Saltdreifaramálið fer fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 7. september 2023 13:15 Halldór Margeir er hér undir teppinu á leið inn í dómsal í héraði. Vísir Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni tveggja manna sem hlutu þunga fangelsisdóma í Saltdreifaramálinu svokallaða. Þeir Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Halldór Margeir Ólafsson óskuðu eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í júlí síðastliðinn vegna niðurstöðu Landsréttar í máli þeirra. Guðlaugur Agnar hlaut átta ára fangelsisdóm og Halldór Margeir tíu ára. Landsréttur hafði mildað dóma þeirra beggja um tvö ár. Þeir voru sakfelldir ásamt öðrum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi með því að hafa staðið saman að innflutningi á saltdreifara sem í voru faldir 53 lítrar af amfetamínvökva hingað til lands frá Hollandi í félagi með tveimur óþekktum erlendum mönnum, móttekið tækið og fíkniefnin og haft í vörslum sínum á sveitabænum Hjallanesi við Hellu. Þá var Halldór Margeir einnig sakfelldur fyrir umfangsmikla kannabisræktun á sama sveitabæ. Dómurinn bæði efnis- og formlega rangur Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Guðlaugur Agnar byggi á því að dómur Landsréttar sé rangur að formi til. Vísi hann meðal annars til þess að Landsréttur hafi ranglega talið að krafa hans um synjun upptöku sem fjallað er um í héraðsdómi hafi fyrst komið fram í greinargerð til Landsréttar. Þá vísi hann til þess að við útgáfu ákæru hafi rannsókn lögreglu hvergi nærri verið lokið. Einnig byggi hann á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til. Vísi hann einkum til þess að niðurstaða Landsréttar byggist á sönnunarmati sem standist ekki þær kröfur sem gera verði í sakamálum, meðal annars um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi. Jafnframt þurfi Hæstiréttur að taka afstöðu til þess hvort svokölluð EncroChat-gögn verði lögð til grundvallar sakfellingu leyfisbeiðanda. Loks hafi Landsréttur brugðist skyldu sinni til að skoða hvort hann og meðákærðu hafi verið hlutdeildarmenn í broti. Fjallað hefur verið ítarlega um EncroChat-gögnin svokölluðu, sem voru nokkuð veigamikill hluti af málatilbúnaði ákæruvaldsins. Gögnin ónothæf sem sönnunargagn Halldór Margeir byggi hins vegar á því að áfrýjun varði atriði sem hafi verulega almenna þýðingu sem mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um. Byggi hann á því að ástæða sé til að ætla að málsmeðferð í Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant og dómur Landsréttar bersýnilega rangur að formi eða efni. Dómurinn sé að mestu órökstuddur og aðeins að takmörkuðu leyti tekin rökstudd afstaða til varna hans. Þá gerir hann athugasemdir við notkun EncroChat-gagna sem sakfelling hans hafi verið reist á. Hann byggi á því að gögnin séu ónothæf sem sönnunargögn í sakamáli enda liggi ekkert fyrir um uppruna þeirra, vörslur, hvernig öryggi þeirra hafi verið tryggt og þeim miðlað. Loks geri hann athugasemdir við rannsókn lögreglu á símum og skort á greiningu hennar á fjármálum hans. Gæti haft verulega þýðingu Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu þeirra Halldórs Margeirs og Guðlaugs Agnars og um önnur atriði að því leyti sem hún byggir á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar verði ekki endurskoðuð fyrir Hæstarétti. Að virtum gögnum málsins verði hins vegar að telja að dómsúrlausn um öflun og meðferð gagna við rannsókn máls, sönnunarfærslu svo og heimfærslu til refsiákvæða kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt. Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Tengdar fréttir Krefst þyngingar á þyngstu fíkniefnadómum sögunnar Saksóknari krefst þess að dómar yfir sakborningum í saltdreifaramálinu svokallaða verði þyngdir. Tveir sakborningar hlutu tólf ára fangelsisdóm í málinu sem eru þyngstu dómar sem fallið hafa í í fíkniefnamáli hér á landi. 31. maí 2023 18:41 Taldi lögreglu hafa hótað sér í skýrslutökum Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir peningaþvætti í tengslum við stórkostlegt fíkniefnasmygl, um endurupptöku á dómnum. Guðlaugur byggði meðal annars á því að við rannsókn málsins hafi lögregla beitt hann hótunum um að gera föður hans að sakborningi í málinu. 26. mars 2023 21:28 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Sjá meira
Þeir Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Halldór Margeir Ólafsson óskuðu eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í júlí síðastliðinn vegna niðurstöðu Landsréttar í máli þeirra. Guðlaugur Agnar hlaut átta ára fangelsisdóm og Halldór Margeir tíu ára. Landsréttur hafði mildað dóma þeirra beggja um tvö ár. Þeir voru sakfelldir ásamt öðrum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi með því að hafa staðið saman að innflutningi á saltdreifara sem í voru faldir 53 lítrar af amfetamínvökva hingað til lands frá Hollandi í félagi með tveimur óþekktum erlendum mönnum, móttekið tækið og fíkniefnin og haft í vörslum sínum á sveitabænum Hjallanesi við Hellu. Þá var Halldór Margeir einnig sakfelldur fyrir umfangsmikla kannabisræktun á sama sveitabæ. Dómurinn bæði efnis- og formlega rangur Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Guðlaugur Agnar byggi á því að dómur Landsréttar sé rangur að formi til. Vísi hann meðal annars til þess að Landsréttur hafi ranglega talið að krafa hans um synjun upptöku sem fjallað er um í héraðsdómi hafi fyrst komið fram í greinargerð til Landsréttar. Þá vísi hann til þess að við útgáfu ákæru hafi rannsókn lögreglu hvergi nærri verið lokið. Einnig byggi hann á því að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til. Vísi hann einkum til þess að niðurstaða Landsréttar byggist á sönnunarmati sem standist ekki þær kröfur sem gera verði í sakamálum, meðal annars um milliliðalausa sönnunarfærslu fyrir dómi. Jafnframt þurfi Hæstiréttur að taka afstöðu til þess hvort svokölluð EncroChat-gögn verði lögð til grundvallar sakfellingu leyfisbeiðanda. Loks hafi Landsréttur brugðist skyldu sinni til að skoða hvort hann og meðákærðu hafi verið hlutdeildarmenn í broti. Fjallað hefur verið ítarlega um EncroChat-gögnin svokölluðu, sem voru nokkuð veigamikill hluti af málatilbúnaði ákæruvaldsins. Gögnin ónothæf sem sönnunargagn Halldór Margeir byggi hins vegar á því að áfrýjun varði atriði sem hafi verulega almenna þýðingu sem mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um. Byggi hann á því að ástæða sé til að ætla að málsmeðferð í Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant og dómur Landsréttar bersýnilega rangur að formi eða efni. Dómurinn sé að mestu órökstuddur og aðeins að takmörkuðu leyti tekin rökstudd afstaða til varna hans. Þá gerir hann athugasemdir við notkun EncroChat-gagna sem sakfelling hans hafi verið reist á. Hann byggi á því að gögnin séu ónothæf sem sönnunargögn í sakamáli enda liggi ekkert fyrir um uppruna þeirra, vörslur, hvernig öryggi þeirra hafi verið tryggt og þeim miðlað. Loks geri hann athugasemdir við rannsókn lögreglu á símum og skort á greiningu hennar á fjármálum hans. Gæti haft verulega þýðingu Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu þeirra Halldórs Margeirs og Guðlaugs Agnars og um önnur atriði að því leyti sem hún byggir á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar verði ekki endurskoðuð fyrir Hæstarétti. Að virtum gögnum málsins verði hins vegar að telja að dómsúrlausn um öflun og meðferð gagna við rannsókn máls, sönnunarfærslu svo og heimfærslu til refsiákvæða kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt.
Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Tengdar fréttir Krefst þyngingar á þyngstu fíkniefnadómum sögunnar Saksóknari krefst þess að dómar yfir sakborningum í saltdreifaramálinu svokallaða verði þyngdir. Tveir sakborningar hlutu tólf ára fangelsisdóm í málinu sem eru þyngstu dómar sem fallið hafa í í fíkniefnamáli hér á landi. 31. maí 2023 18:41 Taldi lögreglu hafa hótað sér í skýrslutökum Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir peningaþvætti í tengslum við stórkostlegt fíkniefnasmygl, um endurupptöku á dómnum. Guðlaugur byggði meðal annars á því að við rannsókn málsins hafi lögregla beitt hann hótunum um að gera föður hans að sakborningi í málinu. 26. mars 2023 21:28 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Sjá meira
Krefst þyngingar á þyngstu fíkniefnadómum sögunnar Saksóknari krefst þess að dómar yfir sakborningum í saltdreifaramálinu svokallaða verði þyngdir. Tveir sakborningar hlutu tólf ára fangelsisdóm í málinu sem eru þyngstu dómar sem fallið hafa í í fíkniefnamáli hér á landi. 31. maí 2023 18:41
Taldi lögreglu hafa hótað sér í skýrslutökum Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir peningaþvætti í tengslum við stórkostlegt fíkniefnasmygl, um endurupptöku á dómnum. Guðlaugur byggði meðal annars á því að við rannsókn málsins hafi lögregla beitt hann hótunum um að gera föður hans að sakborningi í málinu. 26. mars 2023 21:28
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent