Einn leiðtoga Proud Boys dæmdur í 22 ára fangelsi Árni Sæberg skrifar 5. september 2023 23:35 Enrique Tarrio verður lengi í fangelsi. AP Photo/Allison Dinner Enrique Tarrio, einn leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys, var í dag dæmdur til 22 ára fangelsisvistar fyrir hlut hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í ársbyrjun 2021. Það er þyngsti dómurinn sem fallið hefur vegna árásarinnar. Í frétt Reuters um málið segir að Tarrio hafi verið fundinn sekur um samsæri gegn alríkisvaldinu fyrir að hafa hvatt til árásarinnar þrátt fyrir að hafa ekki verið viðstaddur hana. Í síðustu viku voru tveir aðrir leiðtogar samtakanna dæmdir í fangelsi vegna árásarinnar. Joe Biggs var dæmdur til sautján ára fangelsisvistar fyrir sinn hlut og Ethan Nordean átján ára. Í maí síðastliðnum var Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers, dæmdur til átján ára fangelsisvistar. Það var þá þyngsti dómurinn í tengslum við árásina. „Þetta var fyrirframskipulögð hryðjuverkaárás. Hann beitti og hvatti til notkunar upplýsingaóreiðu,“ sögðu saksóknarar við þinghald í dag áður en refsing Tarrios var ákveðin. Saksóknar höfðu farið fram á 33 ára fangelsi. Hann var fundinn sekur í byrjun maí síðastliðins af kviðdómi. Ríflega 1.100 hafa verið handteknir eða ákærðir vegna árásarinnar. Minnst 630 hafa játað aðild sína að henni og 110 verið sakfelldir. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Geta stefnt Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglumönnum og þingmönnum er heimilt að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið, að mati bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir slíkum kröfum. 3. mars 2023 08:50 Trump sagður hafa kveikt uppreisnarbálið Ábyrgðin á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í fyrra er á herðum eins manns: Trumps sjálfs. Þetta er niðurstaða þingnefndar sem rannsakaði árásina. Hún mælir með því að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti aftur. 23. desember 2022 09:10 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Sjá meira
Í frétt Reuters um málið segir að Tarrio hafi verið fundinn sekur um samsæri gegn alríkisvaldinu fyrir að hafa hvatt til árásarinnar þrátt fyrir að hafa ekki verið viðstaddur hana. Í síðustu viku voru tveir aðrir leiðtogar samtakanna dæmdir í fangelsi vegna árásarinnar. Joe Biggs var dæmdur til sautján ára fangelsisvistar fyrir sinn hlut og Ethan Nordean átján ára. Í maí síðastliðnum var Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers, dæmdur til átján ára fangelsisvistar. Það var þá þyngsti dómurinn í tengslum við árásina. „Þetta var fyrirframskipulögð hryðjuverkaárás. Hann beitti og hvatti til notkunar upplýsingaóreiðu,“ sögðu saksóknarar við þinghald í dag áður en refsing Tarrios var ákveðin. Saksóknar höfðu farið fram á 33 ára fangelsi. Hann var fundinn sekur í byrjun maí síðastliðins af kviðdómi. Ríflega 1.100 hafa verið handteknir eða ákærðir vegna árásarinnar. Minnst 630 hafa játað aðild sína að henni og 110 verið sakfelldir.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Geta stefnt Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglumönnum og þingmönnum er heimilt að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið, að mati bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir slíkum kröfum. 3. mars 2023 08:50 Trump sagður hafa kveikt uppreisnarbálið Ábyrgðin á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í fyrra er á herðum eins manns: Trumps sjálfs. Þetta er niðurstaða þingnefndar sem rannsakaði árásina. Hún mælir með því að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti aftur. 23. desember 2022 09:10 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Sjá meira
Geta stefnt Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglumönnum og þingmönnum er heimilt að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið, að mati bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir slíkum kröfum. 3. mars 2023 08:50
Trump sagður hafa kveikt uppreisnarbálið Ábyrgðin á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í fyrra er á herðum eins manns: Trumps sjálfs. Þetta er niðurstaða þingnefndar sem rannsakaði árásina. Hún mælir með því að Trump verði bannað að gegna opinberu embætti aftur. 23. desember 2022 09:10