Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Ingrid Kuhlman skrifar 12. september 2023 08:01 Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. Spurt var annars vegar um almenna afstöðu þátttakenda til dánaraðstoðar með svohljóðandi spurningu: Á heildina litið, hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi? Svarmöguleikarnir voru: Alfarið hlynnt(ur) Mjög hlynnt(ur) Frekar hlynnt(ur) Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur) Frekar andvíg(ur) Mjög andvíg(ur) Alfarið andvíg(ur) Hins vegar var spurt um viðhorf þátttakenda til mismunandi leiða við framkvæmd dánaraðstoðar. Spurningin var svohljóðandi: Ef dánaraðstoð yrði leyfð á Íslandi, hver eftirtalinna leiða við dánaraðstoð myndi hugnast þér best? Læknir gefur sjúklingi lyf í æð Sjúklingur innbyrðir sjálfur lyf sem læknir útvegar Læknir skrifar upp á lyf sem sjúklingurinn sækir í apótek og innbyrðir sjálfur Mér hugnast engin ofantalinna leiða Í þessari grein verður einblínt á afstöðu heilbrigðisstarfsmanna til lögleiðingar dánaraðstoðar á Íslandi. Stærð úrtaks könnunarinnar var 1.200 þ.e. 400 félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, 400 félagsmenn í Læknafélagi Íslands og 400 félagsmenn í Sjúkraliðafélagi Íslands. Þar sem ofangreind fagfélög afhenda ekki þriðja aðila upplýsingar úr félagatali sínu veitti Gallup þeim leiðsögn um val á úrtaki og framkvæmd könnunarinnar. Fjöldi svarenda í úrtaki var 384 og þátttökuhlutfall 32,0%. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 25. apríl til 11. maí 2023. Viðhorf lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða Meirihluti lækna eða 56% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 12% svara hvorki né og 32% segjast andvígir (alfarið, frekar eða mjög). Yfirgnæfandi meirihluti hjúkrunarfræðinga eða 86% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 7% svara hvorki né og aðeins 7% segjast andvígir (alfarið, mjög eða frekar). Mikill meirihluti sjúkraliða eða 81% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 12% svara hvorki né og aðeins 7% segjast andvígir (alfarið, mjög eða frekar). Séu þessar niðurstöður bornar saman við eldri kannanir má greina mikla viðhorfsbreytingu. Árið 1995 töldu aðeins 5% lækna og 9% hjúkrunarfræðinga líknardráp, nú dánaraðstoð, réttlætanlegt undir einhverjum kringumstæðum í könnun sem var send til 184 lækna og 239 hjúkrunarfræðinga af Landspítala og Borgarspítala. Árið 2010 höfðu tölurnar hækkað aðeins en þá töldu 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga líknardráp, nú dánaraðstoð, réttlætanlegt. Í viðhorfskönnun sem Brynhildur K. Ásgeirsdóttir framkvæmdi árið 2021 sem hluta af BS-ritgerð sinni meðal lækna og hjúkrunarfræðinga á aðgerðar- og meðferðarsviðum Landspítalans kom fram grundvallarbreyting en 54% lækna og 71% hjúkrunarfræðinga höfðu jákvætt viðhorf til / dánaraðstoðar. Stuðningur heilbrigðisstarfsfólks við dánaraðstoð í gegnum árin. Ofangreindar niðurstöður sýna glöggt að stuðningur heilbrigðisstarfsmanna við dánaraðstoð hefur aukist verulega á skömmum tíma. Staðhæfingar um að heilbrigðisstarfsfólk sé andstæðingar dánaraðstoðar eiga sér ekki stoð. Ein af ástæðum þess er að heilbrigðisstarfsfólk er farið að viðurkenna rétt einstaklingsins til að taka ákvörðun um endalok lífs síns við tilteknar aðstæður. Einnig má álykta að með stuðningi við dánaraðstoð felist viðurkenning á að hún sé hluti af lífslokameðferð sjúklings. Sambærileg viðhorfsbreyting á Norðurlöndunum Ef skoðað er viðhorf heilbrigðisstarfsfólks á Norðurlöndum til dánaraðstoðar má sjá sambærilega viðhorfsbreytingu. Í Noregi var stuðningur lækna við dánaraðstoð 30% árið 2019 (15% árið 2009) og hjúkrunarfræðinga 40% sama ár (25% árið 2009). Í Finnlandi var stuðningur lækna 46% árið 2013 (29% árið 2002) og hjúkrunarfræðinga 74% árið 2016. Í könnun í Svíþjóð frá árinu 2021 var stuðningur lækna við dánaraðstoð 41%. Hvatning til fagfélaga um að láta af andstöðu Á undanförnum tíu árum hafa samtök lækna og hjúkrunarfræðinga breytt afstöðu sinni til dánaraðstoðar, þar á meðal bresku læknasamtökin (British Medical Association), félag skurðlækna (Royal College of Surgeons) og félag hjúkrunarfræðinga (Royal College of Nursing) en ofangreind félög hafa nú tekið upp hlutlausa afstöðu til dánaraðstoðar úr því að vera mótfallin lögleiðingu hennar. Mig langar að hvetja Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélag Íslands til að ræða málefnið innan sinna raða og lýsa yfir stuðningi við dánaraðstoð eða að minnsta kosti láta af andstöðu sinni og virða það meirihlutasjónarmið heilbrigðisstarfsmanna sem kemur fram í viðhorfskönnun heilbrigðisráðherra. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir lögleiðingu á réttinum til dánaraðstoðar á Íslandi. Félagið mun standa fyrir tveimur viðburðum á Fundi fólksins sem haldinn verður 15.-16. september n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. Spurt var annars vegar um almenna afstöðu þátttakenda til dánaraðstoðar með svohljóðandi spurningu: Á heildina litið, hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi? Svarmöguleikarnir voru: Alfarið hlynnt(ur) Mjög hlynnt(ur) Frekar hlynnt(ur) Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur) Frekar andvíg(ur) Mjög andvíg(ur) Alfarið andvíg(ur) Hins vegar var spurt um viðhorf þátttakenda til mismunandi leiða við framkvæmd dánaraðstoðar. Spurningin var svohljóðandi: Ef dánaraðstoð yrði leyfð á Íslandi, hver eftirtalinna leiða við dánaraðstoð myndi hugnast þér best? Læknir gefur sjúklingi lyf í æð Sjúklingur innbyrðir sjálfur lyf sem læknir útvegar Læknir skrifar upp á lyf sem sjúklingurinn sækir í apótek og innbyrðir sjálfur Mér hugnast engin ofantalinna leiða Í þessari grein verður einblínt á afstöðu heilbrigðisstarfsmanna til lögleiðingar dánaraðstoðar á Íslandi. Stærð úrtaks könnunarinnar var 1.200 þ.e. 400 félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, 400 félagsmenn í Læknafélagi Íslands og 400 félagsmenn í Sjúkraliðafélagi Íslands. Þar sem ofangreind fagfélög afhenda ekki þriðja aðila upplýsingar úr félagatali sínu veitti Gallup þeim leiðsögn um val á úrtaki og framkvæmd könnunarinnar. Fjöldi svarenda í úrtaki var 384 og þátttökuhlutfall 32,0%. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 25. apríl til 11. maí 2023. Viðhorf lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða Meirihluti lækna eða 56% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 12% svara hvorki né og 32% segjast andvígir (alfarið, frekar eða mjög). Yfirgnæfandi meirihluti hjúkrunarfræðinga eða 86% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 7% svara hvorki né og aðeins 7% segjast andvígir (alfarið, mjög eða frekar). Mikill meirihluti sjúkraliða eða 81% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 12% svara hvorki né og aðeins 7% segjast andvígir (alfarið, mjög eða frekar). Séu þessar niðurstöður bornar saman við eldri kannanir má greina mikla viðhorfsbreytingu. Árið 1995 töldu aðeins 5% lækna og 9% hjúkrunarfræðinga líknardráp, nú dánaraðstoð, réttlætanlegt undir einhverjum kringumstæðum í könnun sem var send til 184 lækna og 239 hjúkrunarfræðinga af Landspítala og Borgarspítala. Árið 2010 höfðu tölurnar hækkað aðeins en þá töldu 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga líknardráp, nú dánaraðstoð, réttlætanlegt. Í viðhorfskönnun sem Brynhildur K. Ásgeirsdóttir framkvæmdi árið 2021 sem hluta af BS-ritgerð sinni meðal lækna og hjúkrunarfræðinga á aðgerðar- og meðferðarsviðum Landspítalans kom fram grundvallarbreyting en 54% lækna og 71% hjúkrunarfræðinga höfðu jákvætt viðhorf til / dánaraðstoðar. Stuðningur heilbrigðisstarfsfólks við dánaraðstoð í gegnum árin. Ofangreindar niðurstöður sýna glöggt að stuðningur heilbrigðisstarfsmanna við dánaraðstoð hefur aukist verulega á skömmum tíma. Staðhæfingar um að heilbrigðisstarfsfólk sé andstæðingar dánaraðstoðar eiga sér ekki stoð. Ein af ástæðum þess er að heilbrigðisstarfsfólk er farið að viðurkenna rétt einstaklingsins til að taka ákvörðun um endalok lífs síns við tilteknar aðstæður. Einnig má álykta að með stuðningi við dánaraðstoð felist viðurkenning á að hún sé hluti af lífslokameðferð sjúklings. Sambærileg viðhorfsbreyting á Norðurlöndunum Ef skoðað er viðhorf heilbrigðisstarfsfólks á Norðurlöndum til dánaraðstoðar má sjá sambærilega viðhorfsbreytingu. Í Noregi var stuðningur lækna við dánaraðstoð 30% árið 2019 (15% árið 2009) og hjúkrunarfræðinga 40% sama ár (25% árið 2009). Í Finnlandi var stuðningur lækna 46% árið 2013 (29% árið 2002) og hjúkrunarfræðinga 74% árið 2016. Í könnun í Svíþjóð frá árinu 2021 var stuðningur lækna við dánaraðstoð 41%. Hvatning til fagfélaga um að láta af andstöðu Á undanförnum tíu árum hafa samtök lækna og hjúkrunarfræðinga breytt afstöðu sinni til dánaraðstoðar, þar á meðal bresku læknasamtökin (British Medical Association), félag skurðlækna (Royal College of Surgeons) og félag hjúkrunarfræðinga (Royal College of Nursing) en ofangreind félög hafa nú tekið upp hlutlausa afstöðu til dánaraðstoðar úr því að vera mótfallin lögleiðingu hennar. Mig langar að hvetja Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélag Íslands til að ræða málefnið innan sinna raða og lýsa yfir stuðningi við dánaraðstoð eða að minnsta kosti láta af andstöðu sinni og virða það meirihlutasjónarmið heilbrigðisstarfsmanna sem kemur fram í viðhorfskönnun heilbrigðisráðherra. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir lögleiðingu á réttinum til dánaraðstoðar á Íslandi. Félagið mun standa fyrir tveimur viðburðum á Fundi fólksins sem haldinn verður 15.-16. september n.k.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun