Greinir frá ástæðu þess að hann fór frá Liverpool Aron Guðmundsson skrifar 5. september 2023 09:31 Jordan Henderson og Jurgen Klopp eiga í góðu sambandi Vísir/EPA Jordan Henderson, fyrrum fyrirliði Liverpool, hefur greint frá ástæðu þess að hann skipti yfir til sádi-arabíska liðsins Al-Ettifaq fyrir yfirstandandi tímabil. Það gerir hann í ítarlegu viðtali við The Athletic en félagsskiptin ollu miklu fjaðrafoki á sínum tíma. Henderson hefur í gegnum tíðina verið yfirlýstur stuðningsmaður réttinda hinsegin fólks og því kom það mörgum spánskt fyrir sjónir þegar að félagsskipti hans til Sádi-Arabíu, ríkis sem er ekki þekkt fyrir að virða mannréttindi hinsegin fólks, urðu staðfest. Var litið svo á að Henderson væri að fórna gildum sínum og siðferði fyrir þann mikla pening sem leikmönnum er boðið þessa dagana til þess að spila í sádi-arabísku deildinni. Henderson segir hins vegar að á undirbúningstímabilinu með Liverpool hafi hann verið að búa sig undir að spila með liðinu á komandi tímabili. Hann var á þessum tíma fyrirliði félagsins og hafði unnið ensku úrvalsdeildina sem og Meistaradeild Evrópu fyrir rauða liðið úr Bítlaborginni. Hins vegar fóru viðvörunarbjöllur að hringja hjá honum þegar það dró nær upphafi tímabils. „Ég á í mjög góðu sambandi við Jurgen Klopp (knattspyrnustjóra Liverpool) og hann var bara mjög hreinskilinn við mig. Ég ætla ekki að segja ykkur frá öllu okkar samtali, því það er einkamál, en hann setti mig í þá stöðu að ég vissi að ég myndi ekki fá mikinn spilatíma með liðinu á tímabilinu sem var fram undan. Ég vissi af því að það kæmu inn nýir leikmenn í mína stöðu.“ Það hefði verið erfitt fyrir hann að vera áfram hjá liðinu, hafandi afrekað allt það sem hann hafði afrekað, til þess eins að sitja á varamannabekknum og horfa á. „Evrópumót landsliða er framundan og svo kom Al-Ettifaq inn í myndina. Ég leitaði því til forráðamanna Liverpool og vildi sjá hvort það væri flötur fyrir því að ég myndi yfirgefa félagið.“ Það var beiðni sem forráðamenn Liverpool þvertóku ekki fyrir og því rann það upp fyrir Henderson að framtíð hans myndi liggja annars staðar. En var hann ekki til í að berjast fyrir sinni stöðu? „Ef einhver af þessum mönnum hefði sagt „við viljum halda þér hérna“ þá værum við ekki að eiga þetta samtal núna. Ég er ekki að segja að ég hafi verið neyddur burt frá félaginu eða að þeir hafði sagt vilja mig burt en það kom ekki sá tímapunktur, frá félaginu eða forráðamönnum þess, að mér fannst eins og þeir vildu að ég yrði áfram.“ Afar áhugavert og ítarlegt viðtal The Athletic við Jordan Henderson má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Henderson hefur í gegnum tíðina verið yfirlýstur stuðningsmaður réttinda hinsegin fólks og því kom það mörgum spánskt fyrir sjónir þegar að félagsskipti hans til Sádi-Arabíu, ríkis sem er ekki þekkt fyrir að virða mannréttindi hinsegin fólks, urðu staðfest. Var litið svo á að Henderson væri að fórna gildum sínum og siðferði fyrir þann mikla pening sem leikmönnum er boðið þessa dagana til þess að spila í sádi-arabísku deildinni. Henderson segir hins vegar að á undirbúningstímabilinu með Liverpool hafi hann verið að búa sig undir að spila með liðinu á komandi tímabili. Hann var á þessum tíma fyrirliði félagsins og hafði unnið ensku úrvalsdeildina sem og Meistaradeild Evrópu fyrir rauða liðið úr Bítlaborginni. Hins vegar fóru viðvörunarbjöllur að hringja hjá honum þegar það dró nær upphafi tímabils. „Ég á í mjög góðu sambandi við Jurgen Klopp (knattspyrnustjóra Liverpool) og hann var bara mjög hreinskilinn við mig. Ég ætla ekki að segja ykkur frá öllu okkar samtali, því það er einkamál, en hann setti mig í þá stöðu að ég vissi að ég myndi ekki fá mikinn spilatíma með liðinu á tímabilinu sem var fram undan. Ég vissi af því að það kæmu inn nýir leikmenn í mína stöðu.“ Það hefði verið erfitt fyrir hann að vera áfram hjá liðinu, hafandi afrekað allt það sem hann hafði afrekað, til þess eins að sitja á varamannabekknum og horfa á. „Evrópumót landsliða er framundan og svo kom Al-Ettifaq inn í myndina. Ég leitaði því til forráðamanna Liverpool og vildi sjá hvort það væri flötur fyrir því að ég myndi yfirgefa félagið.“ Það var beiðni sem forráðamenn Liverpool þvertóku ekki fyrir og því rann það upp fyrir Henderson að framtíð hans myndi liggja annars staðar. En var hann ekki til í að berjast fyrir sinni stöðu? „Ef einhver af þessum mönnum hefði sagt „við viljum halda þér hérna“ þá værum við ekki að eiga þetta samtal núna. Ég er ekki að segja að ég hafi verið neyddur burt frá félaginu eða að þeir hafði sagt vilja mig burt en það kom ekki sá tímapunktur, frá félaginu eða forráðamönnum þess, að mér fannst eins og þeir vildu að ég yrði áfram.“ Afar áhugavert og ítarlegt viðtal The Athletic við Jordan Henderson má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira