Nærmynd af konunum í tunnunum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. september 2023 14:11 Aðgerðarsinnarnir sem hlekkjuðu sig við tunnurnar eru erlendar konur á fertugsaldri. Instagram Mótmælendurnir tveir sem komu sér fyrir í tunnum hvalveiðibátanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga hafa vakið athygli margra. Konurnar sem um ræðir heita Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou. Listakona frá Íran Anahita er 33 ára og af írönskum uppruna. Hún er búsett í Mílanó á Ítalíu þar sem hún starfað sjálfstætt sem listakona, rithöfundur og leikkona. 14. júní síðastliðinn birti Anahita myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem hún greindi frá því að á Íslandi væri hægt að fara í hvalaskoðun og hvalveiðar frá sömu höfn þökk sé Kristjáni Loftssyni forstjóra og aðaleiganda Hvals hf. Sagði hún Kristján eyðileggja orðspor Íslands vegna hvalveiðanna. „Velkomin til Íslands, landsins þar sem þú getur bæði farið í hvalaskoðun og drepið þá og étið,“ segir Anahita í myndskeiðinu og bendir á bátana sem staðsettir eru við Reykjavíkurhöfn. View this post on Instagram A post shared by Last Whaling Station (@last_whaling_station) View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) Veraldarvön frá Frakklandi Elissa Bijou er 35 ára og búsett í London. Samkvæmt samfélagsmiðlum á hún ættir að rekja til Frakklands þar sem hún var í skóla sem barn. Elissa hefur ferðast víða um heim á síðastliðnum árum, meðal annars til Taílands, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Belgíu svo eitthvað sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) Elissa gagnrýnir sömuleiðis Kristján Loftsson í færslu á samfélagsmiðlum. „Hræðilegar aðferðir þar sem notast er við sprenguskutul sem hafa verið metnar ólöglegar. Það er komið að því að þetta tilgangslausa drápsæði líði undir lok,“ segir í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) Konurnar hafa setið sem fastast, önnur án næringar og vökva. Vísir hefur fylgst með mótmælunum í beinni útsendingu sem hægt er að fylgjast með hér að neðan. Uppfært 14:35: Konurnar yfirgáfu tunnurnar á þriðja tímanum í dag eftir að hafa dvalið í tunnunum í um 33 klukkustundir.
Konurnar sem um ræðir heita Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou. Listakona frá Íran Anahita er 33 ára og af írönskum uppruna. Hún er búsett í Mílanó á Ítalíu þar sem hún starfað sjálfstætt sem listakona, rithöfundur og leikkona. 14. júní síðastliðinn birti Anahita myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem hún greindi frá því að á Íslandi væri hægt að fara í hvalaskoðun og hvalveiðar frá sömu höfn þökk sé Kristjáni Loftssyni forstjóra og aðaleiganda Hvals hf. Sagði hún Kristján eyðileggja orðspor Íslands vegna hvalveiðanna. „Velkomin til Íslands, landsins þar sem þú getur bæði farið í hvalaskoðun og drepið þá og étið,“ segir Anahita í myndskeiðinu og bendir á bátana sem staðsettir eru við Reykjavíkurhöfn. View this post on Instagram A post shared by Last Whaling Station (@last_whaling_station) View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) Veraldarvön frá Frakklandi Elissa Bijou er 35 ára og búsett í London. Samkvæmt samfélagsmiðlum á hún ættir að rekja til Frakklands þar sem hún var í skóla sem barn. Elissa hefur ferðast víða um heim á síðastliðnum árum, meðal annars til Taílands, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Belgíu svo eitthvað sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) Elissa gagnrýnir sömuleiðis Kristján Loftsson í færslu á samfélagsmiðlum. „Hræðilegar aðferðir þar sem notast er við sprenguskutul sem hafa verið metnar ólöglegar. Það er komið að því að þetta tilgangslausa drápsæði líði undir lok,“ segir í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) Konurnar hafa setið sem fastast, önnur án næringar og vökva. Vísir hefur fylgst með mótmælunum í beinni útsendingu sem hægt er að fylgjast með hér að neðan. Uppfært 14:35: Konurnar yfirgáfu tunnurnar á þriðja tímanum í dag eftir að hafa dvalið í tunnunum í um 33 klukkustundir.
Hvalveiðar Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Sjá meira