Sigurður Líndal látinn Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2023 07:24 Sigurður Líndal starfaði lengi sem prófessor við Háskóla Íslands og gengdi einnig stöðu forstöðumanns Lagastofnunar Háskóla Íslands. Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, er látinn, 92 ára að aldri. Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en Sigurður lést síðastliðinn laugardag. Sigurður fæddist 2. júlí árið 1931 og var sonur hjónanna Þórhildar Pálsdóttur Briem og Theodórs B. Líndal. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1951 og útskrifaðist svo með BA-próf í latínu og mannkynssögu árið 1957, embættispróf í lögfræði tveimur árum síðar og svo MA-próf í sagnfræði árið 1968. Hann stundaði sömuleiðis nám við Háskólann í Kaupmannahöfn, Háskólann í Bonn og Háskólann í Oxford. Hann starfaði sem dómarafulltrúi við embætti borgardómara í Reykjavík á árunum 1959 til 1960 og 1963 til 1964. Hann var hæstaréttarritari á árunum 1964 til 1972 og lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1967, og svo prófessor í lögfræði á árunum 1972 til 2001. Sigurður var dómari við Félagsdóm frá 1974 til 1980 og forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands frá 1976 til 2001. Þá var hann forseti Hins íslenzka bókmenntafélags um áratugaskeið. Á vef Stjórnarráðsins segir hann hafi verið formaður sérstakrar rannsóknarnefndar til að rannsaka flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst 2000 sem starfaði frá 2002 til 2005. Á ferli sínum stundaði Sigurður einnig ritstörf og var ritsjóri Sögu Íslands frá 1972 til 2016 og átti sæti í ritstjórn Nordisk administrativt tidsskrift um árabil. Þá liggja eftir hann fjöldi ritverka um lögfræði, stjórnmálafræði og sagnfræði. Sigurður lætur eftir sig eiginkonu, Maríu Jóhannsdóttur, og tvær dætur, þær Kristínu og Þórhildi. Andlát Háskólar Skóla- og menntamál Lögmennska Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en Sigurður lést síðastliðinn laugardag. Sigurður fæddist 2. júlí árið 1931 og var sonur hjónanna Þórhildar Pálsdóttur Briem og Theodórs B. Líndal. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1951 og útskrifaðist svo með BA-próf í latínu og mannkynssögu árið 1957, embættispróf í lögfræði tveimur árum síðar og svo MA-próf í sagnfræði árið 1968. Hann stundaði sömuleiðis nám við Háskólann í Kaupmannahöfn, Háskólann í Bonn og Háskólann í Oxford. Hann starfaði sem dómarafulltrúi við embætti borgardómara í Reykjavík á árunum 1959 til 1960 og 1963 til 1964. Hann var hæstaréttarritari á árunum 1964 til 1972 og lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1967, og svo prófessor í lögfræði á árunum 1972 til 2001. Sigurður var dómari við Félagsdóm frá 1974 til 1980 og forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands frá 1976 til 2001. Þá var hann forseti Hins íslenzka bókmenntafélags um áratugaskeið. Á vef Stjórnarráðsins segir hann hafi verið formaður sérstakrar rannsóknarnefndar til að rannsaka flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst 2000 sem starfaði frá 2002 til 2005. Á ferli sínum stundaði Sigurður einnig ritstörf og var ritsjóri Sögu Íslands frá 1972 til 2016 og átti sæti í ritstjórn Nordisk administrativt tidsskrift um árabil. Þá liggja eftir hann fjöldi ritverka um lögfræði, stjórnmálafræði og sagnfræði. Sigurður lætur eftir sig eiginkonu, Maríu Jóhannsdóttur, og tvær dætur, þær Kristínu og Þórhildi.
Andlát Háskólar Skóla- og menntamál Lögmennska Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira