„Þessi aðgerð tókst bara prýðilega“ Árni Sæberg skrifar 6. september 2023 21:01 Fjölnir Sæmundsson gefur lítið fyrir gagnrýni á störf lögreglu. Vísir/Vilhelm Formaður Landssambands lögreglumanna vísar samlíkingu annars mótmælandans um borð í hvalveiðiskipum Hvals, þar sem lögreglunni hér á landi er líkt við lögregluna í Íran, á bug. Hann telur aðgerðir lögreglu í tengslum við mótmælin hafa gengið vel. Anahita Babei, önnur kvennanna sem komu sér fyrir í tunnum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 að morgni mánudags til þess að stöðva för þeirra, er ættuð frá Íran og hefur líkt framkomu lögreglumanna á mánudagsmorgun við framkomu kollega þeirra í Íran. „Ég er frá Íran og ég hef sætt slæmri meðferð lögreglu sem aðgerðarsinni í Íran. Það var hneykslanlegt að eitthvað slíkt myndi gerast á Íslandi,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, var spurður í Reykjavík síðdegis í dag hvort slík ummæli særðu hluteigandi lögreglumenn. „Ég var nú dálítið hissa en ég get ekki sagt að ég taki þetta nærri mér, þetta er eitthvað svo fáránleg samlíking. Ég ræddi við nokkra lögreglumenn og þeir sögðust vera ýmsu vanir og ekki taka þetta nærri sér, enda er ég ekki viss um að í Íran hefði nokkur fengið að vera svona lengi uppi í turni á skipi.“ Þá segir hann að aðgerðir lögreglu hafi gengið vel og að lögreglumenn hafi ekki farið út fyrir meðalhóf. Bakpokinn tekinn þegar reynt var að ná Anahitu upp úr tunnunni Fjölnir segir að þeir lögreglumenn sem hann hefur rætt við lýsi því sem svo að samskipti við konurnar tvær hafi farið fram í rólegheitum og að þeim hafi verið boðin læknisaðstoð ef þær kæmu niður. Lögregla hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir það að hafa tekið bakpoka með mikilvægum vistum af Anahitu, með þeim afleiðingum að hún fékk hvorki vott né þurrt meginþorrann af þeim 33 klukkustundum sem hún varði í tunnunni. „Hann tekur þarna bakpoka og eitthvað af henni en þá voru þeir að reyna að ná henni upp líka. Þannig að það gerist held ég í þeirri atburðarás,“ segir Fjölnir. Myndskeið af atburðarásinni má sjá hér að neðan: Þannig að þetta er ekki mjög íranskt að heyra? „Nei bara ekki neitt, ekki frekar en [eins og hjá] lögreglunni í Bandaríkjunum eða eitthvað. Þessi aðgerð tókst bara prýðilega og ég heyrði ekki annað en að þessum mótmælendum þarna uppi fyndist þetta leysast bara prýðilega og mættu á lögreglustöð og gengu frá sínum málum og gengu síðan frjálsar út,“ segir Fjölnir. Hvalveiðar Lögreglan Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Þurftu ekki einu sinni að ræða við lögregluna Árið 1987 hlekkjaði listamaðurinn Benedikt Erlingsson sig, ásamt tveimur öðrum mönnum, við Hvalveiðiskip í Hvalfirði. Gjörningurinn var gerður í mótmælaskyni gegn hvalveiðum og því ekki ólíkur uppátæki mótmælendanna Elissu og Anahitu sem eyddu 33 klukkustundum í tveimur hvalveiðiskipum þangað til síðdegis í gær. 6. september 2023 10:25 Tóku bakpokann af konunni til að flýta fyrir mótmælalokum Hvalur hf. hefur kært konurnar tvær sem mótmæltu hvalveiðum í tunnum í möstrum hvalskipa félagsins til lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir ekki mannréttindabrot að taka bakpoka af fólki sem hafi gerst brotlegt við lög. 5. september 2023 15:56 „Maður fer að velta fyrir sér hvort þarna geti verið á ferðinni mannréttindabrot“ Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands veltir því fyrir sér hvort lögregla hafi brotið á mannréttindum annars mótmælandans í hvalveiðiskipinu með því að hafa svipt hana eigum sínum. Þá þurfi það að koma til alvarlegrar skoðunar hvort lögreglan hafi gætt meðalhófs í málinu. Fólk missi ekki mannréttindi sín við að viðhafa borgaralega óhlýðni. 5. september 2023 13:37 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Anahita Babei, önnur kvennanna sem komu sér fyrir í tunnum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 að morgni mánudags til þess að stöðva för þeirra, er ættuð frá Íran og hefur líkt framkomu lögreglumanna á mánudagsmorgun við framkomu kollega þeirra í Íran. „Ég er frá Íran og ég hef sætt slæmri meðferð lögreglu sem aðgerðarsinni í Íran. Það var hneykslanlegt að eitthvað slíkt myndi gerast á Íslandi,“ sagði hún í samtali við fréttastofu í dag. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, var spurður í Reykjavík síðdegis í dag hvort slík ummæli særðu hluteigandi lögreglumenn. „Ég var nú dálítið hissa en ég get ekki sagt að ég taki þetta nærri mér, þetta er eitthvað svo fáránleg samlíking. Ég ræddi við nokkra lögreglumenn og þeir sögðust vera ýmsu vanir og ekki taka þetta nærri sér, enda er ég ekki viss um að í Íran hefði nokkur fengið að vera svona lengi uppi í turni á skipi.“ Þá segir hann að aðgerðir lögreglu hafi gengið vel og að lögreglumenn hafi ekki farið út fyrir meðalhóf. Bakpokinn tekinn þegar reynt var að ná Anahitu upp úr tunnunni Fjölnir segir að þeir lögreglumenn sem hann hefur rætt við lýsi því sem svo að samskipti við konurnar tvær hafi farið fram í rólegheitum og að þeim hafi verið boðin læknisaðstoð ef þær kæmu niður. Lögregla hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir það að hafa tekið bakpoka með mikilvægum vistum af Anahitu, með þeim afleiðingum að hún fékk hvorki vott né þurrt meginþorrann af þeim 33 klukkustundum sem hún varði í tunnunni. „Hann tekur þarna bakpoka og eitthvað af henni en þá voru þeir að reyna að ná henni upp líka. Þannig að það gerist held ég í þeirri atburðarás,“ segir Fjölnir. Myndskeið af atburðarásinni má sjá hér að neðan: Þannig að þetta er ekki mjög íranskt að heyra? „Nei bara ekki neitt, ekki frekar en [eins og hjá] lögreglunni í Bandaríkjunum eða eitthvað. Þessi aðgerð tókst bara prýðilega og ég heyrði ekki annað en að þessum mótmælendum þarna uppi fyndist þetta leysast bara prýðilega og mættu á lögreglustöð og gengu frá sínum málum og gengu síðan frjálsar út,“ segir Fjölnir.
Hvalveiðar Lögreglan Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Þurftu ekki einu sinni að ræða við lögregluna Árið 1987 hlekkjaði listamaðurinn Benedikt Erlingsson sig, ásamt tveimur öðrum mönnum, við Hvalveiðiskip í Hvalfirði. Gjörningurinn var gerður í mótmælaskyni gegn hvalveiðum og því ekki ólíkur uppátæki mótmælendanna Elissu og Anahitu sem eyddu 33 klukkustundum í tveimur hvalveiðiskipum þangað til síðdegis í gær. 6. september 2023 10:25 Tóku bakpokann af konunni til að flýta fyrir mótmælalokum Hvalur hf. hefur kært konurnar tvær sem mótmæltu hvalveiðum í tunnum í möstrum hvalskipa félagsins til lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir ekki mannréttindabrot að taka bakpoka af fólki sem hafi gerst brotlegt við lög. 5. september 2023 15:56 „Maður fer að velta fyrir sér hvort þarna geti verið á ferðinni mannréttindabrot“ Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands veltir því fyrir sér hvort lögregla hafi brotið á mannréttindum annars mótmælandans í hvalveiðiskipinu með því að hafa svipt hana eigum sínum. Þá þurfi það að koma til alvarlegrar skoðunar hvort lögreglan hafi gætt meðalhófs í málinu. Fólk missi ekki mannréttindi sín við að viðhafa borgaralega óhlýðni. 5. september 2023 13:37 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Þurftu ekki einu sinni að ræða við lögregluna Árið 1987 hlekkjaði listamaðurinn Benedikt Erlingsson sig, ásamt tveimur öðrum mönnum, við Hvalveiðiskip í Hvalfirði. Gjörningurinn var gerður í mótmælaskyni gegn hvalveiðum og því ekki ólíkur uppátæki mótmælendanna Elissu og Anahitu sem eyddu 33 klukkustundum í tveimur hvalveiðiskipum þangað til síðdegis í gær. 6. september 2023 10:25
Tóku bakpokann af konunni til að flýta fyrir mótmælalokum Hvalur hf. hefur kært konurnar tvær sem mótmæltu hvalveiðum í tunnum í möstrum hvalskipa félagsins til lögreglu. Yfirlögregluþjónn segir ekki mannréttindabrot að taka bakpoka af fólki sem hafi gerst brotlegt við lög. 5. september 2023 15:56
„Maður fer að velta fyrir sér hvort þarna geti verið á ferðinni mannréttindabrot“ Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands veltir því fyrir sér hvort lögregla hafi brotið á mannréttindum annars mótmælandans í hvalveiðiskipinu með því að hafa svipt hana eigum sínum. Þá þurfi það að koma til alvarlegrar skoðunar hvort lögreglan hafi gætt meðalhófs í málinu. Fólk missi ekki mannréttindi sín við að viðhafa borgaralega óhlýðni. 5. september 2023 13:37