Kristján stefnir á hvalveiðar um leið og veður leyfir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2023 10:32 Kristján Loftsson (til hægri) við Miðsand í Hvalfirði, bækistöðvar hvalveiða Hvals, í botni fjarðarins í ágúst í fyrra. Getty/Sergei Gapon Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf., skilur ekkert í því hvers vegna fólki sem brjóti lög sé hampað út í það óendanlega. Hann segir slæmt veður hafa tafið hvalveiðar í september en siglt verði á miðin á morgun verði veður gott. Tvær erlendar konur hafa haldið til í tunnum í möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 í rúman sólarhring. Þær vilja með aðgerðum sínum freista þess að stöðva það að skipin leggi á miðin til hvalveiða. Vísir hefur fylgst með stöðunni við Reykjavíkurhöfn undanfarinn sólarhring. Hvalveiðivertíðin hófst að hausti í ár vegna þess að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra frestaði vertíðinni til að gæta velferðar dýra. Eftirlit Matvælastofnunar með veiðum Hvals hf. í fyrra leiddi í ljós að aflífun dýranna hefði tekið of langan tíma. Kristján Loftsson hefur verið andlit hvalveiða við Íslandsstrendur um árabil en Hvalur er eina fyrirtækið sem veitt hefur langreyði undanfarin ár. Hann kippir sér ekki upp við mótmælin í skipum fyrirtækisins en segir þau þó umhugsunarverð. Veltir fyrir sér borgaralegri óhlýðni „Það er alltaf verið að mótmæla. Verið að hanga á girðingunni í Hvalfirði,“ segir Kristján. Hvalur hf. verkar afla sinn í botni Hvalfjarðar þar sem hvalavinir hafa um árabil kíkt í heimsókn og mótmælt veiðunum. „Þetta er ekkert nýtt. Það eru bandarískir og breskir flækingar hér á ferðinni. Það er verið að hampa þessu fólki út í það það óendanlega,“ segir Kristján. Það speglist í fréttaflutningi af slíkum mótmælum, eins og þeim sem nú standa yfir í Reykjavíkurhöfn. Hann veltir fyrir sér hvort borgaraleg óhlýðni sé eitthvað sem gildi líka um erlenda ríkisborgara á ferð sinni um Ísland. „Gildir það jafnt um erlenda þegna og Íslendinga?“ spyr Kristján. Sjóbrettaveður núna Hvalur 8 og 9 hafa ekki enn lagt úr höfn á fimmta degi vertíðar. Ástæðan er veðrið sem hefur verið óhagstætt að sögn Kristjáns. „Það hefur verið stanslaus suðvestan átt sem þýðir að það er haugasjór við Suður- og Suðvesturlandið. Þetta er lengi að detta niður,“ segir Kristján. Hann liggi yfir veðurspánni en hvalveiðar séu háðar stilltu veðri. „Við verðum að hafa mjög kyrrt veður. Það er sjóbrettaveður núna, það passar ekki fyrir okkur,“ segir Kristján. Staðan verði aftur tekin í fyrramálið. Því hefur verið velt upp hvort ekki sé of seint að leita að langreyði þegar komið sé inn í september. Kristján hafnar því. „Nei. Í fyrra vorum við til 28. september,“ segir Kristján. Það eina sem standi í vegi fyrir veiðunum sé veðrið. Birta og sjólag, það séu aðalatriðin. Reyna að uppfylla reglugerð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum tók gildi þann 1. september. Í henni eru að finna ýmis skilyrði svo sem að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Kristján virðist ekki hafa miklar áhyggjur af reglugerðinni. „Við reynum að uppfylla hana,“ segir Kristján. Hvort fyrirtækið geri það, verði að koma í ljós. Hann veltir fyrir sér refsingum vegna mistaka við hvalveiðar og ber saman við fólk í umferðinni. „Ef þú keyrir bíl, það er hámarkshraði, og þú ferð yfir hámarkshraðann. Áttu þá að missa bílprófið fyrir fullt og allt?“ spyr Kristján. Blaðamaður nefnir að það fari líklega eftir því hve langt yfir hámarkshraða maður ekur. Kristján segir orðið vandlifað í landinu og menn verði að passa sig. Rekstur ekki stöðugur enda umhverfið erfitt Gögn úr ársreikningum Hvals hf. benda til þess að á árunum 2012 til 2020 hafi tap félagsins af hvalveiðum verið þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. Kristján var spurður út í það hvort veiðarnar væru arðbærar. „Það mun ekki verða hagnaður á þessu ári. Ef þú hefur allan kostnaðinn og færð engar tekjur. Ég held að menn læri það í barnaskóla,“ segir Kristján. Þá hafi verið erfitt að stunda hvalveiðar undanfarinn áratug vegna leyfismála. Hvalveiðarnar hafi því ekki verið stöðugar og gert fyrirtækinu erfitt fyrir. „Það tók MAST þrjú ár að láta okkur fá vinnsluleyfi,“ segir Kristján. Augljóslega sé bara kostnaður á slíkum árum þar sem ekkert sé veitt. Fyrst fólk vilji velta fyrir sér hvort reksturinn sé arðbær nefnir hann að rekstur hvalaskoðunarfyrirtækja gangi ekki vel. Kristján skorar á rannsóknarblaðamenn landsins að kynna sér rekstur hvalaskoðunarfyrirtækja, átta talsins. „Þú borgar þetta af sköttunum þínum“ „Þau töpuðu um níu hundruð milljónum króna síðustu tíu ár og skulda 4,5 milljarð,“ segir Kristján. Sömu sögu megi segja um framleiðslufyrirtæki á borð við True North sem reyndi á dögunum að krefjast lögbanns á hvalveiðar. Vísaði True North til þess að stórir aðilar í Hollywood hótuðu að sniðganga Ísland héldu hvalveiðar áfram. „Móðurfélagið virðist heita True North Nordic ehf. Þau eru með 28 eða 29 dótturfélög. Þeir veltu í þessari samstæðu tíu milljörðum á síðasta ári. Hagnaðurinn var 300 milljónir, eða þrjú prósent,“ segir Kristján. Þarna séu fimmtán manns á launaskrá en eflaust fjöldi verktaka til viðbótar. Þá megi hafa í huga að fyrirtækið fái stóran hluta endurgreiddan af kvikmyndaverkefnunum, allt að 35 prósent. „Þú borgar þetta af sköttunum þínum!“ Hvalveiðar hafi engin áhrif á ferðamennsku Kristján beinir orðum sínum í framhaldinu að ferðaþjónustunni. Þar hafi um árabil verið varað við því að ferðamenn hætti að koma til Íslands vegna hvalveiða Hvals. Ferðamenn hafi aldrei verið fleiri og fjöldinn frekar orðinn vandamál en hitt. Enda heyrist ekkert úr þeim geira varðandi hvalveiðar. „Ferðaþjónustan segir ekki orð um hvalinn. Þau voru alltaf vælandi hérna áður fyrr,“ segir Kristján. Nú ráði troðningstúrismi ríkjum. „Nú þegar hann er kominn og er að gera fólk bandbrjálað - þá þegja þeir um hvalinn. Þau hafa alltaf haldið fram að ferðamenn myndu forðast Ísland ef veiðarnar væru í gangi. En ef þú skoðar línuritin þá rýkur kúrvan upp þegar hvalveiðarnar eru í gangi,“ segir Kristján. Niðurstaðan sé sú að hvalveiðar hafi engin áhrif á ferðamennsku. Nema kannski öfugt, segir Kristján á léttum nótum. „Ég segi að þetta sé okkur að þakka,“ segir Kristján og hlær. En að öllu gríni slepptu þá sé nú allt brjálað út í hvalveiðar á sama tíma og troðningstúrismi sé fyrir hendi. „Eins og það sé okkur að kenna. Þetta er komið algjörlega úr böndunum.“ Vinir Dorritar? Á morgun er kominn nýr dagur og þá munu Kristján og hans menn horfa til veðurs. Verði veður gott er ekki að spyrja að leikslokum. „Þá förum við bara út,“ segir Kristján. Spurður hvort aðgerðir lögreglu við Reykjavíkurhöfn, þar sem ekki hefur verið reynt að fjarlægja aðgerðarsinna með valdi, komi til af því að ekki sé veður til veiða, segir Kristján: „Þeir sjá bara um þetta.“ Annar mótmælandinn í turninum í mastri hvalveiðiskips Hvals í gær.Vísir/Vilhelm Erfitt sé að komast inn í hausinn á þessum aðgerðarsinnum, eða flækingum eins og Kristján nefnir konurnar. Þær hafi verið hluti af hópi sem var á svæðinu við vinnslustöðina í Hvalfirði í fyrra. „Þau voru hérna 2022 hangandi uppi í Hvalfirði, vaðandi út um allt,“ segir Kristján. Þau hafi sagt honum að þau væru í óbyggðum (e. wilderness) svo þau mættu vera þarna. Micah Garen, kvikmyndagerðamaður og aðgerðasinni gegn hvalveiðum, er einn þeirra. Micah ræddi við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur fréttamann við Reykjavíkurhöfn í morgun en hann var meðal þeirra sem vörðu nóttinni í kallfæri við aðgerðarsinnana. „Hann er einhver mikill vinur Dorrit Moussaieff,“ segir Kristján. „Ég hef séð þau mikið saman. Ætli þau búi ekki bara hjá þeim?“ veltir Kristján upp og vísar til heimilis Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, og Dorrit. „Hún kannski fjármagnar hann líka. Hún er ekki á flæðiskeri stödd,“ segir Kristján. Það kæmi honum ekki á óvart. Hvalavinir hafa áhyggur af því þessa stundina að annar aðgerðarsinninn í turninum hafi verið án matar og drykkjar í sólarhring. Lögregla fjarlægði vistir hennar út turninum í gær. Lögregla segir mat og drykka bíða aðgerðarsinnans komi hún úr turninum. Vinir hennar hafa ekki fengið leyfi til að færa henni mat eða vatn. Hvalveiðar Lögreglumál Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Átti bara leið hjá og fékk þessa flugu í hausinn“ „Ég átti nú bara leið hjá þarna hjá höfninni og fékk þessa flugu í hausinn,“ segir Einar Jes Guðmundsson, stuðningsmaður hvalveiða, sem mætti með skýr skilaboð að Reykjavíkurhöfn í kvöld. „Farið heim og skammist ykkar“ voru skilaboðin til hvalveiðimótmælenda sem hlekkjuðu sig við hvalveiðibáta Hvals hf. í morgun. Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði á höfninni. 4. september 2023 23:26 Það felst ekki styrkur í að drepa hvali Kristján Helgi Hafliðason, markaðs- og viðburðastjóri og yfirþjálfari Mjölnis, fjallar um hvalveiðar Íslendinga. 4. september 2023 14:30 „Með því að leyfa mér að hlusta á hjartað mitt, fylltist ég eldmóði og ástríðu“ „Ég lofaði danskri vinkonu minni að eftir forsetaframboðið myndi ég ekki stökkva strax í næsta starf, að ég myndi gefa mér að minnsta kosti ár til að hugsa vel hvað tæki við yrði ég ekki forseti. Þetta var gott ráð því eftir framboðið buðust mér áhugaverð hlutverk og eftir um níu mánuði var ég nánast búin að ganga frá ráðningu í spennandi starf í Bandaríkjunum en þá vildi svo til að ég ökklabraut mig,“ segir Halla Tómasdóttir, forstjóri og fyrrum forsetaframbjóðandi. 4. september 2023 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Tvær erlendar konur hafa haldið til í tunnum í möstrum hvalveiðiskipanna Hvals 8 og Hvals 9 í rúman sólarhring. Þær vilja með aðgerðum sínum freista þess að stöðva það að skipin leggi á miðin til hvalveiða. Vísir hefur fylgst með stöðunni við Reykjavíkurhöfn undanfarinn sólarhring. Hvalveiðivertíðin hófst að hausti í ár vegna þess að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra frestaði vertíðinni til að gæta velferðar dýra. Eftirlit Matvælastofnunar með veiðum Hvals hf. í fyrra leiddi í ljós að aflífun dýranna hefði tekið of langan tíma. Kristján Loftsson hefur verið andlit hvalveiða við Íslandsstrendur um árabil en Hvalur er eina fyrirtækið sem veitt hefur langreyði undanfarin ár. Hann kippir sér ekki upp við mótmælin í skipum fyrirtækisins en segir þau þó umhugsunarverð. Veltir fyrir sér borgaralegri óhlýðni „Það er alltaf verið að mótmæla. Verið að hanga á girðingunni í Hvalfirði,“ segir Kristján. Hvalur hf. verkar afla sinn í botni Hvalfjarðar þar sem hvalavinir hafa um árabil kíkt í heimsókn og mótmælt veiðunum. „Þetta er ekkert nýtt. Það eru bandarískir og breskir flækingar hér á ferðinni. Það er verið að hampa þessu fólki út í það það óendanlega,“ segir Kristján. Það speglist í fréttaflutningi af slíkum mótmælum, eins og þeim sem nú standa yfir í Reykjavíkurhöfn. Hann veltir fyrir sér hvort borgaraleg óhlýðni sé eitthvað sem gildi líka um erlenda ríkisborgara á ferð sinni um Ísland. „Gildir það jafnt um erlenda þegna og Íslendinga?“ spyr Kristján. Sjóbrettaveður núna Hvalur 8 og 9 hafa ekki enn lagt úr höfn á fimmta degi vertíðar. Ástæðan er veðrið sem hefur verið óhagstætt að sögn Kristjáns. „Það hefur verið stanslaus suðvestan átt sem þýðir að það er haugasjór við Suður- og Suðvesturlandið. Þetta er lengi að detta niður,“ segir Kristján. Hann liggi yfir veðurspánni en hvalveiðar séu háðar stilltu veðri. „Við verðum að hafa mjög kyrrt veður. Það er sjóbrettaveður núna, það passar ekki fyrir okkur,“ segir Kristján. Staðan verði aftur tekin í fyrramálið. Því hefur verið velt upp hvort ekki sé of seint að leita að langreyði þegar komið sé inn í september. Kristján hafnar því. „Nei. Í fyrra vorum við til 28. september,“ segir Kristján. Það eina sem standi í vegi fyrir veiðunum sé veðrið. Birta og sjólag, það séu aðalatriðin. Reyna að uppfylla reglugerð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum tók gildi þann 1. september. Í henni eru að finna ýmis skilyrði svo sem að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Kristján virðist ekki hafa miklar áhyggjur af reglugerðinni. „Við reynum að uppfylla hana,“ segir Kristján. Hvort fyrirtækið geri það, verði að koma í ljós. Hann veltir fyrir sér refsingum vegna mistaka við hvalveiðar og ber saman við fólk í umferðinni. „Ef þú keyrir bíl, það er hámarkshraði, og þú ferð yfir hámarkshraðann. Áttu þá að missa bílprófið fyrir fullt og allt?“ spyr Kristján. Blaðamaður nefnir að það fari líklega eftir því hve langt yfir hámarkshraða maður ekur. Kristján segir orðið vandlifað í landinu og menn verði að passa sig. Rekstur ekki stöðugur enda umhverfið erfitt Gögn úr ársreikningum Hvals hf. benda til þess að á árunum 2012 til 2020 hafi tap félagsins af hvalveiðum verið þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. Kristján var spurður út í það hvort veiðarnar væru arðbærar. „Það mun ekki verða hagnaður á þessu ári. Ef þú hefur allan kostnaðinn og færð engar tekjur. Ég held að menn læri það í barnaskóla,“ segir Kristján. Þá hafi verið erfitt að stunda hvalveiðar undanfarinn áratug vegna leyfismála. Hvalveiðarnar hafi því ekki verið stöðugar og gert fyrirtækinu erfitt fyrir. „Það tók MAST þrjú ár að láta okkur fá vinnsluleyfi,“ segir Kristján. Augljóslega sé bara kostnaður á slíkum árum þar sem ekkert sé veitt. Fyrst fólk vilji velta fyrir sér hvort reksturinn sé arðbær nefnir hann að rekstur hvalaskoðunarfyrirtækja gangi ekki vel. Kristján skorar á rannsóknarblaðamenn landsins að kynna sér rekstur hvalaskoðunarfyrirtækja, átta talsins. „Þú borgar þetta af sköttunum þínum“ „Þau töpuðu um níu hundruð milljónum króna síðustu tíu ár og skulda 4,5 milljarð,“ segir Kristján. Sömu sögu megi segja um framleiðslufyrirtæki á borð við True North sem reyndi á dögunum að krefjast lögbanns á hvalveiðar. Vísaði True North til þess að stórir aðilar í Hollywood hótuðu að sniðganga Ísland héldu hvalveiðar áfram. „Móðurfélagið virðist heita True North Nordic ehf. Þau eru með 28 eða 29 dótturfélög. Þeir veltu í þessari samstæðu tíu milljörðum á síðasta ári. Hagnaðurinn var 300 milljónir, eða þrjú prósent,“ segir Kristján. Þarna séu fimmtán manns á launaskrá en eflaust fjöldi verktaka til viðbótar. Þá megi hafa í huga að fyrirtækið fái stóran hluta endurgreiddan af kvikmyndaverkefnunum, allt að 35 prósent. „Þú borgar þetta af sköttunum þínum!“ Hvalveiðar hafi engin áhrif á ferðamennsku Kristján beinir orðum sínum í framhaldinu að ferðaþjónustunni. Þar hafi um árabil verið varað við því að ferðamenn hætti að koma til Íslands vegna hvalveiða Hvals. Ferðamenn hafi aldrei verið fleiri og fjöldinn frekar orðinn vandamál en hitt. Enda heyrist ekkert úr þeim geira varðandi hvalveiðar. „Ferðaþjónustan segir ekki orð um hvalinn. Þau voru alltaf vælandi hérna áður fyrr,“ segir Kristján. Nú ráði troðningstúrismi ríkjum. „Nú þegar hann er kominn og er að gera fólk bandbrjálað - þá þegja þeir um hvalinn. Þau hafa alltaf haldið fram að ferðamenn myndu forðast Ísland ef veiðarnar væru í gangi. En ef þú skoðar línuritin þá rýkur kúrvan upp þegar hvalveiðarnar eru í gangi,“ segir Kristján. Niðurstaðan sé sú að hvalveiðar hafi engin áhrif á ferðamennsku. Nema kannski öfugt, segir Kristján á léttum nótum. „Ég segi að þetta sé okkur að þakka,“ segir Kristján og hlær. En að öllu gríni slepptu þá sé nú allt brjálað út í hvalveiðar á sama tíma og troðningstúrismi sé fyrir hendi. „Eins og það sé okkur að kenna. Þetta er komið algjörlega úr böndunum.“ Vinir Dorritar? Á morgun er kominn nýr dagur og þá munu Kristján og hans menn horfa til veðurs. Verði veður gott er ekki að spyrja að leikslokum. „Þá förum við bara út,“ segir Kristján. Spurður hvort aðgerðir lögreglu við Reykjavíkurhöfn, þar sem ekki hefur verið reynt að fjarlægja aðgerðarsinna með valdi, komi til af því að ekki sé veður til veiða, segir Kristján: „Þeir sjá bara um þetta.“ Annar mótmælandinn í turninum í mastri hvalveiðiskips Hvals í gær.Vísir/Vilhelm Erfitt sé að komast inn í hausinn á þessum aðgerðarsinnum, eða flækingum eins og Kristján nefnir konurnar. Þær hafi verið hluti af hópi sem var á svæðinu við vinnslustöðina í Hvalfirði í fyrra. „Þau voru hérna 2022 hangandi uppi í Hvalfirði, vaðandi út um allt,“ segir Kristján. Þau hafi sagt honum að þau væru í óbyggðum (e. wilderness) svo þau mættu vera þarna. Micah Garen, kvikmyndagerðamaður og aðgerðasinni gegn hvalveiðum, er einn þeirra. Micah ræddi við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur fréttamann við Reykjavíkurhöfn í morgun en hann var meðal þeirra sem vörðu nóttinni í kallfæri við aðgerðarsinnana. „Hann er einhver mikill vinur Dorrit Moussaieff,“ segir Kristján. „Ég hef séð þau mikið saman. Ætli þau búi ekki bara hjá þeim?“ veltir Kristján upp og vísar til heimilis Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, og Dorrit. „Hún kannski fjármagnar hann líka. Hún er ekki á flæðiskeri stödd,“ segir Kristján. Það kæmi honum ekki á óvart. Hvalavinir hafa áhyggur af því þessa stundina að annar aðgerðarsinninn í turninum hafi verið án matar og drykkjar í sólarhring. Lögregla fjarlægði vistir hennar út turninum í gær. Lögregla segir mat og drykka bíða aðgerðarsinnans komi hún úr turninum. Vinir hennar hafa ekki fengið leyfi til að færa henni mat eða vatn.
Hvalveiðar Lögreglumál Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Átti bara leið hjá og fékk þessa flugu í hausinn“ „Ég átti nú bara leið hjá þarna hjá höfninni og fékk þessa flugu í hausinn,“ segir Einar Jes Guðmundsson, stuðningsmaður hvalveiða, sem mætti með skýr skilaboð að Reykjavíkurhöfn í kvöld. „Farið heim og skammist ykkar“ voru skilaboðin til hvalveiðimótmælenda sem hlekkjuðu sig við hvalveiðibáta Hvals hf. í morgun. Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði á höfninni. 4. september 2023 23:26 Það felst ekki styrkur í að drepa hvali Kristján Helgi Hafliðason, markaðs- og viðburðastjóri og yfirþjálfari Mjölnis, fjallar um hvalveiðar Íslendinga. 4. september 2023 14:30 „Með því að leyfa mér að hlusta á hjartað mitt, fylltist ég eldmóði og ástríðu“ „Ég lofaði danskri vinkonu minni að eftir forsetaframboðið myndi ég ekki stökkva strax í næsta starf, að ég myndi gefa mér að minnsta kosti ár til að hugsa vel hvað tæki við yrði ég ekki forseti. Þetta var gott ráð því eftir framboðið buðust mér áhugaverð hlutverk og eftir um níu mánuði var ég nánast búin að ganga frá ráðningu í spennandi starf í Bandaríkjunum en þá vildi svo til að ég ökklabraut mig,“ segir Halla Tómasdóttir, forstjóri og fyrrum forsetaframbjóðandi. 4. september 2023 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Átti bara leið hjá og fékk þessa flugu í hausinn“ „Ég átti nú bara leið hjá þarna hjá höfninni og fékk þessa flugu í hausinn,“ segir Einar Jes Guðmundsson, stuðningsmaður hvalveiða, sem mætti með skýr skilaboð að Reykjavíkurhöfn í kvöld. „Farið heim og skammist ykkar“ voru skilaboðin til hvalveiðimótmælenda sem hlekkjuðu sig við hvalveiðibáta Hvals hf. í morgun. Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði á höfninni. 4. september 2023 23:26
Það felst ekki styrkur í að drepa hvali Kristján Helgi Hafliðason, markaðs- og viðburðastjóri og yfirþjálfari Mjölnis, fjallar um hvalveiðar Íslendinga. 4. september 2023 14:30
„Með því að leyfa mér að hlusta á hjartað mitt, fylltist ég eldmóði og ástríðu“ „Ég lofaði danskri vinkonu minni að eftir forsetaframboðið myndi ég ekki stökkva strax í næsta starf, að ég myndi gefa mér að minnsta kosti ár til að hugsa vel hvað tæki við yrði ég ekki forseti. Þetta var gott ráð því eftir framboðið buðust mér áhugaverð hlutverk og eftir um níu mánuði var ég nánast búin að ganga frá ráðningu í spennandi starf í Bandaríkjunum en þá vildi svo til að ég ökklabraut mig,“ segir Halla Tómasdóttir, forstjóri og fyrrum forsetaframbjóðandi. 4. september 2023 07:00