Skoðun

Hvar er iðrun fjár­málaelítunnar?

Hörður Guðbrandsson skrifar

Þegar styttist í kjarasamninga hafa fyrirtækjaeigendur og fjármálaelítan oft þóst verða öðruvísi en þau eru í raun og veru. En núna kveður við nýr tónn, grímulaus áróður dynur á okkur launafólki á sama tíma og spillingarfréttir eru fyrsta frétt allra fréttatíma. Ólögleg samráð, ríkiseigur seldar til vina og vandamanna og gegndarlausar verðhækkanir fyrirtækja er eitthvað sem hægt er nefna í þessu samhengi.

Mér svelgdist því á kaffinu þegar Marínó Tryggvason mætir í hlaðvarpsþátt og viðskiptablaðið tók upp að í ljós er komið að engin iðrun er til staðar vegna þessara mála. Marinó fer yfir það að honum hafi farið harkalega með stjórnendur Íslandsbanka og þá ekki síst Birnu Einarsdóttur enda hafi sakirnar verið litlar.

Ekki mátti skilja Marínó öðruvísi í þessu viðtali en að bankamenn væru þolendur en ekki gerendur í þessu máli. Ekki eitt orð um að stjórnendur hafi brotið stórkostlega á Íslenskum almenningi.

Ég lýsi hér með eftir samvisku fjármálaelítunnar, sem hvorki hefur sést né spurst til í langan tíma.

Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.




Skoðun

Skoðun

21 blár

Jón Pétur Zimsen skrifar

Sjá meira


×