„Þetta var það minnsta sem ég gat gert“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 5. september 2023 19:14 Aðgerðarsinninn Nic var handtekin þegar hún fór inn fyrir merktan lögregluborða á mótmælunum í dag. Vísir/Arnar Nic, aðgerðarsinninn sem var handtekin á mótmælunum við hvalveiðiskipin Hval 8 og Hval 9 í dag segist hafa verið að senda Anahitu, öðrum mótmælandanum, skilaboð þegar hún var handtekin eftir að hafa farið inn fyrir merktan lögregluborða. Anahita hafi verið í uppnámi og hún ætlað að hughreysta hana. Fréttakona náði tali af Nic í dag eftir að handtakan átti sér stað. Hún segir Anahitu hafa sýnilega verið í uppnámi en mótmælendur ekki haf náð sambandi við hana sökum þess hve langt í burtu frá skipunum þau stóðu. „Við sáum að Anahita var að reyna að ná sambandi við okkur, einhver hafði lánað okkur hljóðnema og hátalara. Við sáum að hún var í uppnámi og við vissum ekki hvort það væri í lagi með hana, miðað við að búið var að taka af henni bakpokann, hún hefur verið án hans í þrjátíu og eitthvað klukkutíma. Við höfðum áhyggjur af því hve berskjölduð hún væri þarna uppi,“ segir Nic. Nic segir það hafa verið erfitt að ná sambandi við hana, en loks hafi þau komist að því að hún væri að kalla á manninn sinn Mika, sem hafði dvalið á höfninni frá því að mótmælin hófust. Ætlaði undir plastborðann í örskamma stund „Við sögðum, Anahita, er allt í lagi? Þarftu að komast niður? En það eina sem hún gat sagt var, Mika, Mika! En hún heyrði enn ekki í okkur í gegnum hljóðnemann. Við reyndum að segja við hana að han væri bara farinn í fimm mínútur að hlaða myndavélina sína,“ segir Nic. Hún segist hafa gripið til þess örþrifaráðs að fara inn á afmarkað svæði þar sem einungis fjölmiðlar máttu fara, því þá kæmist hún nær skipunum og næði því sambandi við Anahitu. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. „Samkenndin mín vó upp á móti öllum áhyggjum af sjálfri mér og ég leit hingað yfir og, þú veist þegar hlutirnir eru í móðu, en ég sá að það var enginn lögregluþjónn þarna hvort sem er, á fjölmiðlasvæðinu. Ég ætlaði að fara undir þennan plastborða því ég vildi að Anahita vissi að hvað sem bjátaði á þá væri Mika að koma eftir fimm mínútur. Ég helt ég gæti bara smeygt mér undir og hughreyst hana og komið svo aftur,“ segir Nic. Marin eftir handtökuna Hún segist þá hafa náð að koma skilaboðunum áleiðis en áður en hún náði að yfirgefa fjölmiðlasvæðið voru lögreglumenn komnir til þess að hafa afskipti af henni. „Hann greip svo fast í mig,“ segir Nic um annan þjónanna. „Ég sagði, slepptu mér! Þú þarft ekki að halda svona í mig, ég er hvort sem er að snúa við, hvers vegna geturðu ekki bara notað röddina og sagt mér að snúa við, ég er að snúa við hvort sem er!“ segir Nic. „Hann helt svo fast í mig og gnæfði yfir mér, svo fast grip.“ Hún segir viðbrögð hennar þegar lögreglumaðurinn greip í hana hafa verið ósjálfráð, þegar hún sló í áttina til hans. Henni var síðan tjáð að hún væri handtekin fyrir ofbeldi gegn lögreglu. Þá sýnir Nic fréttakonu marblett sem hún hafði fengið þegar gripið var í hana. Nic var marin og blá eftir handtökuna.Vísir/Arnar Nic segist hafa beðið lögregluþjónana um að skrifa símanúmer vinar síns niður svo hún yrði ekki strandaglópur á Íslandi, en henni hafi verið sagt að þeir stjórnuðu, ekki hún. „Ég veit að þetta var klikkað í augnablikinu en áhyggjur mínar beindust ekki að mér, þær beindust bara að Anahitu,“ segir Nic. „Hann var svo grófur. Ég get í raun ekki lýst því. Það var engin þörf á þessu, ég var hvort sem er að yfirgefa svæðið. Hann hefði bara getað sagt mér að fara af svæðinu.“ Loks segist Nic taka ofan af fyrir hugrekki kvennanna sem hlekkjuðu sig við skipin. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir Elissu og Anahitu. Þær eru hugrakkari en ég, verandi þarna uppi. Fólk með svo sterkan karakter að geta staðið upp fyrir því sem þau trúa og setja sig í þessar aðstæður. Mér fannst að það minnsta sem ég gat gert væri að fara að hughreysta Anahitu og segja henni að maðurinn hennar kæmi aftur eftir fimm mínútur, það var það minnsta sem ég gat gert. Ég hugsaði ekki um afleiðingarnar.“ Hvalveiðar Lögreglumál Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Fréttakona náði tali af Nic í dag eftir að handtakan átti sér stað. Hún segir Anahitu hafa sýnilega verið í uppnámi en mótmælendur ekki haf náð sambandi við hana sökum þess hve langt í burtu frá skipunum þau stóðu. „Við sáum að Anahita var að reyna að ná sambandi við okkur, einhver hafði lánað okkur hljóðnema og hátalara. Við sáum að hún var í uppnámi og við vissum ekki hvort það væri í lagi með hana, miðað við að búið var að taka af henni bakpokann, hún hefur verið án hans í þrjátíu og eitthvað klukkutíma. Við höfðum áhyggjur af því hve berskjölduð hún væri þarna uppi,“ segir Nic. Nic segir það hafa verið erfitt að ná sambandi við hana, en loks hafi þau komist að því að hún væri að kalla á manninn sinn Mika, sem hafði dvalið á höfninni frá því að mótmælin hófust. Ætlaði undir plastborðann í örskamma stund „Við sögðum, Anahita, er allt í lagi? Þarftu að komast niður? En það eina sem hún gat sagt var, Mika, Mika! En hún heyrði enn ekki í okkur í gegnum hljóðnemann. Við reyndum að segja við hana að han væri bara farinn í fimm mínútur að hlaða myndavélina sína,“ segir Nic. Hún segist hafa gripið til þess örþrifaráðs að fara inn á afmarkað svæði þar sem einungis fjölmiðlar máttu fara, því þá kæmist hún nær skipunum og næði því sambandi við Anahitu. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. „Samkenndin mín vó upp á móti öllum áhyggjum af sjálfri mér og ég leit hingað yfir og, þú veist þegar hlutirnir eru í móðu, en ég sá að það var enginn lögregluþjónn þarna hvort sem er, á fjölmiðlasvæðinu. Ég ætlaði að fara undir þennan plastborða því ég vildi að Anahita vissi að hvað sem bjátaði á þá væri Mika að koma eftir fimm mínútur. Ég helt ég gæti bara smeygt mér undir og hughreyst hana og komið svo aftur,“ segir Nic. Marin eftir handtökuna Hún segist þá hafa náð að koma skilaboðunum áleiðis en áður en hún náði að yfirgefa fjölmiðlasvæðið voru lögreglumenn komnir til þess að hafa afskipti af henni. „Hann greip svo fast í mig,“ segir Nic um annan þjónanna. „Ég sagði, slepptu mér! Þú þarft ekki að halda svona í mig, ég er hvort sem er að snúa við, hvers vegna geturðu ekki bara notað röddina og sagt mér að snúa við, ég er að snúa við hvort sem er!“ segir Nic. „Hann helt svo fast í mig og gnæfði yfir mér, svo fast grip.“ Hún segir viðbrögð hennar þegar lögreglumaðurinn greip í hana hafa verið ósjálfráð, þegar hún sló í áttina til hans. Henni var síðan tjáð að hún væri handtekin fyrir ofbeldi gegn lögreglu. Þá sýnir Nic fréttakonu marblett sem hún hafði fengið þegar gripið var í hana. Nic var marin og blá eftir handtökuna.Vísir/Arnar Nic segist hafa beðið lögregluþjónana um að skrifa símanúmer vinar síns niður svo hún yrði ekki strandaglópur á Íslandi, en henni hafi verið sagt að þeir stjórnuðu, ekki hún. „Ég veit að þetta var klikkað í augnablikinu en áhyggjur mínar beindust ekki að mér, þær beindust bara að Anahitu,“ segir Nic. „Hann var svo grófur. Ég get í raun ekki lýst því. Það var engin þörf á þessu, ég var hvort sem er að yfirgefa svæðið. Hann hefði bara getað sagt mér að fara af svæðinu.“ Loks segist Nic taka ofan af fyrir hugrekki kvennanna sem hlekkjuðu sig við skipin. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir Elissu og Anahitu. Þær eru hugrakkari en ég, verandi þarna uppi. Fólk með svo sterkan karakter að geta staðið upp fyrir því sem þau trúa og setja sig í þessar aðstæður. Mér fannst að það minnsta sem ég gat gert væri að fara að hughreysta Anahitu og segja henni að maðurinn hennar kæmi aftur eftir fimm mínútur, það var það minnsta sem ég gat gert. Ég hugsaði ekki um afleiðingarnar.“
Hvalveiðar Lögreglumál Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira