Langkvaldar langreyðar í boði stjórnvalda Ívar Örn Hauksson skrifar 6. september 2023 08:30 Líkt og flestum er ljóst sem fylgjast með gangi mála frestaði matvælaráðherra hvalveiðum til og með 1. september. Frestun vertíðar vakti upp hörð viðbrögð og litla ánægju ákveðinna þingmanna. Svo hörð voru viðbrögðin að sumir urðu næstum því langreiðir og viðruðu hugmyndir um vantrauststillögur á matvælaráðherra færi hún ekki að vilja og stefnu þeirra eigin flokks varðandi hvalveiðar, skömmu fyrir ágústlok. Aðrir urðu litlir í sér og „óttuðust“ að síðasti hvalurinn hefði verið veiddur. Hvalvertíðinni var slegið á frest þar sem sýnt þótti að núverandi veiðiaðferðir uppfylltu ekki lög um velferð dýra. Meðan bannið stæði skyldi afla gagna til þess að endurbæta veiðiaðferðir og búnað þannig að hvort tveggja uppfyllti framangreind lög. Tímabundið bann við veiðunum var rökstutt mjög vel og ítarlega af hálfu matvælaráðherra, sérstaklega á fundi atvinnuveganefndar alþingis þar sem hún sat fyrir svörum, daginn eftir mikinn hitafund sem haldinn var á Akranesi daginn áður þar sem ráðherra lét sig ekki vanta. Nú hefur hæstvirtur matvælaráðherra aftur á móti heimilað hvalveiðar frá og með 1. september undir talsvert strangari skilyrðum og eftirliti skv. nýrri reglugerð um veiðar á langreyðum nr. 895/2023. Þessi ákvörðun og viðsnúningur matvælaráðherra stingur fullkomlega í stúf við þær ítarlegu röksemdarfærslur sem matvælaráðherra færði fyrir banninu fyrr í sumar. Það sem helst vekur athygli er það að fátt eða ekkert í nýrri reglugerð mun tryggja frekar að þeir hvalir sem verða skotnir verði aflífaðir á mannúðlegan hátt. Af hverju? Jú, veiðitækni, aðferðir og búnaður er nánast alveg sá sami. Sami búnaður og aðferðir sem varð til þess að matvælaráðherra bannaði veiðarnar á grundvelli þess að þær uppfylltu ekki lög. Búnaðurinn og veiðiaðferðir hafa ekki tekið neinum breytingum svo hægt væri að tala um einhver kaflaskil. Niðurstaðan er því sú að þrátt fyrir nýja reglugerð matvælaráðherra er engin trygging fyrir því að dýrin verði aflífuð á mannúðlegri hátt en áður og að veiðarnar uppfylli annarsvegar lög um velferð dýra og hinsvegar lög um hvalveiðar. Til að bíta svo hausinn af skömminni varðandi ákvörðun ráðherra, þá tekur hluti reglugerðarinnar ekki gildi fyrr en 18. september. Matvælaráðherra hefur þegar fært mjög góð og haldbær rök fyrir banni við hvalveiðum þar sem hún sagði m.a. að dýr ættu sér ekki aðra málsvara en mennina. Það er hárrétt hjá ráðherra, en hvers vegna víkur þá matvælaráðherra sér úr því göfuga hlutverki? Ooo jú, ætli svarið við því er sú staðreynd að íslensk pólitík er ekki svo merkileg tík. Sumum stjórnmálamönnum þykir sjálfsagt að bregða frá sínum eigin prinsippum og grundvallarstefnu síns flokks þegar ráðherrastólar eru undir. Þeir eru nefnilega mjúkir, hlýir og vel borgaðir. Vitaskuld er þessi sýndarleikur matvælaráðherra gerður til þess að halda friðinn á stjórnarheimilinu. En sá friður meðal stjórnvalda er á kostnað náttúrunnar og risa úthafanna. Stórhveli gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í lífkeðjunni m.a. með kolefnisbindingu og svo að stuðla að auknu framboði á plöntusvifi (e. phytoplankton) sem er grunnur alls lífs í höfunum. Það að frjálsar, göfugar og líffræðilega mikilvægar skepnur eins og stórhveli skuli líða fyrir slík hrossakaup, fúsk og fyrirgreiðslupólitík stjórnmálamanna er hvorki mönnum, né hvölum bjóðandi árið 2023. Höfundur er lögfræðingur og meðlimur Whale Wise rannsóknarteymisins við háskólann í