Sigurður Líndal látinn Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2023 07:24 Sigurður Líndal starfaði lengi sem prófessor við Háskóla Íslands og gengdi einnig stöðu forstöðumanns Lagastofnunar Háskóla Íslands. Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, er látinn, 92 ára að aldri. Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en Sigurður lést síðastliðinn laugardag. Sigurður fæddist 2. júlí árið 1931 og var sonur hjónanna Þórhildar Pálsdóttur Briem og Theodórs B. Líndal. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1951 og útskrifaðist svo með BA-próf í latínu og mannkynssögu árið 1957, embættispróf í lögfræði tveimur árum síðar og svo MA-próf í sagnfræði árið 1968. Hann stundaði sömuleiðis nám við Háskólann í Kaupmannahöfn, Háskólann í Bonn og Háskólann í Oxford. Hann starfaði sem dómarafulltrúi við embætti borgardómara í Reykjavík á árunum 1959 til 1960 og 1963 til 1964. Hann var hæstaréttarritari á árunum 1964 til 1972 og lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1967, og svo prófessor í lögfræði á árunum 1972 til 2001. Sigurður var dómari við Félagsdóm frá 1974 til 1980 og forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands frá 1976 til 2001. Þá var hann forseti Hins íslenzka bókmenntafélags um áratugaskeið. Á vef Stjórnarráðsins segir hann hafi verið formaður sérstakrar rannsóknarnefndar til að rannsaka flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst 2000 sem starfaði frá 2002 til 2005. Á ferli sínum stundaði Sigurður einnig ritstörf og var ritsjóri Sögu Íslands frá 1972 til 2016 og átti sæti í ritstjórn Nordisk administrativt tidsskrift um árabil. Þá liggja eftir hann fjöldi ritverka um lögfræði, stjórnmálafræði og sagnfræði. Sigurður lætur eftir sig eiginkonu, Maríu Jóhannsdóttur, og tvær dætur, þær Kristínu og Þórhildi. Andlát Háskólar Skóla- og menntamál Lögmennska Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en Sigurður lést síðastliðinn laugardag. Sigurður fæddist 2. júlí árið 1931 og var sonur hjónanna Þórhildar Pálsdóttur Briem og Theodórs B. Líndal. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1951 og útskrifaðist svo með BA-próf í latínu og mannkynssögu árið 1957, embættispróf í lögfræði tveimur árum síðar og svo MA-próf í sagnfræði árið 1968. Hann stundaði sömuleiðis nám við Háskólann í Kaupmannahöfn, Háskólann í Bonn og Háskólann í Oxford. Hann starfaði sem dómarafulltrúi við embætti borgardómara í Reykjavík á árunum 1959 til 1960 og 1963 til 1964. Hann var hæstaréttarritari á árunum 1964 til 1972 og lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1967, og svo prófessor í lögfræði á árunum 1972 til 2001. Sigurður var dómari við Félagsdóm frá 1974 til 1980 og forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands frá 1976 til 2001. Þá var hann forseti Hins íslenzka bókmenntafélags um áratugaskeið. Á vef Stjórnarráðsins segir hann hafi verið formaður sérstakrar rannsóknarnefndar til að rannsaka flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst 2000 sem starfaði frá 2002 til 2005. Á ferli sínum stundaði Sigurður einnig ritstörf og var ritsjóri Sögu Íslands frá 1972 til 2016 og átti sæti í ritstjórn Nordisk administrativt tidsskrift um árabil. Þá liggja eftir hann fjöldi ritverka um lögfræði, stjórnmálafræði og sagnfræði. Sigurður lætur eftir sig eiginkonu, Maríu Jóhannsdóttur, og tvær dætur, þær Kristínu og Þórhildi.
Andlát Háskólar Skóla- og menntamál Lögmennska Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira