt en yfirvöld í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum munu hafa fylgst náið með þeim framkvæmdum. Talsmaður herforingjaráðsins sagði blaðamönnum að talið væri að kafbáturinn væri ekki í þannig standi að hægt væri að nota hann með eðlilegum hætti. Frá sjósetningunni á miðvikudaginnAP/KCNA Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27 Funda og freista þess að eiga viðskipti með vopn og gjaldeyri Erlendir miðlar segja Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Kim Jon-un, leiðtoga Norður-Kóreu, munu funda síðar í þessum mánuði. Talið er líklegt að þeir muni hittast í borginni Vladivostok. 5. september 2023 06:53 Mistókst aftur að koma gervihnetti á braut um jörðu Geimvísindamönnum og verkfræðingum Norður-Kóreu mistókst aftur í dag að koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Gera á þriðju tilraunina í október, samkvæmt yfirvöldum í einræðisríkinu. 23. ágúst 2023 22:08 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Sjósetning fór fram við formlega athöfn á miðvikudaginn en ríkissjónvarp Norður-Kóreu birti myndir af athöfninni í morgun. Kafbáturinn ber nafn Kim Kun Ok, sem er sögufrægur kóreskur sjóliði. Yonhap fréttaveitan segir Kim hafa haldið ræðu við sjósetninguna þar sem hann sagði kafbátinn tákna mátt Norður-Kóreu, sem skyti skelk í bringu óvina ríkisins. Kim hefur kallað nútíma- og kjarnorkuvæðingu flota Norður-Kóreu gífurlega mikilvægt skref. Líklega er þetta sami kafbáturinn og Kim var myndaður við að skoða árið 2019, þegar verið var að smíða hann. Í ræðunni hét Kim því að fleiri kafbátar yrðu smíðaðir í framtíðinni. Kim fékk hátt eins sjóliða, við mikinn fögnuð annarra.AP/KCNA Kafbáturinn virðist geta verið búinn tíu eldflaugum, miðað við myndir, en yfirvöld í Norður-Kóreu hafa ekkert sagt um kafbátinn hingað til. Samkvæmt Yonhap er einnig talið að hægt væri að nota kafbátinn til að skjóta kjarnorkutundurskeyti sem kallast Haeil. Á myndefni sem birt var í Norður-Kóreu má sjá Kim umkringdan flotaforingjum og sjóliðum þegar kafbáturinn var sjósettur. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir að kafbáturinn virðist vera breyttur Sovéskur kafbátur af gerð sem kallaðist Romeo Class á Vesturlöndum og var fyrsti slíki kafbáturinn smíðaður árið 1957. Svo virðist sem honum hafi verið breytt en yfirvöld í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum munu hafa fylgst náið með þeim framkvæmdum. Talsmaður herforingjaráðsins sagði blaðamönnum að talið væri að kafbáturinn væri ekki í þannig standi að hægt væri að nota hann með eðlilegum hætti. Frá sjósetningunni á miðvikudaginnAP/KCNA
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27 Funda og freista þess að eiga viðskipti með vopn og gjaldeyri Erlendir miðlar segja Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Kim Jon-un, leiðtoga Norður-Kóreu, munu funda síðar í þessum mánuði. Talið er líklegt að þeir muni hittast í borginni Vladivostok. 5. september 2023 06:53 Mistókst aftur að koma gervihnetti á braut um jörðu Geimvísindamönnum og verkfræðingum Norður-Kóreu mistókst aftur í dag að koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Gera á þriðju tilraunina í október, samkvæmt yfirvöldum í einræðisríkinu. 23. ágúst 2023 22:08 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27
Funda og freista þess að eiga viðskipti með vopn og gjaldeyri Erlendir miðlar segja Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Kim Jon-un, leiðtoga Norður-Kóreu, munu funda síðar í þessum mánuði. Talið er líklegt að þeir muni hittast í borginni Vladivostok. 5. september 2023 06:53
Mistókst aftur að koma gervihnetti á braut um jörðu Geimvísindamönnum og verkfræðingum Norður-Kóreu mistókst aftur í dag að koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Gera á þriðju tilraunina í október, samkvæmt yfirvöldum í einræðisríkinu. 23. ágúst 2023 22:08