Edinburg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Líkt og flestum er ljóst sem fylgjast með gangi mála frestaði matvælaráðherra hvalveiðum til og með 1. september. Frestun vertíðar vakti upp hörð viðbrögð og litla ánægju ákveðinna þingmanna. Svo hörð voru viðbrögðin að sumir urðu næstum því langreiðir og viðruðu hugmyndir um vantrauststillögur á matvælaráðherra færi hún ekki að vilja og stefnu þeirra eigin flokks varðandi hvalveiðar, skömmu fyrir ágústlok. Aðrir urðu litlir í sér og „óttuðust“ að síðasti hvalurinn hefði verið veiddur. Hvalvertíðinni var slegið á frest þar sem sýnt þótti að núverandi veiðiaðferðir uppfylltu ekki lög um velferð dýra. Meðan bannið stæði skyldi afla gagna til þess að endurbæta veiðiaðferðir og búnað þannig að hvort tveggja uppfyllti framangreind lög. Tímabundið bann við veiðunum var rökstutt mjög vel og ítarlega af hálfu matvælaráðherra, sérstaklega á fundi atvinnuveganefndar alþingis þar sem hún sat fyrir svörum, daginn eftir mikinn hitafund sem haldinn var á Akranesi daginn áður þar sem ráðherra lét sig ekki vanta. Nú hefur hæstvirtur matvælaráðherra aftur á móti heimilað hvalveiðar frá og með 1. september undir talsvert strangari skilyrðum og eftirliti skv. nýrri reglugerð um veiðar á langreyðum nr. 895/2023. Þessi ákvörðun og viðsnúningur matvælaráðherra stingur fullkomlega í stúf við þær ítarlegu röksemdarfærslur sem matvælaráðherra færði fyrir banninu fyrr í sumar. Það sem helst vekur athygli er það að fátt eða ekkert í nýrri reglugerð mun tryggja frekar að þeir hvalir sem verða skotnir verði aflífaðir á mannúðlegan hátt. Af hverju? Jú, veiðitækni, aðferðir og búnaður er nánast alveg sá sami. Sami búnaður og aðferðir sem varð til þess að matvælaráðherra bannaði veiðarnar á grundvelli þess að þær uppfylltu ekki lög. Búnaðurinn og veiðiaðferðir hafa ekki tekið neinum breytingum svo hægt væri að tala um einhver kaflaskil. Niðurstaðan er því sú að þrátt fyrir nýja reglugerð matvælaráðherra er engin trygging fyrir því að dýrin verði aflífuð á mannúðlegri hátt en áður og að veiðarnar uppfylli annarsvegar lög um velferð dýra og hinsvegar lög um hvalveiðar. Til að bíta svo hausinn af skömminni varðandi ákvörðun ráðherra, þá tekur hluti reglugerðarinnar ekki gildi fyrr en 18. september. Matvælaráðherra hefur þegar fært mjög góð og haldbær rök fyrir banni við hvalveiðum þar sem hún sagði m.a. að dýr ættu sér ekki aðra málsvara en mennina. Það er hárrétt hjá ráðherra, en hvers vegna víkur þá matvælaráðherra sér úr því göfuga hlutverki? Ooo jú, ætli svarið við því er sú staðreynd að íslensk pólitík er ekki svo merkileg tík. Sumum stjórnmálamönnum þykir sjálfsagt að bregða frá sínum eigin prinsippum og grundvallarstefnu síns flokks þegar ráðherrastólar eru undir. Þeir eru nefnilega mjúkir, hlýir og vel borgaðir. Vitaskuld er þessi sýndarleikur matvælaráðherra gerður til þess að halda friðinn á stjórnarheimilinu. En sá friður meðal stjórnvalda er á kostnað náttúrunnar og risa úthafanna. Stórhveli gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í lífkeðjunni m.a. með kolefnisbindingu og svo að stuðla að auknu framboði á plöntusvifi (e. phytoplankton) sem er grunnur alls lífs í höfunum. Það að frjálsar, göfugar og líffræðilega mikilvægar skepnur eins og stórhveli skuli líða fyrir slík hrossakaup, fúsk og fyrirgreiðslupólitík stjórnmálamanna er hvorki mönnum, né hvölum bjóðandi árið 2023. Höfundur er lögfræðingur og meðlimur Whale Wise rannsóknarteymisins við háskólann í Edinburg.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun