Að greinast með gigt er ekki endastöð Sigrún Baldursdóttir skrifar 8. september 2023 09:01 Í dag 8. september er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfara og er hann tileinkaður gigtarfólki um allan heim. Já það er stór hópur sem glímir við gigtarsjúkdóma á heimsvísu því að talið er að 1 af hverjum 5 einstaklingum glími við gigt. Talið er að það séu til yfir 100 mismunandi afbrigði gigtarsjúkdóma, slitgigt, iktsýki og vefjagigt eru þar útbreiddastir. Gigtin fer ekki í manngreinarálit, gigtin spyr ekki um aldur. Börn, ungmenni, fullorðnir og heldra fólk glímir við þennan sjúkdómsflokk. Slitgigtin fer að hrjá marga eftir því sem líður á æviskeiðið og fáir sem verða ekkert varir við hana. Vefjagigtin og iktsýkin og fleiri bólgusjúkdómar geta komið fram á hvaða aldursskeiði sem er. Gigtarsjúkdómar eru í flestum tilfellum langvinnir sem þýðir að ekki er hægt að bíða storminn af sér heldur verður að lifa með sjúkdómnum og að passa að verða ekki að sjúkdómnum. Það er kúnst og það er lærdómur og þá þarf fagleg hjálp að koma til. Sjúkraþjálfarar gegna lykilhlutverki í meðferð, stuðningi og fræðslu til handa þessum hópi. Gigtin hefur nefnilega tilhneiginu til að ræna fólki líkamlegri heilsu, draga úr daglegri færni og verkir, þreyta og vanlíðan verður daglegt brauð. Líkamleg einkenni eru margþætt og ólík milli sjúkdóma og milli einstaklinga, stoðkerfið verður þó oftast einna harðast úti í glímunni við gigtina. Mikil framþróun hefur orðið í lyfjameðferð við mörgum gigtarsjúkdómum en þó ekki jafnmikil í þeim tveimur fjölmennustu sem eru slitgigt og vefjagigt. Sjúkraþjálfarar gegna mjög stóru hlutverki í meðferð þessa sjúklingahóps og geta bætt lífsgæði, færni og líðan þeirra til muna. Undirrituð hefur lifað, hrærst, frætt og meðhöndlað fólk með gigt í yfir 30 ár. Fræðin og vísindin gefa okkur mikilvægar upplýsingar hvaða meðferð er hjálpleg í gigtarsjúkdómum en þekking og næmi fyrir þörfum hvers einstakling er ekki síður mikilvæg. Hver einstaklingur er nefninlega einstakur og þarf sértæka nálgun. Hvað sjúkdómurinn heitir skiptir kannski ekki mestu máli í þeirri nálgun heldur að greina hvað er að, hvað er hægt að gera til að bæta heilsu viðkomandi og hvaða fagaðilar aðrir þurfa þar að koma að borðinu. Að vinna að því að viðhalda og hámarka getu er einn af hornsteinunum. Þar spilar dagleg hreyfing til góðs stóran þátt og til þess þarf að kenna fólki hvað er hjálplegt og hvað er nóg. Til eru allskonar viðmið sem eru talin vera eðlileg, en geta gigtarsjúklinga passar oft ekki inn í þau módel. Hlutverk sjúkraþjálfara er að meta líkamsástand og gera meðferðaráætlun, hjálpa fólki að læra inn á getu og mörk, kenna fólki að hreyfa liði og vöðva, bera sig vel og vinna með hjálpleg ráð í daglegu lífi. Að þekkja sjúkdóm sinn, að þekkja og nota hjálplegan lífsstíl og ráð, að láta sjúkdóm ekki stjórna lífi og hamingju manns er mikilvægt fararnesti fyrir alla sem glíma við langvinn veikindi. En til þess þarf faglega hjálp, skilning, stuðning og slatta af „Pollýönnu“ farteskinu. Ekki láta gigtina ræna þig lífshamingjunni – leitaðu eftir hjálpinni – lærðu að lifa með gigtinni. Höfundur er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Í dag 8. september er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfara og er hann tileinkaður gigtarfólki um allan heim. Já það er stór hópur sem glímir við gigtarsjúkdóma á heimsvísu því að talið er að 1 af hverjum 5 einstaklingum glími við gigt. Talið er að það séu til yfir 100 mismunandi afbrigði gigtarsjúkdóma, slitgigt, iktsýki og vefjagigt eru þar útbreiddastir. Gigtin fer ekki í manngreinarálit, gigtin spyr ekki um aldur. Börn, ungmenni, fullorðnir og heldra fólk glímir við þennan sjúkdómsflokk. Slitgigtin fer að hrjá marga eftir því sem líður á æviskeiðið og fáir sem verða ekkert varir við hana. Vefjagigtin og iktsýkin og fleiri bólgusjúkdómar geta komið fram á hvaða aldursskeiði sem er. Gigtarsjúkdómar eru í flestum tilfellum langvinnir sem þýðir að ekki er hægt að bíða storminn af sér heldur verður að lifa með sjúkdómnum og að passa að verða ekki að sjúkdómnum. Það er kúnst og það er lærdómur og þá þarf fagleg hjálp að koma til. Sjúkraþjálfarar gegna lykilhlutverki í meðferð, stuðningi og fræðslu til handa þessum hópi. Gigtin hefur nefnilega tilhneiginu til að ræna fólki líkamlegri heilsu, draga úr daglegri færni og verkir, þreyta og vanlíðan verður daglegt brauð. Líkamleg einkenni eru margþætt og ólík milli sjúkdóma og milli einstaklinga, stoðkerfið verður þó oftast einna harðast úti í glímunni við gigtina. Mikil framþróun hefur orðið í lyfjameðferð við mörgum gigtarsjúkdómum en þó ekki jafnmikil í þeim tveimur fjölmennustu sem eru slitgigt og vefjagigt. Sjúkraþjálfarar gegna mjög stóru hlutverki í meðferð þessa sjúklingahóps og geta bætt lífsgæði, færni og líðan þeirra til muna. Undirrituð hefur lifað, hrærst, frætt og meðhöndlað fólk með gigt í yfir 30 ár. Fræðin og vísindin gefa okkur mikilvægar upplýsingar hvaða meðferð er hjálpleg í gigtarsjúkdómum en þekking og næmi fyrir þörfum hvers einstakling er ekki síður mikilvæg. Hver einstaklingur er nefninlega einstakur og þarf sértæka nálgun. Hvað sjúkdómurinn heitir skiptir kannski ekki mestu máli í þeirri nálgun heldur að greina hvað er að, hvað er hægt að gera til að bæta heilsu viðkomandi og hvaða fagaðilar aðrir þurfa þar að koma að borðinu. Að vinna að því að viðhalda og hámarka getu er einn af hornsteinunum. Þar spilar dagleg hreyfing til góðs stóran þátt og til þess þarf að kenna fólki hvað er hjálplegt og hvað er nóg. Til eru allskonar viðmið sem eru talin vera eðlileg, en geta gigtarsjúklinga passar oft ekki inn í þau módel. Hlutverk sjúkraþjálfara er að meta líkamsástand og gera meðferðaráætlun, hjálpa fólki að læra inn á getu og mörk, kenna fólki að hreyfa liði og vöðva, bera sig vel og vinna með hjálpleg ráð í daglegu lífi. Að þekkja sjúkdóm sinn, að þekkja og nota hjálplegan lífsstíl og ráð, að láta sjúkdóm ekki stjórna lífi og hamingju manns er mikilvægt fararnesti fyrir alla sem glíma við langvinn veikindi. En til þess þarf faglega hjálp, skilning, stuðning og slatta af „Pollýönnu“ farteskinu. Ekki láta gigtina ræna þig lífshamingjunni – leitaðu eftir hjálpinni – lærðu að lifa með gigtinni. Höfundur er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun