Greinir frá ástæðu þess að hann fór frá Liverpool Aron Guðmundsson skrifar 5. september 2023 09:31 Jordan Henderson og Jurgen Klopp eiga í góðu sambandi Vísir/EPA Jordan Henderson, fyrrum fyrirliði Liverpool, hefur greint frá ástæðu þess að hann skipti yfir til sádi-arabíska liðsins Al-Ettifaq fyrir yfirstandandi tímabil. Það gerir hann í ítarlegu viðtali við The Athletic en félagsskiptin ollu miklu fjaðrafoki á sínum tíma. Henderson hefur í gegnum tíðina verið yfirlýstur stuðningsmaður réttinda hinsegin fólks og því kom það mörgum spánskt fyrir sjónir þegar að félagsskipti hans til Sádi-Arabíu, ríkis sem er ekki þekkt fyrir að virða mannréttindi hinsegin fólks, urðu staðfest. Var litið svo á að Henderson væri að fórna gildum sínum og siðferði fyrir þann mikla pening sem leikmönnum er boðið þessa dagana til þess að spila í sádi-arabísku deildinni. Henderson segir hins vegar að á undirbúningstímabilinu með Liverpool hafi hann verið að búa sig undir að spila með liðinu á komandi tímabili. Hann var á þessum tíma fyrirliði félagsins og hafði unnið ensku úrvalsdeildina sem og Meistaradeild Evrópu fyrir rauða liðið úr Bítlaborginni. Hins vegar fóru viðvörunarbjöllur að hringja hjá honum þegar það dró nær upphafi tímabils. „Ég á í mjög góðu sambandi við Jurgen Klopp (knattspyrnustjóra Liverpool) og hann var bara mjög hreinskilinn við mig. Ég ætla ekki að segja ykkur frá öllu okkar samtali, því það er einkamál, en hann setti mig í þá stöðu að ég vissi að ég myndi ekki fá mikinn spilatíma með liðinu á tímabilinu sem var fram undan. Ég vissi af því að það kæmu inn nýir leikmenn í mína stöðu.“ Það hefði verið erfitt fyrir hann að vera áfram hjá liðinu, hafandi afrekað allt það sem hann hafði afrekað, til þess eins að sitja á varamannabekknum og horfa á. „Evrópumót landsliða er framundan og svo kom Al-Ettifaq inn í myndina. Ég leitaði því til forráðamanna Liverpool og vildi sjá hvort það væri flötur fyrir því að ég myndi yfirgefa félagið.“ Það var beiðni sem forráðamenn Liverpool þvertóku ekki fyrir og því rann það upp fyrir Henderson að framtíð hans myndi liggja annars staðar. En var hann ekki til í að berjast fyrir sinni stöðu? „Ef einhver af þessum mönnum hefði sagt „við viljum halda þér hérna“ þá værum við ekki að eiga þetta samtal núna. Ég er ekki að segja að ég hafi verið neyddur burt frá félaginu eða að þeir hafði sagt vilja mig burt en það kom ekki sá tímapunktur, frá félaginu eða forráðamönnum þess, að mér fannst eins og þeir vildu að ég yrði áfram.“ Afar áhugavert og ítarlegt viðtal The Athletic við Jordan Henderson má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Henderson hefur í gegnum tíðina verið yfirlýstur stuðningsmaður réttinda hinsegin fólks og því kom það mörgum spánskt fyrir sjónir þegar að félagsskipti hans til Sádi-Arabíu, ríkis sem er ekki þekkt fyrir að virða mannréttindi hinsegin fólks, urðu staðfest. Var litið svo á að Henderson væri að fórna gildum sínum og siðferði fyrir þann mikla pening sem leikmönnum er boðið þessa dagana til þess að spila í sádi-arabísku deildinni. Henderson segir hins vegar að á undirbúningstímabilinu með Liverpool hafi hann verið að búa sig undir að spila með liðinu á komandi tímabili. Hann var á þessum tíma fyrirliði félagsins og hafði unnið ensku úrvalsdeildina sem og Meistaradeild Evrópu fyrir rauða liðið úr Bítlaborginni. Hins vegar fóru viðvörunarbjöllur að hringja hjá honum þegar það dró nær upphafi tímabils. „Ég á í mjög góðu sambandi við Jurgen Klopp (knattspyrnustjóra Liverpool) og hann var bara mjög hreinskilinn við mig. Ég ætla ekki að segja ykkur frá öllu okkar samtali, því það er einkamál, en hann setti mig í þá stöðu að ég vissi að ég myndi ekki fá mikinn spilatíma með liðinu á tímabilinu sem var fram undan. Ég vissi af því að það kæmu inn nýir leikmenn í mína stöðu.“ Það hefði verið erfitt fyrir hann að vera áfram hjá liðinu, hafandi afrekað allt það sem hann hafði afrekað, til þess eins að sitja á varamannabekknum og horfa á. „Evrópumót landsliða er framundan og svo kom Al-Ettifaq inn í myndina. Ég leitaði því til forráðamanna Liverpool og vildi sjá hvort það væri flötur fyrir því að ég myndi yfirgefa félagið.“ Það var beiðni sem forráðamenn Liverpool þvertóku ekki fyrir og því rann það upp fyrir Henderson að framtíð hans myndi liggja annars staðar. En var hann ekki til í að berjast fyrir sinni stöðu? „Ef einhver af þessum mönnum hefði sagt „við viljum halda þér hérna“ þá værum við ekki að eiga þetta samtal núna. Ég er ekki að segja að ég hafi verið neyddur burt frá félaginu eða að þeir hafði sagt vilja mig burt en það kom ekki sá tímapunktur, frá félaginu eða forráðamönnum þess, að mér fannst eins og þeir vildu að ég yrði áfram.“ Afar áhugavert og ítarlegt viðtal The Athletic við Jordan Henderson má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira