Sport

Djokovic bætti enn eitt metið er hann komst í undanúrslit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Novak Djokovic hefur fyrir löngu sannað sig sem einn besti tenniskappi sögunnar.
Novak Djokovic hefur fyrir löngu sannað sig sem einn besti tenniskappi sögunnar. Clive Brunskill/Getty Images

Serbneski tenniskappinn Novak Djokovic tryggði sér í nótt sæti í undanúrslitum Opna bandaríska risamótsins í tennis. Hann er því á leið í undanúrslit á risamóti í 47. sinn á ferlinum.

Hann er því orðinn sá tenniskappi í sögunni sem hefur oftast komist í undanúrslit á risamóti. Þá var þetta í þrettánda sinn í röð sem hann kemst í gegnum fjórðungsúrslit á Opna bandaríska á ferlinum í þrettán tilraunum. Hann er því enn taplaus í fjórðungúrslitum risamótsins.

Þessi 36 ára Serbi hafði betur gegn Taylor Fritz í nótt. Hann vann fyrsta settið 6-1 og næstu tvö 6-4 og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum. Þar mætir hann Bandaríkjamanninum Ben Shelton.

Til samanburðar er Shelton á leið í sinn fyrsta undanúrslitaleik á risamóti í tennis, á meðan Djokovic er á leið í undanúrslitaleik númer 47.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×