Að lifa lífinu með gigt Kristín Magnúsdóttir skrifar 8. september 2023 12:01 Alþjóðadagur sjúkraþjálfunar er haldinn ár hvert, þann 8. september. Heimssamband sjúkraþjálfara og sjúkraþjálfarar um allan heim nýta daginn til að vekja athygli á hvernig sjúkraþjálfarar geta aðstoðað við að bæta lífsgæði, færni og sjálfstæði einstaklinga. Í ár er þema dagsins gigt og því kjörið að beina sjónum okkar að henni. Gigt er samheiti yfir ólíka sjúkdóma sem flestir eiga það sameiginlegt að valda bólgu og/eða verkjum í liðum og vöðvum. Til eru margar tegundir gigtar þar á meðal liðagigt, þvagsýrugigt, barnagigt, hryggikt, sóragigt og slitgigt. Slitgigt er langalgengasta tegundin en árið 2019 voru 528 milljónir manna í heiminum með slitgigt og er hún ein helsta ástæða færniskerðingar hjá eldra fólki. Einkenni gigtar eru mismunandi eftir tegundum og hefur hún ólík áhrif á einstaklinga. Helstu einkennin eru liðverkir, stirðleiki, bólga, hiti/roði yfir liðnum, krafleysi og minnkaður vöðvamassi. Þessi einkenni valda því oft að fólk á erfitt með hreyfingu á borð við göngu, standa upp af stól, ganga upp og niður stiga. Þegar daglegar athafnir eru farnar að vefjast fyrir fólki, er talað um færniskerðingu. Algengt er að fólk dragi úr hreyfingu þegar einkenni gigtar fara að gera vart við sig, þar sem hreyfing slitinna og bólginna liða getur reynst fólki bæði erfið og sársaukafull. Regluleg hreyfing og þjálfun er mikilvægur hluti af meðferð við öllum tegundum bólgugigtar en með henni má hægja á framgangi sjúkdómsins, minnka verki og draga úr færniskerðingu. Hreyfing er einnig mikilvæg til að viðhalda þreki og draga úr líkum á að fólk þrói með sér lífstílssjúkdóma á borð við hjarta- og lungnasjúkdóma, sykursýki og offitu vegna hreyfingarleysis. Að upplifa verki á meðan á þjálfun stendur eðlilegur hluti af því að æfa með gigt. Þrátt fyrir að þjálfun geti stundum verið sársaukafull er það oftast ekki merki um að liðurinn sé að skemmast meira, heldur frekar merki um að líkaminn sé að aðlagast nýjum hreyfingum. Stundum geta einkenni gigtar aukist tímabundið, t.d. ef farið er of geyst í þjálfun, en þá er jafnan talað um ,,kast”. Á meðan á kasti stendur getur verið gott að draga úr (ekki hætta) þjálfun og leyfa líkamanum að jafna sig. Sjúkraþjálfarar geta aðstoðað fólk við val á æfingum við hæfi með það að markmiði að byggja upp styrk, auka úthald, viðhalda liðleika, færni og virkni. Þolþjálfun s.s. sund, hjól og göngur er einnig góð leið til að virka náttúrulega verkjastillingu líkamans en heilaboðefnið endorfín sem líkaminn framleiðir við þolþjálfun hefur verkjastillandi áhrif. Það að greinast með gigt þarf því ekki að þýða að fólk þurfi að hætta að stunda þá hreyfingu sem það hefur gaman af en margir með gigt geta stundað dans, fjallgöngur og jafnvel hlaup. Sjúkraþjálfari er mikilvægur hluti af meðferðinni þinni. Sjúkraþjálfari getur aðstoðað þig við að þjálfa á öruggan hátt, auka virkni þína, setja þér markmið og finna jafnvægi milli hvíldar og virkni. Sjúkraþjálfari sem hluti af meðferðarteymi, aðstoðar þig við að lifa virku lífi bæði heima og í vinnunni. Höfundur er sjúkraþjálfari á gigtarsviði Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur sjúkraþjálfunar er haldinn ár hvert, þann 8. september. Heimssamband sjúkraþjálfara og sjúkraþjálfarar um allan heim nýta daginn til að vekja athygli á hvernig sjúkraþjálfarar geta aðstoðað við að bæta lífsgæði, færni og sjálfstæði einstaklinga. Í ár er þema dagsins gigt og því kjörið að beina sjónum okkar að henni. Gigt er samheiti yfir ólíka sjúkdóma sem flestir eiga það sameiginlegt að valda bólgu og/eða verkjum í liðum og vöðvum. Til eru margar tegundir gigtar þar á meðal liðagigt, þvagsýrugigt, barnagigt, hryggikt, sóragigt og slitgigt. Slitgigt er langalgengasta tegundin en árið 2019 voru 528 milljónir manna í heiminum með slitgigt og er hún ein helsta ástæða færniskerðingar hjá eldra fólki. Einkenni gigtar eru mismunandi eftir tegundum og hefur hún ólík áhrif á einstaklinga. Helstu einkennin eru liðverkir, stirðleiki, bólga, hiti/roði yfir liðnum, krafleysi og minnkaður vöðvamassi. Þessi einkenni valda því oft að fólk á erfitt með hreyfingu á borð við göngu, standa upp af stól, ganga upp og niður stiga. Þegar daglegar athafnir eru farnar að vefjast fyrir fólki, er talað um færniskerðingu. Algengt er að fólk dragi úr hreyfingu þegar einkenni gigtar fara að gera vart við sig, þar sem hreyfing slitinna og bólginna liða getur reynst fólki bæði erfið og sársaukafull. Regluleg hreyfing og þjálfun er mikilvægur hluti af meðferð við öllum tegundum bólgugigtar en með henni má hægja á framgangi sjúkdómsins, minnka verki og draga úr færniskerðingu. Hreyfing er einnig mikilvæg til að viðhalda þreki og draga úr líkum á að fólk þrói með sér lífstílssjúkdóma á borð við hjarta- og lungnasjúkdóma, sykursýki og offitu vegna hreyfingarleysis. Að upplifa verki á meðan á þjálfun stendur eðlilegur hluti af því að æfa með gigt. Þrátt fyrir að þjálfun geti stundum verið sársaukafull er það oftast ekki merki um að liðurinn sé að skemmast meira, heldur frekar merki um að líkaminn sé að aðlagast nýjum hreyfingum. Stundum geta einkenni gigtar aukist tímabundið, t.d. ef farið er of geyst í þjálfun, en þá er jafnan talað um ,,kast”. Á meðan á kasti stendur getur verið gott að draga úr (ekki hætta) þjálfun og leyfa líkamanum að jafna sig. Sjúkraþjálfarar geta aðstoðað fólk við val á æfingum við hæfi með það að markmiði að byggja upp styrk, auka úthald, viðhalda liðleika, færni og virkni. Þolþjálfun s.s. sund, hjól og göngur er einnig góð leið til að virka náttúrulega verkjastillingu líkamans en heilaboðefnið endorfín sem líkaminn framleiðir við þolþjálfun hefur verkjastillandi áhrif. Það að greinast með gigt þarf því ekki að þýða að fólk þurfi að hætta að stunda þá hreyfingu sem það hefur gaman af en margir með gigt geta stundað dans, fjallgöngur og jafnvel hlaup. Sjúkraþjálfari er mikilvægur hluti af meðferðinni þinni. Sjúkraþjálfari getur aðstoðað þig við að þjálfa á öruggan hátt, auka virkni þína, setja þér markmið og finna jafnvægi milli hvíldar og virkni. Sjúkraþjálfari sem hluti af meðferðarteymi, aðstoðar þig við að lifa virku lífi bæði heima og í vinnunni. Höfundur er sjúkraþjálfari á gigtarsviði Reykjalundar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun